Parið deildi gleðitíðindunum í sameignlegri færslu á Instagram. Drengurinn er annað barn þeirra saman en fyrir eiga þau hina þriggja ára gömlu Ellen Ingu.
Parið býr nú í raðhúsi í Kaupmannahöfn. Ari Bragi starfar sem trompetleikari með fremstu jazztónlistarmönnum Danmerkur. Á meðan starfar Dórothea sem svæðissölustjóri hjá danska hönnunarfyrirtækinu Design Letters.
Parið hefur búið í Danmörku í þrjú ár, síðan árið 2021. Þau héldu kynjaveislu svo athygli vakti í desember. Þá fengu þau sér köku sem var hvít að utan og kom svo í ljós að hún var blá að innan og drengur þar á ferðinni.