Yang, sem er 18 ára gamall vængmaður, gengur í raðir Tottenham í janúar á næsta ári og mun samningur hans gilda til ársins 2030.
Yang á að baki 23 leiki fyrir yngri landslið Suður-Kóreu og hefur skorað átta mörk í 25 leikjum fyrir Gangwon FC. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í mars á þessu ári og varð þar með yngsti markaskorari kóresku deildarinnar síðan árið 2013.
Hann verður þriðji Kóreumaðurinn til að spila fyrir Tottenham. Lee Young-pyo lék fyrir liðið á árunum 2005-2008 og Son Heung-min, sem níu sinnum hefur verið valinn besti knattspyrnumaður Asíu, er núverandi fyrirliði liðsins.
We are delighted to announce that we have reached agreement to sign Yang Min-Hyeok from Gangwon FC, subject to work permit and international clearance.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) July 28, 2024
He will join us in January 2025.
Welcome to Tottenham, Yang 🤍