Ísrael hét hefndum og hæfði skotmörk í Líbanon Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2024 10:35 Tólf létust þegar eldflaug lenti á fótboltavelli í Gólanhæðum í gær. Ap/Hassan Shams Ísraelski flugherinn segist hafa hæft skotmörk tengd Hezbollah-samtökunum í Líbanon eftir að tólf börn og ungmenni létust í eldflaugaárás á hernumdu svæði Ísraels í Gólanhæðum. Ísraelsmenn kenna herskáu líbönsku samtökunum um árásina í bænum Majdal Shams á laugardag en hin látnu voru að spila fótbolta þegar atvikið átti sér stað. Hezbollah-samtökin hafa neitað aðild sinni að árásinni. Snemma í dag sagðist Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjö Hezbollah-skotmörk á líbönsku yfirráðasvæði. Óljóst er hvort manntjón hafi orðið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að óttast sé að vaxandi spenna gæti hrundið af stað allsherjarstríði milli Ísraels og Hezbollah. Heraflar þeirra hafa reglulega skipst á skotum frá því að stríð Ísraels og Hamas hófst á Gasa í október. Aukin spenna í samskiptum Hezbollah og Ísraels Árásin á Gólanhæðir í gær er sögð sú mannskæðasta við norðurlandamæri Ísraels síðan Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Átök milli Ísrael og Hezbollah jukust eftir að samtökin skutu eldflaugum að Ísrael til að sýna samstöðu með Palestínu, daginn eftir innrásina þegar Ísraelsmenn höfðu lýst yfir stríði á hendur Hamas. Gólanhæðir er landsvæði í Sýrlandi en Ísraelsher hernumdi tvo þriðjuhluta svæðisins í sex daga stríðinu árið 1967. Árásin í dag var gerð á hersetnu svæði Ísraels. Gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“ Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði eftir mannfallið á fótboltavellinum í gær að Hezbollah þyrfti að gjalda fyrir árásina. Nokkrum klukkustundum síðar sagði ísraelski flugherinn að hann hefði gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“, þar á meðal „vopnageymslur og innviði hryðjuverkamanna.“ Sameinuðu þjóðirnar brýna fyrir öllum aðilum að halda aftur af árásum sínum. Hætta sé á því að útbreidd átök brjótist út með gríðarmiklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Mohamad Afif, talsmaður Hezbollah, hefur neitað ábyrgð á árásinni í Gólanhæðum. BBC segist reyna að sannreyna fregnir þess efnis að vígasamtökin hafi sagt Sameinuðu þjóðunum að sprengingin hafi verið af völdum ísraelskar eldflaugar sem var ætlað að stöðva för komandi óvinaflaugar. Írönsk eldflaug lent á vellinum Áður en fregnir bárust af árásinni hafði Hezbollah lýst ábyrgð á fjórum öðrum árásum á hendur sér. Ein þeirra var á nærliggjandi herstöð í hlíðum Hermonfjalls, sem liggur á landamærum Gólanhæða og Líbanons. Herstöðin er um þrjá kílómetra frá fótboltavellinum. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers sagði eldflaugina sem olli mannfallinu á fótboltavellinum vera íranska af gerð Falaq-1 sem væru „eingöngu í eigu Hezbollah“ en Ísrael og Íran hafa átt í langvarandi staðgöngustríði. Bætti hann við að Ísrael búði sig undir hefndaraðgerðir. Óttast er að nýjasta útspil Ísraelsmanna muni auka stigmögnun átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu í gær. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Líbanon Tengdar fréttir Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37 Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Ísraelsmenn kenna herskáu líbönsku samtökunum um árásina í bænum Majdal Shams á laugardag en hin látnu voru að spila fótbolta þegar atvikið átti sér stað. Hezbollah-samtökin hafa neitað aðild sinni að árásinni. Snemma í dag sagðist Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjö Hezbollah-skotmörk á líbönsku yfirráðasvæði. Óljóst er hvort manntjón hafi orðið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að óttast sé að vaxandi spenna gæti hrundið af stað allsherjarstríði milli Ísraels og Hezbollah. Heraflar þeirra hafa reglulega skipst á skotum frá því að stríð Ísraels og Hamas hófst á Gasa í október. Aukin spenna í samskiptum Hezbollah og Ísraels Árásin á Gólanhæðir í gær er sögð sú mannskæðasta við norðurlandamæri Ísraels síðan Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Átök milli Ísrael og Hezbollah jukust eftir að samtökin skutu eldflaugum að Ísrael til að sýna samstöðu með Palestínu, daginn eftir innrásina þegar Ísraelsmenn höfðu lýst yfir stríði á hendur Hamas. Gólanhæðir er landsvæði í Sýrlandi en Ísraelsher hernumdi tvo þriðjuhluta svæðisins í sex daga stríðinu árið 1967. Árásin í dag var gerð á hersetnu svæði Ísraels. Gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“ Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði eftir mannfallið á fótboltavellinum í gær að Hezbollah þyrfti að gjalda fyrir árásina. Nokkrum klukkustundum síðar sagði ísraelski flugherinn að hann hefði gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“, þar á meðal „vopnageymslur og innviði hryðjuverkamanna.“ Sameinuðu þjóðirnar brýna fyrir öllum aðilum að halda aftur af árásum sínum. Hætta sé á því að útbreidd átök brjótist út með gríðarmiklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Mohamad Afif, talsmaður Hezbollah, hefur neitað ábyrgð á árásinni í Gólanhæðum. BBC segist reyna að sannreyna fregnir þess efnis að vígasamtökin hafi sagt Sameinuðu þjóðunum að sprengingin hafi verið af völdum ísraelskar eldflaugar sem var ætlað að stöðva för komandi óvinaflaugar. Írönsk eldflaug lent á vellinum Áður en fregnir bárust af árásinni hafði Hezbollah lýst ábyrgð á fjórum öðrum árásum á hendur sér. Ein þeirra var á nærliggjandi herstöð í hlíðum Hermonfjalls, sem liggur á landamærum Gólanhæða og Líbanons. Herstöðin er um þrjá kílómetra frá fótboltavellinum. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers sagði eldflaugina sem olli mannfallinu á fótboltavellinum vera íranska af gerð Falaq-1 sem væru „eingöngu í eigu Hezbollah“ en Ísrael og Íran hafa átt í langvarandi staðgöngustríði. Bætti hann við að Ísrael búði sig undir hefndaraðgerðir. Óttast er að nýjasta útspil Ísraelsmanna muni auka stigmögnun átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu í gær. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Líbanon Tengdar fréttir Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37 Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37
Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26