Hefja viðgerðir á næstu dögum þrátt fyrir óvissuástand Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 12:18 Töluvert þarf að gera í Grindavík til að tryggja öryggi. Vísir/Arnar Grindavíkurnefnd hyggst ráðast sem allra fyrst í framkvæmdir og viðgerðir í Grindavík svo að hægt verði að opna bæinn að fullu á nýjan leik þrátt fyrir óvissuástand á svæðinu. Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, kveðst vilja tryggja flóttaleiðir með viðgerðum á götum og stígum. Störf nefndarinnar hafi gengið vel síðan að nefndin tók til starfa þann fyrsta júní. „Við erum búnir að kynna aðgerðaráætlun sem gengur út á það að ráðast í viðgerðir á götum í Grindavík og fylla upp í sprungur og loka sprungum af og líka girða af hættulega staði til að gera bæinn eins öruggan og hægt er.“ Góð viðbrögð frá stjórnvöldum Nefndin kynnti áætlunina fyrir ríkisstjórninni í síðustu viku sem hafi tekið vel í fyrirætlanirnar og verið sammála um að leggja kapp á að tryggja öryggi í Grindavík svo íbúar geti snúið aftur þangað. „Almennt góð viðbrögð við því og mætti stuðningi hjá stjórnvöldum líka sem er mikilvægt. Þannig að vonandi verður hægt að fara í þetta bara núna á næstu dögum.“ Ekki gæt að bíða endalaust Árni segir mikilvægt að hefja viðgerðir sem fyrst þrátt fyrir óvissu ástand á svæðinu á meðan landris heldur áfram og búist er við öðru eldgosi á næstu vikum eða mánuðum. „Ef við ætluðum að bíða eftir því að öllu þessu væri lokið þá gætum við þurft að bíða ansi lengi og þá sé rétt að fara í viðgerðir núna á því sem hægt er og reyna að opna bæinn meira og glæða hann meira lífi.“ Sex til níu mánuðir Verkefnið gæti tekið allt að sex til níu mánuði í heild sinni en Árni segir of snemmt til að segja til um hvenær fólk getur dvalið í Grindavík. „Hvort það verður hægt að opna hann algerlega án takmarkanna það er nú kannski ekki alveg víst hvort það verði alveg strax en eftir því sem þessum framkvæmdum vindur fram og öryggi í bænum eykst þá verður auðvitað hægt að opna hann meira og vonandi gerist það á næstu vikum.“ Grindavík Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, kveðst vilja tryggja flóttaleiðir með viðgerðum á götum og stígum. Störf nefndarinnar hafi gengið vel síðan að nefndin tók til starfa þann fyrsta júní. „Við erum búnir að kynna aðgerðaráætlun sem gengur út á það að ráðast í viðgerðir á götum í Grindavík og fylla upp í sprungur og loka sprungum af og líka girða af hættulega staði til að gera bæinn eins öruggan og hægt er.“ Góð viðbrögð frá stjórnvöldum Nefndin kynnti áætlunina fyrir ríkisstjórninni í síðustu viku sem hafi tekið vel í fyrirætlanirnar og verið sammála um að leggja kapp á að tryggja öryggi í Grindavík svo íbúar geti snúið aftur þangað. „Almennt góð viðbrögð við því og mætti stuðningi hjá stjórnvöldum líka sem er mikilvægt. Þannig að vonandi verður hægt að fara í þetta bara núna á næstu dögum.“ Ekki gæt að bíða endalaust Árni segir mikilvægt að hefja viðgerðir sem fyrst þrátt fyrir óvissu ástand á svæðinu á meðan landris heldur áfram og búist er við öðru eldgosi á næstu vikum eða mánuðum. „Ef við ætluðum að bíða eftir því að öllu þessu væri lokið þá gætum við þurft að bíða ansi lengi og þá sé rétt að fara í viðgerðir núna á því sem hægt er og reyna að opna bæinn meira og glæða hann meira lífi.“ Sex til níu mánuðir Verkefnið gæti tekið allt að sex til níu mánuði í heild sinni en Árni segir of snemmt til að segja til um hvenær fólk getur dvalið í Grindavík. „Hvort það verður hægt að opna hann algerlega án takmarkanna það er nú kannski ekki alveg víst hvort það verði alveg strax en eftir því sem þessum framkvæmdum vindur fram og öryggi í bænum eykst þá verður auðvitað hægt að opna hann meira og vonandi gerist það á næstu vikum.“
Grindavík Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira