Ekki hrifin af breytingum og óskar Höllu velfarnaðar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. júlí 2024 11:22 Eliza kveður Bessastaði á morgun. Eliza Reid Eliza Reid segist ekki fagna miklum breytingum en þakkar fyrir árin sem forsetafrú og óskar Höllu Tómasdóttur, sem svarin verður í embætti forseta á morgun, og eiginmanni hennar Birni velfarnaðar. Eliza birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún fjallar um að kveðja Bessastaði eftir átta ár sem forsetafrú. „Daginn í dag er ég forsetafrú í síðasta sinn. Á morgun verð ég horfin úr því óformlega hlutverki. Það hefur verið einstakur heiður að þjóna mínu nýja landi á þennan hátt, á hátt sem ég bjóst svo sannarlega ekki við,“ skrifar hún. Undarleg upplifun Eliza segist vera þakklát öllum þeim sem hafa kynnt íslenskt samfélag fyrir þeim Guðna og þeim sem réttu henni hjálparhönd þegar hún missteig sig. „Ég þakka þeim sem við höfum unnið með undanfarin átta ár, ekki síst þeim sem hafa aðstoðað okkur með börnin á mikilvægum tíma í þeirra uppvexti. Ég þakka öllum nýju vinunum sem ég hef eignast hér heima á Íslandi og einnig erlendis, þeirra á meðal öðrum mökum þjóðhöfðingja sem þekkja þessa einstöku stöðu sem man lendir í. Og ég þakka öllum gömlu vinunum og ættingjunum sem hafa vonandi fundið að man er sama manneskjan og man hefur alltaf verið,“ skrifar Eliza. Hún segir það undarlega upplifun að verða þjóðþekkt fyrir það eitt að eiga eiginmann í tiltekinni stöðu en að hún sé sérlega stolt af Guðna og hans afrekum á forsetastóli. Hún hafi þó einnig kostað kapps um að sinna sínum eigin vekum. „Þess vegna ákvað ég að taka til máls á opinberum vettvangi, vera ég sjálf á mínum eigin forsendum í öllu þessu ævintýri. Ég notaði sviðsljósið til þess að vekja athygli á brýnum viðfangsefnum: jafnrétti kynjanna, fjölbreytileika, fjölmenningu og inngildingu, kynningu á íslenskri menningu og náttúru, sjálfbærri ferðamennsku og nýsköpun,“ segir hún. Hlakkar til að sjá hvernig Halla mótar embættið Eliza segist ekkert endilega fagna miklum breytingum en að hin fagra óvissa lífsins liggi í því að maður viti ekki fyrir víst hvað gerist í framtíðinni. Fyrsta skáldsaga hennar komi úr næsta vor og hún sé þegar byrjuð að vinna að næstu bók. „Ég óska Höllu og Birni alls velfarnaðar í þeirra nýju vegferð og hlakka til að sjá hvernig þau móta sín hlutverk. Að lokum þakka ég ykkur öllum frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir að hafa gert síðustu átta ár að einstöku ævintýri í lífi mínu og fyrir að hafa nært þá von mína að ef við tökum höndum saman mun okkar auðnast að gera heiminn ögn betri á morgun en hann er í dag,“ segir Eliza. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Eliza birti færslu á síðu sinni á Facebook í dag þar sem hún fjallar um að kveðja Bessastaði eftir átta ár sem forsetafrú. „Daginn í dag er ég forsetafrú í síðasta sinn. Á morgun verð ég horfin úr því óformlega hlutverki. Það hefur verið einstakur heiður að þjóna mínu nýja landi á þennan hátt, á hátt sem ég bjóst svo sannarlega ekki við,“ skrifar hún. Undarleg upplifun Eliza segist vera þakklát öllum þeim sem hafa kynnt íslenskt samfélag fyrir þeim Guðna og þeim sem réttu henni hjálparhönd þegar hún missteig sig. „Ég þakka þeim sem við höfum unnið með undanfarin átta ár, ekki síst þeim sem hafa aðstoðað okkur með börnin á mikilvægum tíma í þeirra uppvexti. Ég þakka öllum nýju vinunum sem ég hef eignast hér heima á Íslandi og einnig erlendis, þeirra á meðal öðrum mökum þjóðhöfðingja sem þekkja þessa einstöku stöðu sem man lendir í. Og ég þakka öllum gömlu vinunum og ættingjunum sem hafa vonandi fundið að man er sama manneskjan og man hefur alltaf verið,“ skrifar Eliza. Hún segir það undarlega upplifun að verða þjóðþekkt fyrir það eitt að eiga eiginmann í tiltekinni stöðu en að hún sé sérlega stolt af Guðna og hans afrekum á forsetastóli. Hún hafi þó einnig kostað kapps um að sinna sínum eigin vekum. „Þess vegna ákvað ég að taka til máls á opinberum vettvangi, vera ég sjálf á mínum eigin forsendum í öllu þessu ævintýri. Ég notaði sviðsljósið til þess að vekja athygli á brýnum viðfangsefnum: jafnrétti kynjanna, fjölbreytileika, fjölmenningu og inngildingu, kynningu á íslenskri menningu og náttúru, sjálfbærri ferðamennsku og nýsköpun,“ segir hún. Hlakkar til að sjá hvernig Halla mótar embættið Eliza segist ekkert endilega fagna miklum breytingum en að hin fagra óvissa lífsins liggi í því að maður viti ekki fyrir víst hvað gerist í framtíðinni. Fyrsta skáldsaga hennar komi úr næsta vor og hún sé þegar byrjuð að vinna að næstu bók. „Ég óska Höllu og Birni alls velfarnaðar í þeirra nýju vegferð og hlakka til að sjá hvernig þau móta sín hlutverk. Að lokum þakka ég ykkur öllum frá mínum dýpstu hjartarótum fyrir að hafa gert síðustu átta ár að einstöku ævintýri í lífi mínu og fyrir að hafa nært þá von mína að ef við tökum höndum saman mun okkar auðnast að gera heiminn ögn betri á morgun en hann er í dag,“ segir Eliza.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira