Bretar hefja aftur greiðslur til UNRWA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 11:57 Linnulausar árásir hafa brotið niður innviði og samfélagið á Gasa, þar sem fjöldi fólks berst við að eiga í sig og á. AP/Abdel Kareem Hana Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að hefja aftur greiðslu fjárframlaga til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA). Utanríkisráðherrann David Lammy greindi frá þessu á þinginu í dag og sagðist fullviss um að stofnunin hefði tekið skref til að tryggja fullkomið hlutleysi. Sagði hann framlag Breta munu nema 21 milljón punda. Nokkur ríki tilkynntu að þau myndu frysta tímabundið greiðslur til UNRWA eftir áskanir Ísraels þess efnis að um tugur starfsmanna stofnunarinnar hefðu átt aðild að árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna þann 7. október síðastliðinn. Bandaríkin eru nú eina ríkið sem situr enn á hliðarlínunni. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að stjórnleysi ríki nú á Gasa, þar sem búið sé að rústa öllum innviðum sem héldu samfélaginu og daglegu lífi í skorðum. Lögregla og hjálparstarfsmenn hafi verið myrtir og hjálpargögnum rænt. Jeremy Laurence, talsmaður Mannréttindaskrifstofu SÞ, segir ástandið fyrirsjáanlega hafa leitt til hnignunar, þar sem menn berjist við hvorn annan til að halda lífi og samfélögum sé sundrað. Þá hefur verið greint frá því að veiran sem veldur mænusótt hafi greinst í frárennslisvatni á Gasa og þúsundir eigi hættu á að smitast. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bretland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Utanríkisráðherrann David Lammy greindi frá þessu á þinginu í dag og sagðist fullviss um að stofnunin hefði tekið skref til að tryggja fullkomið hlutleysi. Sagði hann framlag Breta munu nema 21 milljón punda. Nokkur ríki tilkynntu að þau myndu frysta tímabundið greiðslur til UNRWA eftir áskanir Ísraels þess efnis að um tugur starfsmanna stofnunarinnar hefðu átt aðild að árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna þann 7. október síðastliðinn. Bandaríkin eru nú eina ríkið sem situr enn á hliðarlínunni. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að stjórnleysi ríki nú á Gasa, þar sem búið sé að rústa öllum innviðum sem héldu samfélaginu og daglegu lífi í skorðum. Lögregla og hjálparstarfsmenn hafi verið myrtir og hjálpargögnum rænt. Jeremy Laurence, talsmaður Mannréttindaskrifstofu SÞ, segir ástandið fyrirsjáanlega hafa leitt til hnignunar, þar sem menn berjist við hvorn annan til að halda lífi og samfélögum sé sundrað. Þá hefur verið greint frá því að veiran sem veldur mænusótt hafi greinst í frárennslisvatni á Gasa og þúsundir eigi hættu á að smitast.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bretland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira