Fréttir

Þrýstingur á Biden og leigu­verð á hraðri upp­leið

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Aukinn þrýstingur er á Joe Biden um að draga forsetaframboð sitt til baka og hátt settir demókratar láta nú í sér heyra. Á sama tíma er Trump á siglingu í könnunum og varaforsetaefni hans ávarpaði landsþing repúblikana í gær við dynjandi lófatak. Fjallað verður um stjórnmálin vestanhafs í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þá verður sagt frá breytingum á matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands þannig að Íslendingar verða boðaðir á sérstökum dögum og útlendingar á öðrum, eftir ítrekuð tilvik þar sem útlendingar höfðu uppi ógnandi hegðun, að sögn formanns Fjölskylduhjálpar. Hún hafnar ásökunum um rasisma og segir ráðstöfunina það eina í stöðunni. 

Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Áttatíu og eitt prósent voru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á lokaári hans í embætti. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu, sem nánar verður fjallað um í hádegisfréttum, og stofnandi heimildarmyndahátíðarinnar IceDocs sem fer fram um helgina segir ekkert annað að gera við veðurfarinu en að drífa sig á Akranes og ylja sér inn í Bíóhöllinni. 

Þéttur hádegispakki á Bylgjunni á slaginu tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 18. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×