Glæsilegt biblíusafn í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2024 16:04 Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja, sem er að sjálfsögðu að rifna úr monti yfir glæsilegu biblíusafni safnsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eitt merkilegasta biblíusafn landsins er varðveitt vel og vandlega í eldtraustri geymslu í Vestmannaeyjum en mun þó líta dagsins ljós fyrir almenning í haust. Safnið er geymt vel og vandlega í húsnæði Safnahús Vestmannaeyjum og tilheyrir bókasafni bæjarins. Hér er Kári forstöðumaður safnsins á leið í læstu bíblíugeymsluna í kjallara safnsins til að sýna gersemarnar en bækurnar eru í eldtraustri geymslu. Biblíurnar eru gjöf frá Ágústi Einarssyni, fyrrverandi prófessor og rektor við Bifröst, sem hann gaf safninu til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson, eða Einar ríka eins og hann var oftast kallaður. „Við eigum með þessari gjöf allar bíblíuútgáfurnar, hverja einustu biblíu, allar þessar tíu, sem hafa komið út. Og hér er fyrsta biblían, Guðbrandsbiblía frá 1584 en eintakið átti Jón Helgason, biskup,” segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja og bætir við. „Og það er sérstakt við hana að hún er bundin inn, sem tvær bækur. Yfirleitt er Guðbrandsbiblía bundin inn, sem ein bók en hérna er hún skorin þannig að Spámannabækurnar og Nýja testamentið fara saman í bindi tvö.” Kári er líka með Þorláksbiblíu frá 1644 upp í hillu og Steinsbiblíu frá 1728 og svo er á safninu merkileg biblía, sem er sú fyrsta, sem var ekki gefin út á Íslandi heldur í Kaupmannahöfn, Væsenhús biblían. „En allar þessar biblíur, þessar fjórar eiga það sameiginlegt að þær eru fágæti,” segir Kári. Biblíurnar eru mjög heillegar og líta virkilega vel út miðað við aldur og fyrri störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir mikið listaverk að sjá hvernig biblíurnar hafa verið bundnar inn og hvað þær eru allar heillegar. „Þetta er algjörlega stálheilt, þetta er alveg fullkomið eintak og þetta er svo bundið inn með fullkomnum hætti líka.” Og Kári segir að almenningur muni geta skoðað allar biblíurnar í sérstöku rými, sem er verið að gera klárt í Safnahúsinu en það verður vonandi klárt í lok sumars eða í haust. En er hægt að meta til dæmis í peningum verðmæti biblíusafnsins? „Verðmæti í mínum huga þegar ég horfi á þessar bækur, þá eru verðmætin þessi ótrúlegi menningararfur, sem hér er fólgin, ég sé ekki önnur verðmæti. Þá er það líka nú þannig að þær hafa lifað nákvæmlega vegna þess að þjóðinni þótti vænt um þetta, annars hefði þetta bara horfið,” segir Kári. Nú er verið að gera svæði klárt í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem allar biblíurnar verða til sýnis fyrir almenning, vonandi í lok sumars eða haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Trúmál Þjóðkirkjan Söfn Menning Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Safnið er geymt vel og vandlega í húsnæði Safnahús Vestmannaeyjum og tilheyrir bókasafni bæjarins. Hér er Kári forstöðumaður safnsins á leið í læstu bíblíugeymsluna í kjallara safnsins til að sýna gersemarnar en bækurnar eru í eldtraustri geymslu. Biblíurnar eru gjöf frá Ágústi Einarssyni, fyrrverandi prófessor og rektor við Bifröst, sem hann gaf safninu til minningar um föður sinn, Einar Sigurðsson, eða Einar ríka eins og hann var oftast kallaður. „Við eigum með þessari gjöf allar bíblíuútgáfurnar, hverja einustu biblíu, allar þessar tíu, sem hafa komið út. Og hér er fyrsta biblían, Guðbrandsbiblía frá 1584 en eintakið átti Jón Helgason, biskup,” segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja og bætir við. „Og það er sérstakt við hana að hún er bundin inn, sem tvær bækur. Yfirleitt er Guðbrandsbiblía bundin inn, sem ein bók en hérna er hún skorin þannig að Spámannabækurnar og Nýja testamentið fara saman í bindi tvö.” Kári er líka með Þorláksbiblíu frá 1644 upp í hillu og Steinsbiblíu frá 1728 og svo er á safninu merkileg biblía, sem er sú fyrsta, sem var ekki gefin út á Íslandi heldur í Kaupmannahöfn, Væsenhús biblían. „En allar þessar biblíur, þessar fjórar eiga það sameiginlegt að þær eru fágæti,” segir Kári. Biblíurnar eru mjög heillegar og líta virkilega vel út miðað við aldur og fyrri störf.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kári segir mikið listaverk að sjá hvernig biblíurnar hafa verið bundnar inn og hvað þær eru allar heillegar. „Þetta er algjörlega stálheilt, þetta er alveg fullkomið eintak og þetta er svo bundið inn með fullkomnum hætti líka.” Og Kári segir að almenningur muni geta skoðað allar biblíurnar í sérstöku rými, sem er verið að gera klárt í Safnahúsinu en það verður vonandi klárt í lok sumars eða í haust. En er hægt að meta til dæmis í peningum verðmæti biblíusafnsins? „Verðmæti í mínum huga þegar ég horfi á þessar bækur, þá eru verðmætin þessi ótrúlegi menningararfur, sem hér er fólgin, ég sé ekki önnur verðmæti. Þá er það líka nú þannig að þær hafa lifað nákvæmlega vegna þess að þjóðinni þótti vænt um þetta, annars hefði þetta bara horfið,” segir Kári. Nú er verið að gera svæði klárt í Safnahúsi Vestmannaeyja þar sem allar biblíurnar verða til sýnis fyrir almenning, vonandi í lok sumars eða haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Trúmál Þjóðkirkjan Söfn Menning Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira