Höfðu algerlega rétt fyrir sér Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. júlí 2024 10:48 „Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á fundi í Norræna húsinu sem fram fór 24. september 2009, tæpum tveimur mánuðum eftir að samþykkt var naumlega á Alþingi að sækja um inngöngu í sambandið. Helzt væri það ef efnahagsástandið yrði enn verra en það varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ Mjög umdeilt var enda á meðal Evrópusambandssinna hvort rétt væri að sækja um inngöngu í Evrópusambandið sumarið 2009 með klofna ríkisstjórn gagnvart málinu þar sem Samfylkingin studdi inngöngu en Vinstrihreyfingin – grænt framboð var henni andvíg. Var meðal annars varað við því í röðum þeirra að ólíklegt væri að umsókn við slíkar aðstæður skilaði tilætluðum árangri og væri miklu fremur til þess fallin að valda málstað þeirra sem vildu inngöngu í sambandið skaða. Þeir reyndust hafa algerlega rétt fyrir sér. Hins vegar urðu þeir ofan á sem töldu að þrátt fyrir að aðstæður væru alls ekki eins og bezt væri á kosið yrði að láta reyna á málið. Margir í þeim röðum voru enn fremur orðnir afar óþreyjufullir sem hefur vafalítið haft veruleg áhrif í þeim efnum. Þrátt fyrir að stuðningur við það að gengið yrði í Evrópusambandið hafi aukizt fyrst í kjölfar bankahrunsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana liðu einungis fáeinir mánuðir unz fleiri voru orðnir andvígir en hlynntir inngöngu og þannig hélst það næstu þrettán árin. Drifkrafturinn alltaf verið krísur Markmiðið var ljóslega að hagnýta sér bankahrunið og þá örvæntingu og erfiðleika sem það hafði í för með sér fyrir marga landsmenn til þess að reyna að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Ófá dæmi eru enda um það að ríki hafi gengið þar inn í kjölfar áfalls. Við þær aðstæður skapast gjarnan ákveðin eftirspurn eftir einhverju sem virðist vera örugg höfn. Til dæmis gengu Finnar og Svíar í sambandið í kjölfar norrænu bankakrísunnar á tíunda áratugnum og Bretar vegna efnahagserfiðleika þar í landi á þeim áttunda. Helzti drifkraftur samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur enda alltaf verið krísur og hófst með síðari heimsstrjöldinni og fullyrðingum um að markmiðið væri að koma í veg fyrir stríð. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, sagði í endurminningum sínum að krísur yrðu drifkraftur hennar enda væru stjórnmálamenn líklegri til þess að taka ákvarðanir við slíkar aðstæður sem þeir hefðu að öðrum kosti ekki verið reiðubúnir að taka. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur annars frá upphafi verið að til yrði eitt ríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Forsendan samstíga ríkisstjórn Hliðstætt er fyrir hendi í dag og eftir bankahrunið þar sem talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa reynt í pólitískum tilgangi að nýta sér erfiðleika margra vegna hárra vaxta og verðbólgu. Sem raunar er á niðurleið sem flestir telja jákvætt en líklega ekki allir. Hins vegar hafa þessar aðstæður, auk stríðs í Evrópu, ljóslega ekki skilað sér eins og þeir hafa vonast eftir. Fyrir vikið hafa þeir kallað eftir því að núverandi ríkisstjórn, þar sem ekki aðeins einn heldur allir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu, taki skref í þá átt. Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Annars verða jú engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta sýndi umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna ágætlega sem þurfti þó ekki til. Þá hefur sambandið sjálft áréttað mikilvægi þess en fulltrúar þess lýstu ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að sú stjórn væri ekki samstíga gagnvart málinu í tíð umsóknar hennar. Væri í reynd mikill stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið ætti það ekki sízt að sýna sig í stórauknum stuðningi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið og var enn fremur beinlínis stofnaður í kringum það. Þess í stað kemst flokkurinn varla yfir 10% fylgi á meðan Samfylkingin hefur margfaldað fylgi sitt meðal annars eftir að hafa lagt áherzlu á málið til hliðar þó stefnan sé raunar óbreytt. Flest bendir þannig til þess að raunverulegur áhugi á inngöngu í sambandið sé í bezta falli takmarkaður. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
„Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á fundi í Norræna húsinu sem fram fór 24. september 2009, tæpum tveimur mánuðum eftir að samþykkt var naumlega á Alþingi að sækja um inngöngu í sambandið. Helzt væri það ef efnahagsástandið yrði enn verra en það varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ Mjög umdeilt var enda á meðal Evrópusambandssinna hvort rétt væri að sækja um inngöngu í Evrópusambandið sumarið 2009 með klofna ríkisstjórn gagnvart málinu þar sem Samfylkingin studdi inngöngu en Vinstrihreyfingin – grænt framboð var henni andvíg. Var meðal annars varað við því í röðum þeirra að ólíklegt væri að umsókn við slíkar aðstæður skilaði tilætluðum árangri og væri miklu fremur til þess fallin að valda málstað þeirra sem vildu inngöngu í sambandið skaða. Þeir reyndust hafa algerlega rétt fyrir sér. Hins vegar urðu þeir ofan á sem töldu að þrátt fyrir að aðstæður væru alls ekki eins og bezt væri á kosið yrði að láta reyna á málið. Margir í þeim röðum voru enn fremur orðnir afar óþreyjufullir sem hefur vafalítið haft veruleg áhrif í þeim efnum. Þrátt fyrir að stuðningur við það að gengið yrði í Evrópusambandið hafi aukizt fyrst í kjölfar bankahrunsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana liðu einungis fáeinir mánuðir unz fleiri voru orðnir andvígir en hlynntir inngöngu og þannig hélst það næstu þrettán árin. Drifkrafturinn alltaf verið krísur Markmiðið var ljóslega að hagnýta sér bankahrunið og þá örvæntingu og erfiðleika sem það hafði í för með sér fyrir marga landsmenn til þess að reyna að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Ófá dæmi eru enda um það að ríki hafi gengið þar inn í kjölfar áfalls. Við þær aðstæður skapast gjarnan ákveðin eftirspurn eftir einhverju sem virðist vera örugg höfn. Til dæmis gengu Finnar og Svíar í sambandið í kjölfar norrænu bankakrísunnar á tíunda áratugnum og Bretar vegna efnahagserfiðleika þar í landi á þeim áttunda. Helzti drifkraftur samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur enda alltaf verið krísur og hófst með síðari heimsstrjöldinni og fullyrðingum um að markmiðið væri að koma í veg fyrir stríð. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, sagði í endurminningum sínum að krísur yrðu drifkraftur hennar enda væru stjórnmálamenn líklegri til þess að taka ákvarðanir við slíkar aðstæður sem þeir hefðu að öðrum kosti ekki verið reiðubúnir að taka. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur annars frá upphafi verið að til yrði eitt ríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Forsendan samstíga ríkisstjórn Hliðstætt er fyrir hendi í dag og eftir bankahrunið þar sem talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa reynt í pólitískum tilgangi að nýta sér erfiðleika margra vegna hárra vaxta og verðbólgu. Sem raunar er á niðurleið sem flestir telja jákvætt en líklega ekki allir. Hins vegar hafa þessar aðstæður, auk stríðs í Evrópu, ljóslega ekki skilað sér eins og þeir hafa vonast eftir. Fyrir vikið hafa þeir kallað eftir því að núverandi ríkisstjórn, þar sem ekki aðeins einn heldur allir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu, taki skref í þá átt. Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Annars verða jú engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta sýndi umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna ágætlega sem þurfti þó ekki til. Þá hefur sambandið sjálft áréttað mikilvægi þess en fulltrúar þess lýstu ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að sú stjórn væri ekki samstíga gagnvart málinu í tíð umsóknar hennar. Væri í reynd mikill stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið ætti það ekki sízt að sýna sig í stórauknum stuðningi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið og var enn fremur beinlínis stofnaður í kringum það. Þess í stað kemst flokkurinn varla yfir 10% fylgi á meðan Samfylkingin hefur margfaldað fylgi sitt meðal annars eftir að hafa lagt áherzlu á málið til hliðar þó stefnan sé raunar óbreytt. Flest bendir þannig til þess að raunverulegur áhugi á inngöngu í sambandið sé í bezta falli takmarkaður. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun