„Væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 10:00 Davíð Tómas Tómasson hefur dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Vísir/Hulda Margrét Íslenski körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson náði stóru markmiði um helgina þegar hann dæmdi undanúrslitaleik á EM 20 ára landsliða í Póllandi. Davíð Tómas var einn af 24 dómurum á mótinu og var í hópi þeirra sex sem fengu að dóma undanúrslitaleikina. Hann dæmdi þá leik Belgíu og Slóveníu sem Slóvenar unnu. Hinir tveir dómararnir með Davíð voru Ítalarnir Lorenzo Baldini og Andrea Bongiorni. Davíð fer yfir þessi tímamót sín í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook en þetta er ekki aðeins mikill heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenskan körfubolta. Verið talsverð brekka Davíð Tómas segir að það sé ekki að auðvelda honum að vera frá Íslandi. „Minn Evrópuferill hefur verið talsverð brekka frá því að hann byrjaði og hafa allskonar þættir spilað þar inn í. Þeir tveir þættir sem hafa kannski spilað hvað stærsta hlutverk er auðvitað gríðarlega sterk samkeppni hér úti þar sem að flestir af þessum dómurum koma úr sterkum atvinnumannadeildum og svo auðvitað líka landfræðileg lega,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson með Sigmundi Má Herbertssyni sem var kosinn besti dómari síðasta tímabils.Vísir/Bára Davíð hefur lengi verið í hópi bestu dómara landsins og hefur sem dæmi dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Hann var líka kosinn besti dómari ársins veturinn 2022-2023. „Það er ekkert leyndarmál að það er talsvert erfitt að fá verkefni þegar maður kemur frá lítilli eyju í ballarhafi. Sem dæmi var ég að ræða við Hlyn Bæringsson á flugvellinum á leiðinni hingað, við vorum að ræða markmið mín erlendis og hann spurði mig beint út hvort það væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni,“ skrifaði Davíð. Hræddur um að mistakast Davíð segir að eitthvað hafi þurft að breytast hjá honum svo að hann kæmist upp þessa brekku og hann áttaði sig á því fyrir ári. „Ég hef verið svo hræddur um að mistakast og ná ekki að láta drauma mína rætast. Auðvelda leiðin hefur verið að fara í fórnarlambs hlutverk og gera lítið úr vonum mínum og væntingum ásamt möguleikum,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson ræðir hér við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals.Vísir/Bára „Síðastliðið ár er ég búinn að vinna eins og hundur, dag og nótt í öllum pínulitlu smáatriðum sem ég mögulega get lagað og bætt og það var algjörlega mögnuð tilfinning að uppskera af þeirri vinnu. Að það hafi núna loksins verið tekið eftir manni í hafsjó af hæfileikabúntum úr atvinnumannadeildum,“ skrifaði Davíð en hann er ekki hættur. Ætlar sér að dæma í Meistaradeildinni Hann ætlar sér inn á stórmót og að dæma í Meistaradeildinni á næstu tíu árum. „Miðað við frammistöðu á þessu móti er ég á undan fyrirhugaðri áætlun en við slökum samt ekki á,“ skrifaði Davíð eins og sjá má hér fyrir neðan. Subway-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Davíð Tómas var einn af 24 dómurum á mótinu og var í hópi þeirra sex sem fengu að dóma undanúrslitaleikina. Hann dæmdi þá leik Belgíu og Slóveníu sem Slóvenar unnu. Hinir tveir dómararnir með Davíð voru Ítalarnir Lorenzo Baldini og Andrea Bongiorni. Davíð fer yfir þessi tímamót sín í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook en þetta er ekki aðeins mikill heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenskan körfubolta. Verið talsverð brekka Davíð Tómas segir að það sé ekki að auðvelda honum að vera frá Íslandi. „Minn Evrópuferill hefur verið talsverð brekka frá því að hann byrjaði og hafa allskonar þættir spilað þar inn í. Þeir tveir þættir sem hafa kannski spilað hvað stærsta hlutverk er auðvitað gríðarlega sterk samkeppni hér úti þar sem að flestir af þessum dómurum koma úr sterkum atvinnumannadeildum og svo auðvitað líka landfræðileg lega,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson með Sigmundi Má Herbertssyni sem var kosinn besti dómari síðasta tímabils.Vísir/Bára Davíð hefur lengi verið í hópi bestu dómara landsins og hefur sem dæmi dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Hann var líka kosinn besti dómari ársins veturinn 2022-2023. „Það er ekkert leyndarmál að það er talsvert erfitt að fá verkefni þegar maður kemur frá lítilli eyju í ballarhafi. Sem dæmi var ég að ræða við Hlyn Bæringsson á flugvellinum á leiðinni hingað, við vorum að ræða markmið mín erlendis og hann spurði mig beint út hvort það væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni,“ skrifaði Davíð. Hræddur um að mistakast Davíð segir að eitthvað hafi þurft að breytast hjá honum svo að hann kæmist upp þessa brekku og hann áttaði sig á því fyrir ári. „Ég hef verið svo hræddur um að mistakast og ná ekki að láta drauma mína rætast. Auðvelda leiðin hefur verið að fara í fórnarlambs hlutverk og gera lítið úr vonum mínum og væntingum ásamt möguleikum,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson ræðir hér við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals.Vísir/Bára „Síðastliðið ár er ég búinn að vinna eins og hundur, dag og nótt í öllum pínulitlu smáatriðum sem ég mögulega get lagað og bætt og það var algjörlega mögnuð tilfinning að uppskera af þeirri vinnu. Að það hafi núna loksins verið tekið eftir manni í hafsjó af hæfileikabúntum úr atvinnumannadeildum,“ skrifaði Davíð en hann er ekki hættur. Ætlar sér að dæma í Meistaradeildinni Hann ætlar sér inn á stórmót og að dæma í Meistaradeildinni á næstu tíu árum. „Miðað við frammistöðu á þessu móti er ég á undan fyrirhugaðri áætlun en við slökum samt ekki á,“ skrifaði Davíð eins og sjá má hér fyrir neðan.
Subway-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti