Tónleikaferðalagið í vaskinn eftir ummæli um Trump Máni Snær Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 15:10 Kyle Gass og Jack Black sýna listir sínar á tónleikum í Þýskalandi árið 2019. Óvíst er hvenær þeir koma aftur saman fram á sviði. EPA/TIMM SCHAMBERGER Tónleikaferðalag tvíeykisins Tenacious D, sem samanstendur af þeim Jack Black og Kyle Gass, er á enda eftir að sá síðarnefndi gerði grín að banatilræðinu við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Á tónleikum hljómsveitarinnar í áströlsku borginni Sydney síðastliðinn sunnudag kom Jack Black á sviðið með afmælisköku fyrir Gass. Black sagði félaga sínum að óska sér og þá svaraði Gass með óskinni: „Ekki skjóta framhjá Trump næst.“ Þessi ummæli vöktu talsverða ólgu. Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Ralph Babet kallaði meira að segja eftir því að hljómsveitin yrði rekin úr landi á stundinni vegna ummælanna. Babet sagði að það að óska eftir öðru eins væri hræðilegt, ógeðslegt, og óásættanlegt. „Þetta var ekki brandari, honum var dauðans alvara þegar hann óskaði sér.“ Jack Black gaf í dag út yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að tónleikaferðalagi Tenacious D sé á enda. „Eftir að hafa hugsað ítarlega um málið þá finnst mér ekki lengur við hæfi að halda tónleikaferðalaginu áfram.“ Þá segir Black að öll plön tvíeykisins séu komin á ís. „Ég er þakklátur aðdáendum fyrir stuðning þeirra og skilning,“ segir hann svo að lokum. View this post on Instagram A post shared by Jack Black (@jackblack) Eftir það gaf Kyle Gass einnig út yfirlýsingu þar sem hann baðst innilegrar afsökunar á ummælunum. Þá sagði Gass að ummælin hafi verið spuni. Þau hafi alls ekki verið við hæfi, um hafi verið að ræða hættuleg og hræðileg mistök. „Það sem kom fyrir er harmleikur og mér þykir virkilega leitt að ég hafi gerst sekur um þennan mikla dómgreindarbrest.“ Ástralía Tónlist Donald Trump Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Á tónleikum hljómsveitarinnar í áströlsku borginni Sydney síðastliðinn sunnudag kom Jack Black á sviðið með afmælisköku fyrir Gass. Black sagði félaga sínum að óska sér og þá svaraði Gass með óskinni: „Ekki skjóta framhjá Trump næst.“ Þessi ummæli vöktu talsverða ólgu. Ástralski öldungadeildarþingmaðurinn Ralph Babet kallaði meira að segja eftir því að hljómsveitin yrði rekin úr landi á stundinni vegna ummælanna. Babet sagði að það að óska eftir öðru eins væri hræðilegt, ógeðslegt, og óásættanlegt. „Þetta var ekki brandari, honum var dauðans alvara þegar hann óskaði sér.“ Jack Black gaf í dag út yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kemur að tónleikaferðalagi Tenacious D sé á enda. „Eftir að hafa hugsað ítarlega um málið þá finnst mér ekki lengur við hæfi að halda tónleikaferðalaginu áfram.“ Þá segir Black að öll plön tvíeykisins séu komin á ís. „Ég er þakklátur aðdáendum fyrir stuðning þeirra og skilning,“ segir hann svo að lokum. View this post on Instagram A post shared by Jack Black (@jackblack) Eftir það gaf Kyle Gass einnig út yfirlýsingu þar sem hann baðst innilegrar afsökunar á ummælunum. Þá sagði Gass að ummælin hafi verið spuni. Þau hafi alls ekki verið við hæfi, um hafi verið að ræða hættuleg og hræðileg mistök. „Það sem kom fyrir er harmleikur og mér þykir virkilega leitt að ég hafi gerst sekur um þennan mikla dómgreindarbrest.“
Ástralía Tónlist Donald Trump Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira