Segir stöðuna auka líkur á að kjarasamningum verði sagt upp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júlí 2024 13:10 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Arnar Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 2,5 prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs hækkað um 13 prósent frá því í júní í fyrra. Á sama tíma mældist verðbólga 5,8 prósent og íbúðaverð hækkaði um 9,1 prósent. Þannig hefur leiguverð á síðastliðnu ári hækkað nokkuð umfram bæði almennt verðlag og hækkun íbúðaverðs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina því miður ekki koma á óvart. „Þetta er auðvitað þróun sem að er fyrirsjáanleg og ég hef bent á þetta í mjög langan tíma að það sem vofir yfir leigumarkaðnum er ákveðin snjóhengja sem að er brostin,“ segir Ragnar. Hann telur ljóst að nú sé markaðurinn farinn að fylgja þeim félögum sem hafi leitt „gríðarlega miklar og ósanngjarnar hækkanir“ á síðustu árum. „Þetta í rauninni endurspeglar í rauninni vandann og það hrikalega ástand sem fólk á leigumarkaði býr við. Þar sem að öll sú framfærsluaukning og kaupmáttaraukning sem við erum að semja um í kjarasamningum hún er fokin út um gluggann nánast einhverjum vikum eða mánuðum seinna og gott betur,“ segir Ragnar. Hann segir stöðuna á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig vera forsendubrest nýgerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sú staða sem uppi er auki líkur á því „til mikilla muna“ að þeim verði sagt upp þegar til endurskoðunar kemur á næsta ári. Ragnar vill meina að einnig sé við ríki og sveitarfélög að sakast, en hann er jafnframt stjórnarformaður óhagnaðardrifna íbúðafélagsins Bjargs. Brask með lóðir ýti verði upp „Við höfum ekki þurft að hækka leiguna. Við höfum verið með svona um það bil tvö til þrjú hundruð íbúðir í byggingu á hverjum tíma en nú erum við með um sjötíu íbúðir í byggingu og það endurspeglar í rauninni grundvallarvandann, það er bara lóðaskortur. Við fáum ekki lóðir til að byggja hagkvæmt, þær fara bara á markað, þær eru seldar bröskurum og hæstbjóðendum og einhverjum byggingarþróunarfélögum sem eru ekkert að fara að byggja,“ segir Ragnar. Hann kveðst vita um mýmörg dæmi þess að byggingarlóðir á þéttingarreitum hafi gengið kaupum og sölu og skipt um eigendur sem ýti verðinu upp. „Ef við tökum til dæmis Höfðabakkann sem var seldur nýlega, byggingarreitur þar, það voru yfir þrír milljarðar sem bættust við á verðmiðann á milli eigendaskipta og það er ekki farin skófla ofan í jörðu,“ segir Ragnar. Þetta sé vandamál og því verði að setja skorður. „Sveitarfélögin þau horfa á þetta sem tekjustofn og selja hæstbjóðendum án þess að það séu sýnilega settar miklar kvaðir á það að þeir sem fá úthlutað raunverulega byggi á lóðunum. Í dag er þetta þannig að verktakarnir þeir stjórna algjörlega þessum markaði.“ Þá sakar Ragnar stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, fyrir skort á hugrekki til að setja skorður á skammtímaleigu til ferðamanna. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að kólnun í ferðaþjónustu gæti dregið úr skorti á framboði. Hins vegar ríki áfram ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði. Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leigumarkaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 2,5 prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs hækkað um 13 prósent frá því í júní í fyrra. Á sama tíma mældist verðbólga 5,8 prósent og íbúðaverð hækkaði um 9,1 prósent. Þannig hefur leiguverð á síðastliðnu ári hækkað nokkuð umfram bæði almennt verðlag og hækkun íbúðaverðs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina því miður ekki koma á óvart. „Þetta er auðvitað þróun sem að er fyrirsjáanleg og ég hef bent á þetta í mjög langan tíma að það sem vofir yfir leigumarkaðnum er ákveðin snjóhengja sem að er brostin,“ segir Ragnar. Hann telur ljóst að nú sé markaðurinn farinn að fylgja þeim félögum sem hafi leitt „gríðarlega miklar og ósanngjarnar hækkanir“ á síðustu árum. „Þetta í rauninni endurspeglar í rauninni vandann og það hrikalega ástand sem fólk á leigumarkaði býr við. Þar sem að öll sú framfærsluaukning og kaupmáttaraukning sem við erum að semja um í kjarasamningum hún er fokin út um gluggann nánast einhverjum vikum eða mánuðum seinna og gott betur,“ segir Ragnar. Hann segir stöðuna á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig vera forsendubrest nýgerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sú staða sem uppi er auki líkur á því „til mikilla muna“ að þeim verði sagt upp þegar til endurskoðunar kemur á næsta ári. Ragnar vill meina að einnig sé við ríki og sveitarfélög að sakast, en hann er jafnframt stjórnarformaður óhagnaðardrifna íbúðafélagsins Bjargs. Brask með lóðir ýti verði upp „Við höfum ekki þurft að hækka leiguna. Við höfum verið með svona um það bil tvö til þrjú hundruð íbúðir í byggingu á hverjum tíma en nú erum við með um sjötíu íbúðir í byggingu og það endurspeglar í rauninni grundvallarvandann, það er bara lóðaskortur. Við fáum ekki lóðir til að byggja hagkvæmt, þær fara bara á markað, þær eru seldar bröskurum og hæstbjóðendum og einhverjum byggingarþróunarfélögum sem eru ekkert að fara að byggja,“ segir Ragnar. Hann kveðst vita um mýmörg dæmi þess að byggingarlóðir á þéttingarreitum hafi gengið kaupum og sölu og skipt um eigendur sem ýti verðinu upp. „Ef við tökum til dæmis Höfðabakkann sem var seldur nýlega, byggingarreitur þar, það voru yfir þrír milljarðar sem bættust við á verðmiðann á milli eigendaskipta og það er ekki farin skófla ofan í jörðu,“ segir Ragnar. Þetta sé vandamál og því verði að setja skorður. „Sveitarfélögin þau horfa á þetta sem tekjustofn og selja hæstbjóðendum án þess að það séu sýnilega settar miklar kvaðir á það að þeir sem fá úthlutað raunverulega byggi á lóðunum. Í dag er þetta þannig að verktakarnir þeir stjórna algjörlega þessum markaði.“ Þá sakar Ragnar stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, fyrir skort á hugrekki til að setja skorður á skammtímaleigu til ferðamanna. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að kólnun í ferðaþjónustu gæti dregið úr skorti á framboði. Hins vegar ríki áfram ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði.
Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leigumarkaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira