Myndum greiða miklu meira Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. júlí 2024 08:00 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni liggur fyrir að við Íslendingar myndum alltaf greiða miklu meira til sambandsins en við fengjum til baka frá því í formi styrkja. Þetta hafa verið niðurstöður allra rannsókna sem gerðar hafa verið í þeim efnum. Við yrðum þannig á meðal þeirra ríkja innan Evrópusambandsins sem eru svonefndir nettó-greiðendur til þess. Meðal þess sem ríki Evrópusambandsins greiða til þess eru umfangsmikil fjárframlög sem taka mið af ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu þeirra, ákveðinni hlutdeild í greiddum virðisaukaskatti innan þeirra og öllum tollum á innfluttar vörur til þeirra frá ríkjum utan sambandsins auk annarra greiðslna. Í öllum tilfellum er um að ræða fjármuni sem koma fyrst og fremst úr vösum almennra skattgreiðenda í ríkjunum. Fyrir vikið var afar athyglisvert að lesa grein Gauta Kristmannssonar á Vísir.is fyrir helgi þar sem hann dró upp afar dökka mynd af framtíð Reykjanesskagans og vildi meina að við slíkar aðstæður kæmi sér vel að vera innan Evrópusambandsins til þess að komast í sjóði þess. Veruleikinn er hins vegar sá sem fyrr segir að við værum alltaf að greiða meira í sjóði sambandsins en það sem við gætum mögulega fengið úr þeim. Viðvarandi fjöldaatvinnuleysi Fleira varð Gauta að yrkisefni. Til að mynda gaf hann ekkert fyrir það að sjálfstæður gjaldmiðill væri ávísun á minna atvinnuleysi. Fjölmargir hefðu þannig misst vinnuna í kjölfar bankahrunsins 2008 og ófáir leitað út fyrir landsteinana að vinnu. Vissulega rétt þó það ástand hafi aðeins varað tímabundið. Miklu fleiri hafa hins vegar komið hingað til lands til vinnu á liðnum árum. Einkum frá Evrópusambandinu. Meðalatvinnuleysi á ársgrundvelli fór mest í 8,3% í kjölfar bankahrunsins. Árlegt meðalatvinnuleysi hefur verið um 4,3% hér á landi undanfarinn aldarfjórðung en um 10% á evrusvæðinu. Jafnvel á uppgangstímum hefur atvinnuleysi þar verið mun meira en hérlendis. Þá er atvinnuleysi innan svæðisins iðulega talsvert meira en innan Evrópusambandsins í heild. Það er að viðbættum ríkjum sem ekki nota evruna. Minna árlegt atvinnuleysi varð þannig í kjölfar bankahrunsins en hefur lengst af verið viðvarandi á evrusvæðinu. Sveiflur í hagkerfum hverfa enda ekki við það að festa gengið eins og fælist í upptöku evrunnar heldur koma einfaldlega fram annars staðar og þá yfirleitt í atvinnustiginu. Þá heitir sá stöðugleiki sem sagður er hafa ríkt á evrusvæðinu réttu nafni efnahagsleg stöðnun og þykir ekki beint æskilegur. Hraðbátarnir og olíuskipið Hvað kórónuveirufaraldurinn varðar, sem Gauti kaus að nefna sem dæmi um það að gott væri að vera í sem nánustum tengslum við Evrópusambandið, tók sambandið bæði seint og illa við sér varðandi bólusetningar og eftirleikurinn varð ekki betri. Þetta varð meðal annars til þess að ófá ríki þess, þar á meðal Þýzkaland, gáfust upp á seinaganginum hjá því og fóru að verða sér úti um bóluefni á eigin vegum. Framganga Evrópusambandsins var harðlega gagnrýnd af miklum Evrópusambandssinnum eins og til dæmis Guy Verhofstadt, fyrrverandi forseta þings sambandsins, sem sakaði það meðal annars um að hafa klúðrað samningum við lyfjaframleiðendur. Þannig hefði til að mynda verið fyrir að fara mjög óljósu orðalagi í samningunum varðandi afhendingartíma ólíkt til dæmis samningum Breta. Spurð út í seinagang Evrópusambandsins miðað við ýmis ríki utan þess gaf Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þá skýringu í febrúar 2021 að ákvarðanaferlið innan þess væri flókið og tímafrekt: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip,“ sagði von der Leyen. Með öðrum orðum svifaseint og lengi að bregðast við. Bölsýnistalið kemur ekki á óvart Framganga Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins er ekkert einsdæmi þegar krísuástand hefur skapazt. Þannig hafa viðbrögð sambandsins ítrekað mislukkast með hliðstæðum hætti þegar miklir erfiðleikar hafa knúið dyra á liðnum árum. Hvort sem það hefur verið, fyrir utan kórónuveirufaraldurinn, efnahagskrísan fyrir 15 árum, flóttamannakrísan um miðjan síðasta áratug eða Úkraínustríðið. Hins vegar hefur samruninn innan Evrópusambandsins og forvera þess alla tíð þrifizt á krísum í samræmi við forskrift franska diplómatans Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, um að krísur yrðu drifkraftur hennar. Við þær aðstæður væri hægt að fá fólk til þess að taka ákvarðanir sem það væri annars mótfallið. Bölsýnistal Gauta kemur þannig ekki mjög á óvart. Við þetta bætist síðan til að mynda sá veruleiki að vægi ríkja innan Evrópusambandsins þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar á meðal um sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga afar miklu máli. Með öðrum orðum er auðvitað miklu betra hlutskipti að vera hraðbátur en svo gott sem áhrifalausir farþegar í svifaseinu olíuskipi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti í framtíðinni liggur fyrir að við Íslendingar myndum alltaf greiða miklu meira til sambandsins en við fengjum til baka frá því í formi styrkja. Þetta hafa verið niðurstöður allra rannsókna sem gerðar hafa verið í þeim efnum. Við yrðum þannig á meðal þeirra ríkja innan Evrópusambandsins sem eru svonefndir nettó-greiðendur til þess. Meðal þess sem ríki Evrópusambandsins greiða til þess eru umfangsmikil fjárframlög sem taka mið af ákveðnu hlutfalli af landsframleiðslu þeirra, ákveðinni hlutdeild í greiddum virðisaukaskatti innan þeirra og öllum tollum á innfluttar vörur til þeirra frá ríkjum utan sambandsins auk annarra greiðslna. Í öllum tilfellum er um að ræða fjármuni sem koma fyrst og fremst úr vösum almennra skattgreiðenda í ríkjunum. Fyrir vikið var afar athyglisvert að lesa grein Gauta Kristmannssonar á Vísir.is fyrir helgi þar sem hann dró upp afar dökka mynd af framtíð Reykjanesskagans og vildi meina að við slíkar aðstæður kæmi sér vel að vera innan Evrópusambandsins til þess að komast í sjóði þess. Veruleikinn er hins vegar sá sem fyrr segir að við værum alltaf að greiða meira í sjóði sambandsins en það sem við gætum mögulega fengið úr þeim. Viðvarandi fjöldaatvinnuleysi Fleira varð Gauta að yrkisefni. Til að mynda gaf hann ekkert fyrir það að sjálfstæður gjaldmiðill væri ávísun á minna atvinnuleysi. Fjölmargir hefðu þannig misst vinnuna í kjölfar bankahrunsins 2008 og ófáir leitað út fyrir landsteinana að vinnu. Vissulega rétt þó það ástand hafi aðeins varað tímabundið. Miklu fleiri hafa hins vegar komið hingað til lands til vinnu á liðnum árum. Einkum frá Evrópusambandinu. Meðalatvinnuleysi á ársgrundvelli fór mest í 8,3% í kjölfar bankahrunsins. Árlegt meðalatvinnuleysi hefur verið um 4,3% hér á landi undanfarinn aldarfjórðung en um 10% á evrusvæðinu. Jafnvel á uppgangstímum hefur atvinnuleysi þar verið mun meira en hérlendis. Þá er atvinnuleysi innan svæðisins iðulega talsvert meira en innan Evrópusambandsins í heild. Það er að viðbættum ríkjum sem ekki nota evruna. Minna árlegt atvinnuleysi varð þannig í kjölfar bankahrunsins en hefur lengst af verið viðvarandi á evrusvæðinu. Sveiflur í hagkerfum hverfa enda ekki við það að festa gengið eins og fælist í upptöku evrunnar heldur koma einfaldlega fram annars staðar og þá yfirleitt í atvinnustiginu. Þá heitir sá stöðugleiki sem sagður er hafa ríkt á evrusvæðinu réttu nafni efnahagsleg stöðnun og þykir ekki beint æskilegur. Hraðbátarnir og olíuskipið Hvað kórónuveirufaraldurinn varðar, sem Gauti kaus að nefna sem dæmi um það að gott væri að vera í sem nánustum tengslum við Evrópusambandið, tók sambandið bæði seint og illa við sér varðandi bólusetningar og eftirleikurinn varð ekki betri. Þetta varð meðal annars til þess að ófá ríki þess, þar á meðal Þýzkaland, gáfust upp á seinaganginum hjá því og fóru að verða sér úti um bóluefni á eigin vegum. Framganga Evrópusambandsins var harðlega gagnrýnd af miklum Evrópusambandssinnum eins og til dæmis Guy Verhofstadt, fyrrverandi forseta þings sambandsins, sem sakaði það meðal annars um að hafa klúðrað samningum við lyfjaframleiðendur. Þannig hefði til að mynda verið fyrir að fara mjög óljósu orðalagi í samningunum varðandi afhendingartíma ólíkt til dæmis samningum Breta. Spurð út í seinagang Evrópusambandsins miðað við ýmis ríki utan þess gaf Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þá skýringu í febrúar 2021 að ákvarðanaferlið innan þess væri flókið og tímafrekt: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip,“ sagði von der Leyen. Með öðrum orðum svifaseint og lengi að bregðast við. Bölsýnistalið kemur ekki á óvart Framganga Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins er ekkert einsdæmi þegar krísuástand hefur skapazt. Þannig hafa viðbrögð sambandsins ítrekað mislukkast með hliðstæðum hætti þegar miklir erfiðleikar hafa knúið dyra á liðnum árum. Hvort sem það hefur verið, fyrir utan kórónuveirufaraldurinn, efnahagskrísan fyrir 15 árum, flóttamannakrísan um miðjan síðasta áratug eða Úkraínustríðið. Hins vegar hefur samruninn innan Evrópusambandsins og forvera þess alla tíð þrifizt á krísum í samræmi við forskrift franska diplómatans Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, um að krísur yrðu drifkraftur hennar. Við þær aðstæður væri hægt að fá fólk til þess að taka ákvarðanir sem það væri annars mótfallið. Bölsýnistal Gauta kemur þannig ekki mjög á óvart. Við þetta bætist síðan til að mynda sá veruleiki að vægi ríkja innan Evrópusambandsins þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar á meðal um sjávarútvegs- og orkumál sem skipta okkur Íslendinga afar miklu máli. Með öðrum orðum er auðvitað miklu betra hlutskipti að vera hraðbátur en svo gott sem áhrifalausir farþegar í svifaseinu olíuskipi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun