Innlent

Vega­gerð, veð­mála­starf­semi og kosningar vestan­hafs

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag. Vegagerð, húsnæðismarkaður, veðmálastarfsemi og forsetakosningar vestanhafs verða í brennidepli.

Dagskráin er eftirfarandi: 

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, ræðir stöðu vegaframkvæmda og fyrirsjáanlegar tafir á þeim.

Ágúst Bjarni Garðarsson alþingismaður og Sigurður Stefánsson framkvæmdastjóri Aflvaka ræða húsnæðismarkaðinn.

Lárus Blöndal, forseti Íþrótta og ólympíusambands Íslands, ræðir veðmál, lögleg og ólögleg.

Erlingur Erlingsson, hernaðarsagnfræðingur, ræðir stöðu forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×