Hafnar rannsókn og segist fyrst vilja sigra Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 10:32 Það þarf varla að koma á óvart að Netanyahu vill fyrst hafa sigur í stríðinu við Hamas áður en ráðist verður í rannsókn á mistökum yfirvalda. AP/Ohad Zwigenberg Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur hafnað áköllum eftir sjálfstæðri rannsókn á því hvernig árásir Hamas 7. október síðastliðinn gátu átt sér stað. Forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans hafa sætt harðri gagnrýni vegna þeirra öryggisbresta sem komu í ljós í árásinni, þar sem næstum 1.200 voru myrtir og um 250 teknir í gíslingu. „Fyrst vil ég sigra Hamas,“ sagði Netanyahu á ísraelska þinginu í gær. Talsmaður hans sagði forsætisráðherrann ekki freista þess að koma sér undan rannsókn heldur þyrftu stjórnvöld núna að einbeita sér að því að hafa sigur í yfirstandandi átökum. „Það sem fólk vill að við gerum núna er ekki að ráðast í dramatíska innri rannsókn á meðan gíslar eru enn í haldi og á meðan hermenn hafa kvatt daglegt líf til að verja landið sitt. Að sjálfsögðu verður málið rannsakað en núna erum við að einblína á að hafa sigur í þessu stríði,“ hefur Guardian eftir talsmanninum. Sundrung virðist meðal ráðamanna hvað þetta varðar en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir því í síðustu viku að sett yrði á fót nefnd til að rannsaka árásina 7. október. Allt þyrfti að vera undir; ráðamenn, herinn, öryggisyfirvöld. Myndskeið birtist í síðustu viku af fundi Netanyahu með fjölskyldum látnu þar sem forsætisráðherrann neitaði að biðjast afsökunar á þeim mistökum sem urðu til þess að árásarmönnunum tókst ætlunarverk sitt. Þá virtist hann hissa þegar fjölskyldurnar lýstu því að hermenn við eftirlit í Nahal Oz hefðu varað hefði verið við árásunum. Hershöfðinginn Aharon Haliva, yfirmaður leyniþjónustu hersins, sagði af sér vegna málsins í apríl og í síðustu viku sagði háttsettur embættismaður öryggiststofnunarinnar Shin Bet einnig af sér. Hann hefur ekki verið nefndur á nafn en aðeins nefndur „Aleph“, sem er fyrsti stafur hebreska stafrófsins. Kallað hefur verið eftir afsögn Netanyahu í fjölmennum mótmælum en ólíklegt verður að teljast að forsætisráðherrann svari kallinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans hafa sætt harðri gagnrýni vegna þeirra öryggisbresta sem komu í ljós í árásinni, þar sem næstum 1.200 voru myrtir og um 250 teknir í gíslingu. „Fyrst vil ég sigra Hamas,“ sagði Netanyahu á ísraelska þinginu í gær. Talsmaður hans sagði forsætisráðherrann ekki freista þess að koma sér undan rannsókn heldur þyrftu stjórnvöld núna að einbeita sér að því að hafa sigur í yfirstandandi átökum. „Það sem fólk vill að við gerum núna er ekki að ráðast í dramatíska innri rannsókn á meðan gíslar eru enn í haldi og á meðan hermenn hafa kvatt daglegt líf til að verja landið sitt. Að sjálfsögðu verður málið rannsakað en núna erum við að einblína á að hafa sigur í þessu stríði,“ hefur Guardian eftir talsmanninum. Sundrung virðist meðal ráðamanna hvað þetta varðar en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant kallaði eftir því í síðustu viku að sett yrði á fót nefnd til að rannsaka árásina 7. október. Allt þyrfti að vera undir; ráðamenn, herinn, öryggisyfirvöld. Myndskeið birtist í síðustu viku af fundi Netanyahu með fjölskyldum látnu þar sem forsætisráðherrann neitaði að biðjast afsökunar á þeim mistökum sem urðu til þess að árásarmönnunum tókst ætlunarverk sitt. Þá virtist hann hissa þegar fjölskyldurnar lýstu því að hermenn við eftirlit í Nahal Oz hefðu varað hefði verið við árásunum. Hershöfðinginn Aharon Haliva, yfirmaður leyniþjónustu hersins, sagði af sér vegna málsins í apríl og í síðustu viku sagði háttsettur embættismaður öryggiststofnunarinnar Shin Bet einnig af sér. Hann hefur ekki verið nefndur á nafn en aðeins nefndur „Aleph“, sem er fyrsti stafur hebreska stafrófsins. Kallað hefur verið eftir afsögn Netanyahu í fjölmennum mótmælum en ólíklegt verður að teljast að forsætisráðherrann svari kallinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira