Geta ekki selt hús því ókunnugt fólk er með skráð lögheimili í því Jón Þór Stefánsson skrifar 23. júlí 2024 18:09 Loftmynd úr Reykjavík. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Hjón eiga í erfiðleikum með að selja húsið sitt vegna þess að þar eru einstaklingar, sem þau vita ekki hver eru og kannast ekki við, með skráð lögheimili. Þetta sagði maður sem vildi ekki láta nafn síns getið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við hjónin erum búin að eiga hús í þrjú ár sem við erum búin að leigja út. Leigjendurnir sögðu upp leigunni og fluttu út. Þá vorum við að velta fyrir okkur hvort við ættum að leigja út áfram eða selja, og við ákváðum að selja húsið,“ sagði maðurinn, sem útskýrði að hann hefði kíkt inn á Þjóðskrá og séð að þrír einstaklingar væru skráðir með lögheimili í húsinu. „Ég hef þá samband við fyrrverandi leigjenda og bið hann að taka sjálfan sig út, og þessa einstaklinga sem hann hafði skráð þarna inn án míns samþykkis.“ Maðurinn segist hafa fylgst vel með þessu á heimasíðu Þjóðskrár. Leigjandinn hafi skráð sig út en ekki hinir tveir. „Ég hringi í hann aftur. Þá segir hann að þetta sé flókið því þau séu ekki með neitt lögheimili annars staðar og geti ekki flutt það.“ Á meðan staðan er svona getur sala á húsinu ekki gengið í gegn, að sögn mannsins. Maðurinn segist hafa haft samband við Þjóðskrá, en hafa fengið ítrekuð svör um að biðtíminn eftir aðstoð sé mjög langur. Málið hafi komið upp í apríl og í maí hafi hann fyllt út form þar sem hann krafðist þess að fólkið yrði fært. „Þarna eru liðnir í kringum tveir mánuðir. Og ég fæ ítrekað sömu svörin um að það sé svona langur afgreiðslufrestur.“ Maðurinn segist hafa fengið þau svör frá Þjóðskrá að stofnunin hafi um að fjögur þúsund sams konar mál á sínu borði. Þess vegna sé biðtíminn svona langur. Erfitt að senda tilkynningu á einstakling með búsetu á röngum stað Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður húseigendafélagsins, tjáði sig um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að sams konar mál hafi verið til talsverðra vandræða fyrir nokkru síðan, en þá gat nánast hver sem er skráð lögheimili hvar sem honum sýndist. En brugðist var við því. Að hennar sögn á fólk að þurfa að sýna gögn þegar það skráir lögheimili, líkt og húsaleigusamning. Regluverkið eigi að sjá til þess að svona gerist ekki. Þá eigi fólk að geta tilkynnt það þegar einhver með lögheimili í húsinu þeirra sem á ekki að vera með það. „Þjóðskrá hefur þá heimild til að breyta lögheimilisskráningu. En á, áður en hún gerir það, að senda tilkynningu til viðkomandi sem er rangt skráður. Ég veit ekki alveg hvernig maður gerir það þegar viðkomandi er greinilega ekki búsettur þar sem hann segist vera búsettur.“ Hildi þætti eðlilegast að húseigandi þyrfti að samþykkja skráningu í lögheimili. Þá segir hún að húseigendafélagið muni berjast fyrir því að úr þessu verði bætt. Húsnæðismál Bítið Reykjavík síðdegis Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
„Við hjónin erum búin að eiga hús í þrjú ár sem við erum búin að leigja út. Leigjendurnir sögðu upp leigunni og fluttu út. Þá vorum við að velta fyrir okkur hvort við ættum að leigja út áfram eða selja, og við ákváðum að selja húsið,“ sagði maðurinn, sem útskýrði að hann hefði kíkt inn á Þjóðskrá og séð að þrír einstaklingar væru skráðir með lögheimili í húsinu. „Ég hef þá samband við fyrrverandi leigjenda og bið hann að taka sjálfan sig út, og þessa einstaklinga sem hann hafði skráð þarna inn án míns samþykkis.“ Maðurinn segist hafa fylgst vel með þessu á heimasíðu Þjóðskrár. Leigjandinn hafi skráð sig út en ekki hinir tveir. „Ég hringi í hann aftur. Þá segir hann að þetta sé flókið því þau séu ekki með neitt lögheimili annars staðar og geti ekki flutt það.“ Á meðan staðan er svona getur sala á húsinu ekki gengið í gegn, að sögn mannsins. Maðurinn segist hafa haft samband við Þjóðskrá, en hafa fengið ítrekuð svör um að biðtíminn eftir aðstoð sé mjög langur. Málið hafi komið upp í apríl og í maí hafi hann fyllt út form þar sem hann krafðist þess að fólkið yrði fært. „Þarna eru liðnir í kringum tveir mánuðir. Og ég fæ ítrekað sömu svörin um að það sé svona langur afgreiðslufrestur.“ Maðurinn segist hafa fengið þau svör frá Þjóðskrá að stofnunin hafi um að fjögur þúsund sams konar mál á sínu borði. Þess vegna sé biðtíminn svona langur. Erfitt að senda tilkynningu á einstakling með búsetu á röngum stað Hildur Ýr Viðarsdóttir, formaður húseigendafélagsins, tjáði sig um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að sams konar mál hafi verið til talsverðra vandræða fyrir nokkru síðan, en þá gat nánast hver sem er skráð lögheimili hvar sem honum sýndist. En brugðist var við því. Að hennar sögn á fólk að þurfa að sýna gögn þegar það skráir lögheimili, líkt og húsaleigusamning. Regluverkið eigi að sjá til þess að svona gerist ekki. Þá eigi fólk að geta tilkynnt það þegar einhver með lögheimili í húsinu þeirra sem á ekki að vera með það. „Þjóðskrá hefur þá heimild til að breyta lögheimilisskráningu. En á, áður en hún gerir það, að senda tilkynningu til viðkomandi sem er rangt skráður. Ég veit ekki alveg hvernig maður gerir það þegar viðkomandi er greinilega ekki búsettur þar sem hann segist vera búsettur.“ Hildi þætti eðlilegast að húseigandi þyrfti að samþykkja skráningu í lögheimili. Þá segir hún að húseigendafélagið muni berjast fyrir því að úr þessu verði bætt.
Húsnæðismál Bítið Reykjavík síðdegis Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira