1,4 milljarða sparnaður af uppsögnum 140 starfsmanna í maí og júní Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 08:28 Lausafé nam 64,8 milljörðum króna í lok annars ársfjórðungs. Vísir/Vilhelm Icelandair skilaði 86 milljón króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi og var EBIT afkoma félagsins 457 milljónir. Einingakostnaður lækkaði um 2,4 prósent þrátt fyrir verðbólgu, sem má rekja til endurnýjunar flotans, aðhalds og aukinnar skilvirni í rekstri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að hagræðingaraðgerðir í maí og júní muni skila um 1,4 milljarða króna sparnaði á ársgrundvelli en greint var frá uppsögn 82 starfsmanna í maí og 57 flugmanna í júní. Í tilkynningunni segir einnig að 482 milljóna jákvæður viðsnúningur hafi orðið í fraktstarfsemi. Fjöldi farþega var 1,2 milljónir en einingatekjur drógust saman vegna minni eftirspurnar eftir flugferðum til Íslands og harðnandi samkeppni á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Flug var hafið til þriggja nýrra áfangastaða; Pittburgh, Halifax og Þórshafnar í Færeyjum og þá var Icelandair í fyrsta sæti á lista Cirium yfir stundvísustu flugfélög Evrópu í júní. „Flugreksturinn gengur vel, stundvísi hefur verið framúrskarandi fimm mánuði í röð og vorum við útnefnd stundvísasta flugfélag í Evrópu í júní. Það er mjög ánægjulegt að sjá að áhersla á aukna skilvirkni í rekstrinum er þegar farin að skila sér og endurspeglast í lækkun einingakostnaðar á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir háa verðbólgu og kostnaðarhækkanir,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Eftirspurn á ferðamannamarkaðnum til Íslands sé ekki eins sterk og á síðasta ári en vel hafi gengið að nýta sveigjanleika leiðarkerfisins. Fjölmörg hagræðingarverkefni séu í vinnslu og þá sé unnið að því að styrkja tekjugrunn félagsins, til að mynda með samstarfssamningum við Emirates og TAP í Portúgal. „Við sjáum mikil tækifæri á næstu misserum og má þar nefna stækkun leiðakerfisins með nýjum, langdrægari flugvélum sem verða grunnurinn að áframhaldandi þróun Íslands sem ferðamannalands og tengimiðstöðvar milli Evrópu og Norður Ameríku. Þrátt fyrir tímabundnar sveiflur á milli ára hef ég fulla trú á tækifærum Íslands sem áfangastaðar og ekki síður því tengimódeli sem við höfum byggt hér upp síðustu áratugi. Markaðurinn til Íslands er þegar farinn að sýna jákvæð merki og við teljum að hann muni jafna sig á næstu misserum ef haldið er rétt á spilunum. Rekstraráherslur okkar munu gera okkur samkeppnishæfari, afkastameiri og skilvirkari, sem til viðbótar við mjög sterka lausafjárstöðu gerir okkur vel í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og ná árangri til framtíðar.“ Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að hagræðingaraðgerðir í maí og júní muni skila um 1,4 milljarða króna sparnaði á ársgrundvelli en greint var frá uppsögn 82 starfsmanna í maí og 57 flugmanna í júní. Í tilkynningunni segir einnig að 482 milljóna jákvæður viðsnúningur hafi orðið í fraktstarfsemi. Fjöldi farþega var 1,2 milljónir en einingatekjur drógust saman vegna minni eftirspurnar eftir flugferðum til Íslands og harðnandi samkeppni á Norður-Atlantshafsmarkaðnum. Flug var hafið til þriggja nýrra áfangastaða; Pittburgh, Halifax og Þórshafnar í Færeyjum og þá var Icelandair í fyrsta sæti á lista Cirium yfir stundvísustu flugfélög Evrópu í júní. „Flugreksturinn gengur vel, stundvísi hefur verið framúrskarandi fimm mánuði í röð og vorum við útnefnd stundvísasta flugfélag í Evrópu í júní. Það er mjög ánægjulegt að sjá að áhersla á aukna skilvirkni í rekstrinum er þegar farin að skila sér og endurspeglast í lækkun einingakostnaðar á öðrum ársfjórðungi, þrátt fyrir háa verðbólgu og kostnaðarhækkanir,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Eftirspurn á ferðamannamarkaðnum til Íslands sé ekki eins sterk og á síðasta ári en vel hafi gengið að nýta sveigjanleika leiðarkerfisins. Fjölmörg hagræðingarverkefni séu í vinnslu og þá sé unnið að því að styrkja tekjugrunn félagsins, til að mynda með samstarfssamningum við Emirates og TAP í Portúgal. „Við sjáum mikil tækifæri á næstu misserum og má þar nefna stækkun leiðakerfisins með nýjum, langdrægari flugvélum sem verða grunnurinn að áframhaldandi þróun Íslands sem ferðamannalands og tengimiðstöðvar milli Evrópu og Norður Ameríku. Þrátt fyrir tímabundnar sveiflur á milli ára hef ég fulla trú á tækifærum Íslands sem áfangastaðar og ekki síður því tengimódeli sem við höfum byggt hér upp síðustu áratugi. Markaðurinn til Íslands er þegar farinn að sýna jákvæð merki og við teljum að hann muni jafna sig á næstu misserum ef haldið er rétt á spilunum. Rekstraráherslur okkar munu gera okkur samkeppnishæfari, afkastameiri og skilvirkari, sem til viðbótar við mjög sterka lausafjárstöðu gerir okkur vel í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem framundan eru og ná árangri til framtíðar.“
Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent