Þrettán af sextán fengu matareitrun: „Leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júlí 2024 08:00 Ólafur Jónas hefur aldrei lent í öðru eins á sínum þjálfaraferli. vísir/sigurjón Íslenska undir 20 ára landslið kvenna í körfubolta er komið heim eftir góða ferð til Búlgaríu þar sem liðið náði sínum besta árangri í sögunni. Matareitrun setti aftur á móti svip sinn á ferðina. Íslenska liðið komst í undanúrslit í b-deild Evrópukeppninnar en lenti því miður í því að leikmenn veiktust á lokakaflanum. Matareitrun kom upp á svæðinu en liðin lentu mismunandi illa í henni og leikmenn íslenska liðsins sluppu ekki. Liðið lék um þriðja sætið í keppninni en tapaði leiknum gegn Tékkum og höfnuðu þær því í fjórða sætinu sem er besti árangur liðsins frá upphafi. „Þetta eru alveg einstakar stelpur í þessu liði og teymið var hrikalega flott. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur og ánægður með árangurinn en maður hefði viljað spila við Belgana og Tékkana með fullfrískt lið,“ segir Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari liðsins í Sportpakkanum í gærkvöldi. Íslenski hópurinn var 16 manna í heildina. 13 einstaklingar fengu matareitrun í ferðinni og hafði það mikil áhrif á liðið. „Þær veikjast mismikið að sjálfsögðu en þetta náði í rassgatið á nánast öllum. Þetta var frekar óhugnanlegt þegar maður fór að sjá leikmenn líða út af á eldhúsgólfinu og bara frekar óþægileg sjón að upplifa,“ segir Ólafur og heldur áfram. Náfölar og sveittar „Þetta gerist bara allt í einu. Ég er í göngutúr með Sædísi sjúkraþjálfara og við skruppum út í búð og þegar við komum til baka sjáum við leikmenn úr öðrum liðum alveg náfölar, kófsveittar og það var þjálfari sem við sáum halda á einum leikmanni og hlaupa með hana út í einhvern fólksbíl. Við vorum ekki alveg að átta okkur á því hvað væri í gangi þarna en það voru samt tveir leikmenn hjá okkur orðnir veikir þarna. Það var í raun bara panik ástand þarna. Manni leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna.“ Hann segir að kjölfarið hafi ástandið orðið eins og domino og hver á fætur öðrum hafi veikst. Einn leikmaður íslenska liðsins var lögð inn á sjúkrahús í kjölfarið. „Hún þurfti að fá næringu í æð sem er ótrúlega óþægilegt. Þetta er átján ára stelpa sem var send á sjúkrahús. Sem betur fer máttu Sædís fara með henni en svo var Sædís bara rekin heim og mátti ekki vera þarna lengur. Hún þurfti að vera ein á spítala þarna í Búlgaríu sem er ekkert rosalega traustvekjandi. Ekkert þráðlaust net og enginn talaði ensku. En sem betur fer voru fleiri leikmenn þarna og þær gátu talað saman sín á milli.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólaf. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Íslenska liðið komst í undanúrslit í b-deild Evrópukeppninnar en lenti því miður í því að leikmenn veiktust á lokakaflanum. Matareitrun kom upp á svæðinu en liðin lentu mismunandi illa í henni og leikmenn íslenska liðsins sluppu ekki. Liðið lék um þriðja sætið í keppninni en tapaði leiknum gegn Tékkum og höfnuðu þær því í fjórða sætinu sem er besti árangur liðsins frá upphafi. „Þetta eru alveg einstakar stelpur í þessu liði og teymið var hrikalega flott. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur og ánægður með árangurinn en maður hefði viljað spila við Belgana og Tékkana með fullfrískt lið,“ segir Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari liðsins í Sportpakkanum í gærkvöldi. Íslenski hópurinn var 16 manna í heildina. 13 einstaklingar fengu matareitrun í ferðinni og hafði það mikil áhrif á liðið. „Þær veikjast mismikið að sjálfsögðu en þetta náði í rassgatið á nánast öllum. Þetta var frekar óhugnanlegt þegar maður fór að sjá leikmenn líða út af á eldhúsgólfinu og bara frekar óþægileg sjón að upplifa,“ segir Ólafur og heldur áfram. Náfölar og sveittar „Þetta gerist bara allt í einu. Ég er í göngutúr með Sædísi sjúkraþjálfara og við skruppum út í búð og þegar við komum til baka sjáum við leikmenn úr öðrum liðum alveg náfölar, kófsveittar og það var þjálfari sem við sáum halda á einum leikmanni og hlaupa með hana út í einhvern fólksbíl. Við vorum ekki alveg að átta okkur á því hvað væri í gangi þarna en það voru samt tveir leikmenn hjá okkur orðnir veikir þarna. Það var í raun bara panik ástand þarna. Manni leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna.“ Hann segir að kjölfarið hafi ástandið orðið eins og domino og hver á fætur öðrum hafi veikst. Einn leikmaður íslenska liðsins var lögð inn á sjúkrahús í kjölfarið. „Hún þurfti að fá næringu í æð sem er ótrúlega óþægilegt. Þetta er átján ára stelpa sem var send á sjúkrahús. Sem betur fer máttu Sædís fara með henni en svo var Sædís bara rekin heim og mátti ekki vera þarna lengur. Hún þurfti að vera ein á spítala þarna í Búlgaríu sem er ekkert rosalega traustvekjandi. Ekkert þráðlaust net og enginn talaði ensku. En sem betur fer voru fleiri leikmenn þarna og þær gátu talað saman sín á milli.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólaf.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira