Mahomes með skýr skilaboð: „Tími til að spila betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2024 07:01 Mahomes hefur fjórum sinnum spilað til úrslita í NFL og þrívegis farið með sigur af hólmi. Jamie Squire/Getty Images Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs hefur sent liðsfélögum sínum í sóknarlínu Chiefs skýr skilaboð fyrir komandi tímabil. Kansas City Chiefs hefur undanfarið tvö ár staðið uppi sem sigurvegari NFL-deildarinnar eftir frækna sigra í Ofurskálinni, úrslitaleik deildarinnar. Í sumar snerist allt um Travis Kelce, og kærustu hans Taylor Swift. Kelce var samningslaus en ákvað á endanum að framlengja við Chiefs og setja stefnuna á þriðja meistaratitilinn í röð. Kelce og Mahomes eru reynsluboltar liðsins, því má áætla að pressan sé mest á þeirra herðum á komandi tímabili. Mahomes ákvað því að tvínóna ekki við hlutina og koma sér beint að efninu þegar leikmenn liðsins sneru aftur til æfinga. „Tími til kominn til að verða betri. Þó svo við höfum sigrað í Ofurskálinni á síðustu leiktíð þá leið mér aldrei eins og við höfum spilað okkar besta leik, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Mahomes sem er á leið inn í sitt áttunda tímabil í deildinni, öll í búningi Chiefs. It's time for Patrick Mahomes and the Chiefs to begin the trek up the NFL mountain again in a quest for an historic three-peat.Kansas City's star QB has thrown down the proverbial gauntlet to himself — and his teammates.✍️ @ByNateTaylorhttps://t.co/XmYihlgAOi pic.twitter.com/lYcgvlyXh5— The Athletic (@TheAthletic) July 17, 2024 Mahomes vill að Chiefs verði það lið sem fái áhorfendur á fæti og eigi hverja stórbrotnu sóknina á fætur annarri. „Auðvitað var endir síðasta tímabils magnaður en ég held að mörgum okkar hafi fundist eins og við höfum ekki spilað fótboltann sem við viljum spila. Sóknarleikurinn var ekki nægilega skemmtilegur. Við erum að mestu með sama kjarna og ég veit hvernig þeim líður,“ sagði Mahomes að endingu. Ladies & gentlemen, WE’RE SO BACK. pic.twitter.com/V9CGKe1O0i— Kansas City Chiefs (@Chiefs) July 16, 2024 Það fer ekki á milli mála að vörn Chiefs vann titilinn á síðustu leiktíð en það er erfitt að kenna Mahomes um það. Hlauparar liðsins hlupu annað hvort rangar leiðir eða misstu sendingarnar frá Mahomes. Alls misstu hlauparar liðsins 25 sendingar sem þeir hefðu að öllum líkindum átt að grípa, fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna lið sem missti fleiri bolta. Fari svo að Chiefs takist að laga sóknarleikinn hjá sér má reikna með að Mahomes, Kelce og félagar fari langt ef ekki alla leið í vetur. NFL Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira
Kansas City Chiefs hefur undanfarið tvö ár staðið uppi sem sigurvegari NFL-deildarinnar eftir frækna sigra í Ofurskálinni, úrslitaleik deildarinnar. Í sumar snerist allt um Travis Kelce, og kærustu hans Taylor Swift. Kelce var samningslaus en ákvað á endanum að framlengja við Chiefs og setja stefnuna á þriðja meistaratitilinn í röð. Kelce og Mahomes eru reynsluboltar liðsins, því má áætla að pressan sé mest á þeirra herðum á komandi tímabili. Mahomes ákvað því að tvínóna ekki við hlutina og koma sér beint að efninu þegar leikmenn liðsins sneru aftur til æfinga. „Tími til kominn til að verða betri. Þó svo við höfum sigrað í Ofurskálinni á síðustu leiktíð þá leið mér aldrei eins og við höfum spilað okkar besta leik, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Mahomes sem er á leið inn í sitt áttunda tímabil í deildinni, öll í búningi Chiefs. It's time for Patrick Mahomes and the Chiefs to begin the trek up the NFL mountain again in a quest for an historic three-peat.Kansas City's star QB has thrown down the proverbial gauntlet to himself — and his teammates.✍️ @ByNateTaylorhttps://t.co/XmYihlgAOi pic.twitter.com/lYcgvlyXh5— The Athletic (@TheAthletic) July 17, 2024 Mahomes vill að Chiefs verði það lið sem fái áhorfendur á fæti og eigi hverja stórbrotnu sóknina á fætur annarri. „Auðvitað var endir síðasta tímabils magnaður en ég held að mörgum okkar hafi fundist eins og við höfum ekki spilað fótboltann sem við viljum spila. Sóknarleikurinn var ekki nægilega skemmtilegur. Við erum að mestu með sama kjarna og ég veit hvernig þeim líður,“ sagði Mahomes að endingu. Ladies & gentlemen, WE’RE SO BACK. pic.twitter.com/V9CGKe1O0i— Kansas City Chiefs (@Chiefs) July 16, 2024 Það fer ekki á milli mála að vörn Chiefs vann titilinn á síðustu leiktíð en það er erfitt að kenna Mahomes um það. Hlauparar liðsins hlupu annað hvort rangar leiðir eða misstu sendingarnar frá Mahomes. Alls misstu hlauparar liðsins 25 sendingar sem þeir hefðu að öllum líkindum átt að grípa, fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna lið sem missti fleiri bolta. Fari svo að Chiefs takist að laga sóknarleikinn hjá sér má reikna með að Mahomes, Kelce og félagar fari langt ef ekki alla leið í vetur.
NFL Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sjá meira