„Þung skref“ að höfða mál gegn máttarstólpa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2024 11:47 Íris Róbertsdóttir. Vísir/Egill Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir það hafa verið þung skref, að höfða mál gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögninni milli lands og Eyja síðasta haust. Íris var til viðtals á Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi meðal annars þessa ákvörðun bæjarráðs. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar tjáði Vísi að í hans huga væri alveg útilokað að háttsemi fyrirtækisins teljist stórfellt gáleysi sem leiði til þess að regla siglingalaga um hámarksbætur gildi ekki. Íris kveðst ekki vilja tala um stemningu í bænum vegna málsins, heldur skrýtið andrúmsloft. Hún segir að bæjarfulltrúar væru ekki að sinna sínu hlutverki, ef tekin yrði ákvörðun um að bæjarbúar borgi brúsann. „Það er reiknað með að viðgerðin á leiðslunni kosti einn og hálfan milljarð, og það er yfir 300 þúsund á hvern íbúa í Vestmannaeyjum. Við getum náttúrulega aldrei ekki látið á þetta reyna.“ Hún segir tilraunir til samtals með Vinnslustöðinni ekki hafa borið árangur. „Fyrirtækið telur sig geta hallað sér að gömlum siglingalögum sem segja að þú getir flaggað ákveðnu hámarki. Þá yrðu bæturnar að hámarki í kringum 300 milljónir.“ Hún segir íbúa finnast samfélagslegan þátt fyrirtækisins eigi að vega þyngra inn í þeirra ábyrgð. „Einhver verður að borga, hverjir þá aðrir en bæjarbúar. Þess vegna getum við ekki setið hjá og sent bæjarbúum þennan reikning án þess að láta á þetta reyna,“ segir Íris. Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vatn Sjávarútvegur Bítið Bylgjan Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Íris var til viðtals á Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi meðal annars þessa ákvörðun bæjarráðs. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar tjáði Vísi að í hans huga væri alveg útilokað að háttsemi fyrirtækisins teljist stórfellt gáleysi sem leiði til þess að regla siglingalaga um hámarksbætur gildi ekki. Íris kveðst ekki vilja tala um stemningu í bænum vegna málsins, heldur skrýtið andrúmsloft. Hún segir að bæjarfulltrúar væru ekki að sinna sínu hlutverki, ef tekin yrði ákvörðun um að bæjarbúar borgi brúsann. „Það er reiknað með að viðgerðin á leiðslunni kosti einn og hálfan milljarð, og það er yfir 300 þúsund á hvern íbúa í Vestmannaeyjum. Við getum náttúrulega aldrei ekki látið á þetta reyna.“ Hún segir tilraunir til samtals með Vinnslustöðinni ekki hafa borið árangur. „Fyrirtækið telur sig geta hallað sér að gömlum siglingalögum sem segja að þú getir flaggað ákveðnu hámarki. Þá yrðu bæturnar að hámarki í kringum 300 milljónir.“ Hún segir íbúa finnast samfélagslegan þátt fyrirtækisins eigi að vega þyngra inn í þeirra ábyrgð. „Einhver verður að borga, hverjir þá aðrir en bæjarbúar. Þess vegna getum við ekki setið hjá og sent bæjarbúum þennan reikning án þess að láta á þetta reyna,“ segir Íris.
Vestmannaeyjar Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vatn Sjávarútvegur Bítið Bylgjan Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira