Bayern birti myndband á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag þar sem sjá má Glódísi Perlu ásamt þýska markverðinum Mariu Luisa Grohs setja Þýskalandsskjöldinn í glerskáp í miðju bikarsafni Bayern.
🗣️ „Ein besonderer Moment" - Torhüterin Mala #Grohs und Kapitänin @glodisperla haben die Meisterschale in das #FCBayern Museum gebracht. 🏆
— 🏆 MEISTERINNEN 🏆 (@FCBfrauen) July 29, 2024
ℹ️ https://t.co/BT5MjSPD1u#FCBFrauen #MiaSanMia #Meisterinnen pic.twitter.com/9GMxE8mkVB
„Það er auðveldara að vinna titil en að verja hann, að fara inn í síðasta tímabil sem ríkjandi meistari og ná að halda skildinum í München er annað skref í okkar vegferð. Fyrir mig persónulega var þetta mjög sérstakt þar sem þetta var mitt fyrsta tímabil sem fyrirliði liðsins,“ sagði Glódís Perla í myndbandinu sem sjá má hér að ofan.
Hin 29 ára gamla Glódís Perla er ekki aðeins fyrirliði Bayern heldur einnig íslenska landsliðsins þar sem hún hefur leikið 128 leiki til þessa.