„Við erum ekki svindlarar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 09:31 Kanadísku landsliðskonurnar sýndu mikinn styrk með því að vinna leik sinn í gær undir þessum yfirþyrmandi aðstæðum. Getty/Tullio M. Puglia Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á Ólympíuleikunum í París en liðið er samt með ekkert stig. Kanada fylgdi eftir sigri á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik með 2-1 sigri á Frakklandi í gær. Liðið ætti að vera komið áfram í átta liða úrslitin en það er ekki svo. Sex stig voru dregin af liðunum eftir að upp komst um njósnir starfsmanna kanadíska liðsins. Þjálfarar kanadíska landsliðsins höfðu verið að taka upp æfingar mótherja sinna í leyfisleysi með drónum. Ný-Sjálendingar sáu drónann og kölluðu á lögregluna sem handtók starfsmanninn. Þá kom í ljós að hann var þarna á vegum kanadíska þjálfarateymisins. Bitnar mest á leikmönnum FIFA ákvað að refsa kanadíska liðinu harðlega en það bitnar auðvitað mest á leikmönnum liðsins sem fengu það nánast ómögulega verkefni að komast upp úr riðlinum með sex stig í mínus. Vanessa Gilles skoraði sigurmark kanadíska liðsins á móti Frakklandi í gær. Hún viðurkenndi að hafa næstum því handarbrotið sig í svekkelsiskasti þegar hún frétti af refsingunni. Kanadísku landsliðskonurnar eftir leik á Ólympíuleikunum í París.Getty/ Tullio M. Puglia „Þetta hafa verið 72 tímar þar sem við höfum haft enga stjórn á því sem er að gerast fyrir okkur. Við áttum engan þátt í þessu en það verið að refsa okkur eins og við höfum fallið á lyfjaprófi,“ sagði Gilles og er þar auðvitað að tala um leikmenn kanadíska liðsins. ESPN segir frá. Við gerðum ekkert af okkur „Við erum ekki svindlarar. Við gerðum ekkert af okkur. Við erum orðnar svo þreyttar að þurfa að verja okkur fyrir einhverju sem við gerðum ekki,“ sagði Gilles. „Við höfum ekkert forskot. Við förum út í leikina og gefum allt okkar. Við unnum að þessu allt árið, á hverjum degi. Það að við getum ekkert gert við þessu kallar auðvitað á mikla reiði og mikinn pirring,“ sagði Gilles sem þurrkaði tárin í viðtalinu. Við á móti heiminum „Ég hef aldrei áður upplifað svo sterkar og miklar tilfinningar inn á fótboltavellinum. Ekki einu sinni i úrslitaleik Ólympíuleikanna,“ sagði Gilles en Kanada vann gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum. „Okkur líður eins og þetta séum við á móti öllum heiminum, sagði Jessie Fleming sem skoraði fyrra mark kanadíska liðsins. Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Kanada fylgdi eftir sigri á Nýja-Sjálandi í fyrsta leik með 2-1 sigri á Frakklandi í gær. Liðið ætti að vera komið áfram í átta liða úrslitin en það er ekki svo. Sex stig voru dregin af liðunum eftir að upp komst um njósnir starfsmanna kanadíska liðsins. Þjálfarar kanadíska landsliðsins höfðu verið að taka upp æfingar mótherja sinna í leyfisleysi með drónum. Ný-Sjálendingar sáu drónann og kölluðu á lögregluna sem handtók starfsmanninn. Þá kom í ljós að hann var þarna á vegum kanadíska þjálfarateymisins. Bitnar mest á leikmönnum FIFA ákvað að refsa kanadíska liðinu harðlega en það bitnar auðvitað mest á leikmönnum liðsins sem fengu það nánast ómögulega verkefni að komast upp úr riðlinum með sex stig í mínus. Vanessa Gilles skoraði sigurmark kanadíska liðsins á móti Frakklandi í gær. Hún viðurkenndi að hafa næstum því handarbrotið sig í svekkelsiskasti þegar hún frétti af refsingunni. Kanadísku landsliðskonurnar eftir leik á Ólympíuleikunum í París.Getty/ Tullio M. Puglia „Þetta hafa verið 72 tímar þar sem við höfum haft enga stjórn á því sem er að gerast fyrir okkur. Við áttum engan þátt í þessu en það verið að refsa okkur eins og við höfum fallið á lyfjaprófi,“ sagði Gilles og er þar auðvitað að tala um leikmenn kanadíska liðsins. ESPN segir frá. Við gerðum ekkert af okkur „Við erum ekki svindlarar. Við gerðum ekkert af okkur. Við erum orðnar svo þreyttar að þurfa að verja okkur fyrir einhverju sem við gerðum ekki,“ sagði Gilles. „Við höfum ekkert forskot. Við förum út í leikina og gefum allt okkar. Við unnum að þessu allt árið, á hverjum degi. Það að við getum ekkert gert við þessu kallar auðvitað á mikla reiði og mikinn pirring,“ sagði Gilles sem þurrkaði tárin í viðtalinu. Við á móti heiminum „Ég hef aldrei áður upplifað svo sterkar og miklar tilfinningar inn á fótboltavellinum. Ekki einu sinni i úrslitaleik Ólympíuleikanna,“ sagði Gilles en Kanada vann gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó fyrir þremur árum. „Okkur líður eins og þetta séum við á móti öllum heiminum, sagði Jessie Fleming sem skoraði fyrra mark kanadíska liðsins.
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira