Bronny átti loksins góðan leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2024 10:31 Bronny James skoraði tólf stig í sigri Los Angels Lakers á Atlanta Hawks í nótt. getty/Candice Ward Eftir að hafa átt mjög erfitt uppdráttar í fyrstu leikjum sínum fyrir Los Angeles Lakers spilaði Bronny James vel þegar liðið vann Atlanta Hawks, 87-86, í sumardeild NBA. Lakers valdi Bronny með 55. valrétti í nýliðavali NBA. Hann er sem kunnugt er sonur LeBrons James, leikmanns Lakers. Illa gekk hjá Bronny í fyrstu fjórum leikjum hans í sumardeildinni. Í þeim var hann aðeins með 4,3 stig að meðaltali, 22,6 prósent skotnýtingu og klikkaði á öllum fimmtán þriggja stiga skotum sínum. Betur gekk hjá Bronny í fimmta leiknum, gegn Atlanta í nótt. Hann skoraði tólf stig, hitti úr fimm af ellefu skotum sínum og tvö af fimm þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. „Mér finnst eins og ég viti hver rétta leiðin til að spila sé. Ef ég spila minn leik í hverjum einasta leik verður niðurstaðan svona,“ sagði Bronny eftir leikinn. Hann þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn undanfarna daga. Faðir hans er nú með bandaríska landsliðinu í Miðausturlöndum þar sem það undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana en hann fylgist að sjálfsögðu með stráknum. „Bara vera ákveðinn. Jafnvel þótt ég hafi ekki verið að hitta verð ég að vera ákveðinn,“ sagði Bronny aðspurður hvaða ráð pabbi gamli hefði gefið honum til að sigrast á mótlætinu. Frakkinn Zaccharie Risacher, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, lék ekki með Atlanta í nótt. Sömu sögu var að segja af Dalton Knecht sem Lakers valdi í fyrri umferð nýliðavalsins. NBA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Lakers valdi Bronny með 55. valrétti í nýliðavali NBA. Hann er sem kunnugt er sonur LeBrons James, leikmanns Lakers. Illa gekk hjá Bronny í fyrstu fjórum leikjum hans í sumardeildinni. Í þeim var hann aðeins með 4,3 stig að meðaltali, 22,6 prósent skotnýtingu og klikkaði á öllum fimmtán þriggja stiga skotum sínum. Betur gekk hjá Bronny í fimmta leiknum, gegn Atlanta í nótt. Hann skoraði tólf stig, hitti úr fimm af ellefu skotum sínum og tvö af fimm þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið. „Mér finnst eins og ég viti hver rétta leiðin til að spila sé. Ef ég spila minn leik í hverjum einasta leik verður niðurstaðan svona,“ sagði Bronny eftir leikinn. Hann þakkaði fjölskyldu sinni fyrir stuðninginn undanfarna daga. Faðir hans er nú með bandaríska landsliðinu í Miðausturlöndum þar sem það undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana en hann fylgist að sjálfsögðu með stráknum. „Bara vera ákveðinn. Jafnvel þótt ég hafi ekki verið að hitta verð ég að vera ákveðinn,“ sagði Bronny aðspurður hvaða ráð pabbi gamli hefði gefið honum til að sigrast á mótlætinu. Frakkinn Zaccharie Risacher, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu, lék ekki með Atlanta í nótt. Sömu sögu var að segja af Dalton Knecht sem Lakers valdi í fyrri umferð nýliðavalsins.
NBA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira