„Gott að við séum mismunandi og flottar á okkar hátt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir og Svava Marín Óskarsdóttir skrifa 29. júlí 2024 09:56 Helena er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti Helena Guðjónsdóttir er nítján ára gömul Reykjavíkurmær og er í hópi keppenda í Ungfrú Ísland. Hún hefur haft áhuga á keppninni frá ungum aldri, segir mikilvægt að fylgja draumum sínum og segir gott að stelpurnar í keppninni séu ólíkar og flottar á sinn hátt. Helena er útskrifuð úr Verzlunarskóla Íslands og er að taka sér pásu frá námi til að safna pening áður en hún fer í háskóla. Hún vinnur á íbúðarkjarna fyrir fólk með einhverfu og þroskaskerðingu. Sömuleiðis hefur Helena mikinn áhuga á tísku og öllu sem því fylgir ásamt því að elska að ferðast, prófa nýja hluti og eiga góðar stundir með skemmtilegu fólki. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Helena Guðjónsdóttir Aldur? 19 að verða 20 Starf? Ég vinn sem stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna fyrir fólk með einhverfu og þroskaskerðingu. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef haft mikinn áhuga á keppninni alveg frá því að ég var lítil. Þá voru það örugglega kjólarnir og „glamið“ sem vakti áhugann en hann hefur bara farið vaxandi og núna síðustu ár hefur mér þótt gaman að fylgjast með öllum flottu stelpunum sem taka þátt og fyrir hvað þær standa. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ferlið fyrir keppnina hefur verið ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Það hefur kennt mér að fara út fyrir þægindarammann og vera ekkert að pæla í því hvað öðrum finnst og líka að það sé gott að við séum allar mismunandi og flottar á okkar eigin hátt. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku en hef einnig lært dönsku og ítölsku. Hvað hefur mótað þig mest? Fólkið í kringum mig, fjölskylda mín og vinir. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Alls konar sem ég er ekki tilbúin að deila með heiminum. Hverju ertu stoltust af? Að ég sé að fylgja draumum mínum og læra eitthvað nýtt á hverjum degi, vera góð manneskja og vinna að markmiðum mínum til þess að komast á þann stað sem mig langar að vera á í framtíðinni. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að vera ég sjálf og reyna ekki að breyta mér fyrir aðra eða láta skoðanir annarra draga mig niður. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Sushi allan daginn. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Mamma mín. Hún er alltaf til staðar fyrir mig og svo dugleg, klár og gerir allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? 50 Cent. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Örugglega það margt að heilinn minn er bara búinn að þurrka það út. Hver er þinn helsti ótti? Að missa ástvin. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Hamingjusöm með gott fólk í kringum mig, fjölskyldu, vini og einn Golden Retriever. Hvaða lag tekur þú í karókí? Baby með Justin Bieber. Þín mesta gæfa í lífinu? Ég er svo þakklát fyrir allt góða fólkið í kringum mig sem stendur alltaf við bakið á mér. Uppskrift að drauma degi? Vakna á eyju á Ítalíu með útsýni yfir strönd og fá góðan morgunmat. Tana, synda í sjónum og fara í einhver skemmtileg „activities“ yfir daginn. Fara svo að gera mig fína, borða geggjaðan mat og bara njóta. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland. Ungfrú Ísland Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
Helena er útskrifuð úr Verzlunarskóla Íslands og er að taka sér pásu frá námi til að safna pening áður en hún fer í háskóla. Hún vinnur á íbúðarkjarna fyrir fólk með einhverfu og þroskaskerðingu. Sömuleiðis hefur Helena mikinn áhuga á tísku og öllu sem því fylgir ásamt því að elska að ferðast, prófa nýja hluti og eiga góðar stundir með skemmtilegu fólki. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Arnór Trausti Fullt nafn? Helena Guðjónsdóttir Aldur? 19 að verða 20 Starf? Ég vinn sem stuðningsfulltrúi í íbúðakjarna fyrir fólk með einhverfu og þroskaskerðingu. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef haft mikinn áhuga á keppninni alveg frá því að ég var lítil. Þá voru það örugglega kjólarnir og „glamið“ sem vakti áhugann en hann hefur bara farið vaxandi og núna síðustu ár hefur mér þótt gaman að fylgjast með öllum flottu stelpunum sem taka þátt og fyrir hvað þær standa. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ferlið fyrir keppnina hefur verið ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Það hefur kennt mér að fara út fyrir þægindarammann og vera ekkert að pæla í því hvað öðrum finnst og líka að það sé gott að við séum allar mismunandi og flottar á okkar eigin hátt. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku en hef einnig lært dönsku og ítölsku. Hvað hefur mótað þig mest? Fólkið í kringum mig, fjölskylda mín og vinir. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Alls konar sem ég er ekki tilbúin að deila með heiminum. Hverju ertu stoltust af? Að ég sé að fylgja draumum mínum og læra eitthvað nýtt á hverjum degi, vera góð manneskja og vinna að markmiðum mínum til þess að komast á þann stað sem mig langar að vera á í framtíðinni. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Að vera ég sjálf og reyna ekki að breyta mér fyrir aðra eða láta skoðanir annarra draga mig niður. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Sushi allan daginn. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Mamma mín. Hún er alltaf til staðar fyrir mig og svo dugleg, klár og gerir allt vel sem hún tekur sér fyrir hendur. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? 50 Cent. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Örugglega það margt að heilinn minn er bara búinn að þurrka það út. Hver er þinn helsti ótti? Að missa ástvin. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Hamingjusöm með gott fólk í kringum mig, fjölskyldu, vini og einn Golden Retriever. Hvaða lag tekur þú í karókí? Baby með Justin Bieber. Þín mesta gæfa í lífinu? Ég er svo þakklát fyrir allt góða fólkið í kringum mig sem stendur alltaf við bakið á mér. Uppskrift að drauma degi? Vakna á eyju á Ítalíu með útsýni yfir strönd og fá góðan morgunmat. Tana, synda í sjónum og fara í einhver skemmtileg „activities“ yfir daginn. Fara svo að gera mig fína, borða geggjaðan mat og bara njóta. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.
Ungfrú Ísland Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira