FIFA hefur rannsókn á rasískum söngvum Argentínumanna Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2024 16:31 Skjáskot af myndbandi Enzo þar sem þeir argentínsku sungu rasíska söngva um hörunddökka leikmenn Frakka. Samsett/Skjáskot/Getty Í kjölfar kvörtunar franska knattspyrnusambandsins, FFF, hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hafið rannsókn á níðsöngvum leikmanna argentínska karlalandsliðsins í garð þess franska. Söngvar landsliðsmanna voru birtir af samfélagsmiðlum en þeir sátu saman í rútu eftir að hafa unnið Suður-Ameríkukeppnina, Copa América, á aðfaranótt mánudags. Enzo Fernández, leikmaður Chelsea, sýndi beint frá söngvunum á Instagram síðu sinni. Chelsea hefur einnig hafið rannsókn og sent frá sér yfirlýsingu þar sem hverskyns mismunun er fordæmd. Fernández sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöld á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann biðst afsökunar. Söngvunum var beint að hörunddökkum leikmönnum franska landsliðsins og vísað uppruna þeirra til Afríku – þeir væru í raun ekki franskir. Afsökunarbeiðnin sem Enzo Fernandez birti á Instagram í gærkvöld.Skjáskot/Instagram Frakkar og Argentínumenn hafa eldað saman grátt silfur á síðustu heimsmeistaramótum. Frakkar slógu Argentínumenn út á HM 2018 en þeir argentínsku unnu Frakka í úrslitum á HM í Katar. Fjölmargir franskir leikmenn hafa tekið illa í söngvana, þar á meðal samherjar Fernández hjá Chelsea sem hættu að fylgja honum á samfélagsmiðlum. Wesley Fofana fordæmdi liðsfélaga sinn á samfélagsmiðlinum X. FIFA greindi frá því í morgun að rannsókn væri hafin hjá sambandinu. „FIFA er meðvitað um myndskeið í dreifingu á samfélagsmiðlum og atvikið er til skoðunar,“ er haft eftir talsmanni FIFA. „FIFA fordæmir hverskyns mismunun, sama úr hvaða átt, hvort sem er frá leikmönnum, stuðningsmönnum eða starfsfólki.“ FIFA Copa América Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Söngvar landsliðsmanna voru birtir af samfélagsmiðlum en þeir sátu saman í rútu eftir að hafa unnið Suður-Ameríkukeppnina, Copa América, á aðfaranótt mánudags. Enzo Fernández, leikmaður Chelsea, sýndi beint frá söngvunum á Instagram síðu sinni. Chelsea hefur einnig hafið rannsókn og sent frá sér yfirlýsingu þar sem hverskyns mismunun er fordæmd. Fernández sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöld á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann biðst afsökunar. Söngvunum var beint að hörunddökkum leikmönnum franska landsliðsins og vísað uppruna þeirra til Afríku – þeir væru í raun ekki franskir. Afsökunarbeiðnin sem Enzo Fernandez birti á Instagram í gærkvöld.Skjáskot/Instagram Frakkar og Argentínumenn hafa eldað saman grátt silfur á síðustu heimsmeistaramótum. Frakkar slógu Argentínumenn út á HM 2018 en þeir argentínsku unnu Frakka í úrslitum á HM í Katar. Fjölmargir franskir leikmenn hafa tekið illa í söngvana, þar á meðal samherjar Fernández hjá Chelsea sem hættu að fylgja honum á samfélagsmiðlum. Wesley Fofana fordæmdi liðsfélaga sinn á samfélagsmiðlinum X. FIFA greindi frá því í morgun að rannsókn væri hafin hjá sambandinu. „FIFA er meðvitað um myndskeið í dreifingu á samfélagsmiðlum og atvikið er til skoðunar,“ er haft eftir talsmanni FIFA. „FIFA fordæmir hverskyns mismunun, sama úr hvaða átt, hvort sem er frá leikmönnum, stuðningsmönnum eða starfsfólki.“
FIFA Copa América Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn