Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2024 12:22 Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. Líkt og fram hefur komið hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað verulega að undanförnu, en gögn Barna- og fjölskyldustofu benda meðal annars til aukinnar áhættuhegðunar barna. Til að mynda hefur tilkynningum um vímuefnanotkun barna aukist um hátt í 120 prósent á milli ára. Flestar tilkynningar, eða um fjörutíu prósent, berast barnavernd frá lögreglu. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tölfræði embættisins sýna sömu þróun. „Ef ég er að skoða síðustu tvö til þrjúár aftur í tímann þá sjáum við að tilkynningum hefur fjölgað töluvert frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til barnaverndarnefndanna ef miðað er við fyrsta ársfjórðung hvers árs,“ segir Marta. Tölfræðin fyrir árin þar á undan sé frábrugðin vegna kórónuveirufaraldursins, þegar fólk var minna á ferli og ungmenni komu síður við sögu í málum lögreglu. „En engu að síður þá er þarna töluverð aukning,“ segir Marta. Hún segir marga þætti geta skýrt þessa aukningu. Meðal annars breyttar aðstæður í kjölfar Covid, auk þess sem lögregla er skilgreind sem þjónustuaðili í farsældarlögunum svokölluðu sem voru samþykkt árið 2021. „Það þýðir að við höfum ákveðnum skyldum að gegna í málefnum er varða börn og ungmenni og við höfum verið að útfæra það hvernig við gerum það, til dæmist með því að koma á fót samfélagslögreglu, sem við reyndar vorum byrjuð á aðeins áður,“ segir Marta. Þar að auki hafi ríkissaksóknari nýverið endurútgefið leiðbeiningar varðand það hvernig vinna á mál barna og ungmenna og hvernig slík mál eru skráð í kerfi lögreglu, LÖKE. „Hins vegar þá höfum við alveg líka orðið vör við ákveðna þróun í samfélaginu. Bæði varðandi ofbeldi, við höfum verið að hafa áhyggjur af ofbeldi barna og ungmenna, og það eru ákveðnir aðrir þættir sem við höfum áhyggjur af eins og hópasöfnun og eins vímuefnaneysla, það er að segja aukin drykkja og fíkniefnaneysla,“ segir Marta. Það kalli á frekari skoðun að leggja mat á það hvort um raunverulega fjölgun atvika áhættuhegðunar sé að ræða. „Hvort að það einskorðast við ákveðna hópa, eða af því við erum farin að beina sjóðum betur að þessu, eða hvort að það er raunveruleg fjölgun, það er svolítið erfitt að segja til um það. Það kallar á frekari skoðun. Og svo náttúrlega er það alltaf þannig að það koma stundum tímabundnar sveiflur í okkar tölfræði eins og annarra, við getum ekki alltaf útskýrt af hverju þær eru. Þannig við þurfum þá líka kannski að skoða aðeins lengra tímabil til samanburðar.“ Marta Kristín hvetur foreldra til að styðja við börnin sín. „Sýna þeim ást og umhyggju en líka setja þeim mörk og aga, virða útivistartíma og í rauninni þannig stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.“ Börn og uppeldi Lögreglan Barnavernd Fíkniefnabrot Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Líkt og fram hefur komið hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað verulega að undanförnu, en gögn Barna- og fjölskyldustofu benda meðal annars til aukinnar áhættuhegðunar barna. Til að mynda hefur tilkynningum um vímuefnanotkun barna aukist um hátt í 120 prósent á milli ára. Flestar tilkynningar, eða um fjörutíu prósent, berast barnavernd frá lögreglu. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tölfræði embættisins sýna sömu þróun. „Ef ég er að skoða síðustu tvö til þrjúár aftur í tímann þá sjáum við að tilkynningum hefur fjölgað töluvert frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til barnaverndarnefndanna ef miðað er við fyrsta ársfjórðung hvers árs,“ segir Marta. Tölfræðin fyrir árin þar á undan sé frábrugðin vegna kórónuveirufaraldursins, þegar fólk var minna á ferli og ungmenni komu síður við sögu í málum lögreglu. „En engu að síður þá er þarna töluverð aukning,“ segir Marta. Hún segir marga þætti geta skýrt þessa aukningu. Meðal annars breyttar aðstæður í kjölfar Covid, auk þess sem lögregla er skilgreind sem þjónustuaðili í farsældarlögunum svokölluðu sem voru samþykkt árið 2021. „Það þýðir að við höfum ákveðnum skyldum að gegna í málefnum er varða börn og ungmenni og við höfum verið að útfæra það hvernig við gerum það, til dæmist með því að koma á fót samfélagslögreglu, sem við reyndar vorum byrjuð á aðeins áður,“ segir Marta. Þar að auki hafi ríkissaksóknari nýverið endurútgefið leiðbeiningar varðand það hvernig vinna á mál barna og ungmenna og hvernig slík mál eru skráð í kerfi lögreglu, LÖKE. „Hins vegar þá höfum við alveg líka orðið vör við ákveðna þróun í samfélaginu. Bæði varðandi ofbeldi, við höfum verið að hafa áhyggjur af ofbeldi barna og ungmenna, og það eru ákveðnir aðrir þættir sem við höfum áhyggjur af eins og hópasöfnun og eins vímuefnaneysla, það er að segja aukin drykkja og fíkniefnaneysla,“ segir Marta. Það kalli á frekari skoðun að leggja mat á það hvort um raunverulega fjölgun atvika áhættuhegðunar sé að ræða. „Hvort að það einskorðast við ákveðna hópa, eða af því við erum farin að beina sjóðum betur að þessu, eða hvort að það er raunveruleg fjölgun, það er svolítið erfitt að segja til um það. Það kallar á frekari skoðun. Og svo náttúrlega er það alltaf þannig að það koma stundum tímabundnar sveiflur í okkar tölfræði eins og annarra, við getum ekki alltaf útskýrt af hverju þær eru. Þannig við þurfum þá líka kannski að skoða aðeins lengra tímabil til samanburðar.“ Marta Kristín hvetur foreldra til að styðja við börnin sín. „Sýna þeim ást og umhyggju en líka setja þeim mörk og aga, virða útivistartíma og í rauninni þannig stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.“
Börn og uppeldi Lögreglan Barnavernd Fíkniefnabrot Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira