Hjarta Guðmundar slær með St. Mirren: Mæta Val í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 25. júlí 2024 14:00 Guðmundur Torfason er fyrrverandi leikmaður skoska liðsins St.Mirren sem heimsækir Val í kvöld á N1 völlinn að Hlíðarenda í 2.umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu Vísir/Samsett mynd Þrátt fyrir að hjarta fyrrverandi landsliðsmannsins í knattspyrnu, Guðmundar Torfasonar, slái með skoska liðinu St. Mirren er erfitt fyrir hann halda ekki með íslenskri knattspyrnu í kvöld þegar að Valsmenn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.umferð Sambandsdeildar Evrópu. Um stóra stund er að ræða fyrir St. Mirren en þetta er í fyrsta sinn í rúm þrjátíu og sex ár sem félagið tekur þátt í Evrópukeppni. Guðmundur er fyrrum leikmaður St. Mirren. Hann varð markakóngur félagsins þrjú tímabil í röð á árunum 1989-1992 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Guðmundur mætir á Hlíðarenda í kvöld og fylgist með sínu gamla félagi hefja vegferð sína í Evrópukeppni þetta tímabilið. „Það er bara gaman að þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um það hvernig Íslandsreisa St. Mirren horfi við honum. „Menn hjá St. Mirren hafa beðið eftir þessari stund í fjöldamörg ár. Það var kominn tími á þetta. Þetta er mjög stór stund fyrir félagið því eftir marga áratuga bið er það komið aftur í Evrópukeppni. Það verður bara spennandi að sjá og gaman að fylgjast með þessu í kvöld. Hvernig þeir standa sig á móti Valsmönnum.“ Það var árið 1989 sem Guðmundur var keyptur til St. Mirren frá austurríska liðinu Rapid Vín. Óhætt er að segja að í Skotlandi hafi upplifað góða tíma og raðað inn mörkum og markað sér sess í sögu St. Mirren. Forsíða íþróttablaðs DV árið 1990 þar sem að aðalfréttin var um frábært gengi Guðmundar með St. Mirren í skotlandi.Mynd: Timarit.is „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Ákveðnar hindranir voru til staðar á þeim tíma sem Guðmundur gekk til liðs við St. Mirren því kvóti var á fjölda erlendra leikmanna hjá hverju félagi. „Það máttu bara vera tveir erlendir leikmenn á mála hjá hverju liði í Skotlandi. Þegar að ég var á mála hjá félaginu var leikmannhópurinn skipaður þrettán leikmönnum. Það var erfitt fyrir unga menn að fara erlendis að semja við lið og keppa þar. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Hann ber stuðningsmönnum liðsins góða sögu en þeir eru mættir hingað til Reykjavíkur í hundraðatali til að styðja sína menn áfram í leiknum gegn Val í kvöld. „Skoskir áhangendur eru engum líkir. Stuðningsmenn St. Mirren eru ekki undanskildir því og breytir engu hvort um er að ræða leiki skoska landsliðsins eða félagsins, heima eða að heiman, þeir mæta alltaf og styðja sína menn.“ Hvar stendur þú í kvöld. Ertu Vals megin eða St. Mirren megin? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu.“ Skoski boltinn Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira
Um stóra stund er að ræða fyrir St. Mirren en þetta er í fyrsta sinn í rúm þrjátíu og sex ár sem félagið tekur þátt í Evrópukeppni. Guðmundur er fyrrum leikmaður St. Mirren. Hann varð markakóngur félagsins þrjú tímabil í röð á árunum 1989-1992 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Guðmundur mætir á Hlíðarenda í kvöld og fylgist með sínu gamla félagi hefja vegferð sína í Evrópukeppni þetta tímabilið. „Það er bara gaman að þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um það hvernig Íslandsreisa St. Mirren horfi við honum. „Menn hjá St. Mirren hafa beðið eftir þessari stund í fjöldamörg ár. Það var kominn tími á þetta. Þetta er mjög stór stund fyrir félagið því eftir marga áratuga bið er það komið aftur í Evrópukeppni. Það verður bara spennandi að sjá og gaman að fylgjast með þessu í kvöld. Hvernig þeir standa sig á móti Valsmönnum.“ Það var árið 1989 sem Guðmundur var keyptur til St. Mirren frá austurríska liðinu Rapid Vín. Óhætt er að segja að í Skotlandi hafi upplifað góða tíma og raðað inn mörkum og markað sér sess í sögu St. Mirren. Forsíða íþróttablaðs DV árið 1990 þar sem að aðalfréttin var um frábært gengi Guðmundar með St. Mirren í skotlandi.Mynd: Timarit.is „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Ákveðnar hindranir voru til staðar á þeim tíma sem Guðmundur gekk til liðs við St. Mirren því kvóti var á fjölda erlendra leikmanna hjá hverju félagi. „Það máttu bara vera tveir erlendir leikmenn á mála hjá hverju liði í Skotlandi. Þegar að ég var á mála hjá félaginu var leikmannhópurinn skipaður þrettán leikmönnum. Það var erfitt fyrir unga menn að fara erlendis að semja við lið og keppa þar. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Hann ber stuðningsmönnum liðsins góða sögu en þeir eru mættir hingað til Reykjavíkur í hundraðatali til að styðja sína menn áfram í leiknum gegn Val í kvöld. „Skoskir áhangendur eru engum líkir. Stuðningsmenn St. Mirren eru ekki undanskildir því og breytir engu hvort um er að ræða leiki skoska landsliðsins eða félagsins, heima eða að heiman, þeir mæta alltaf og styðja sína menn.“ Hvar stendur þú í kvöld. Ertu Vals megin eða St. Mirren megin? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu.“
Skoski boltinn Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Sjá meira