Þetta staðfestir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við Vísi en lögreglan var kölluð út klukkan 14:10 í dag vegna slyssins. Hann segir ekki liggja fyrir hvort að um Íslendinga eða erlenda ferðamenn var að ræða.
„Þetta voru tveir bílar sem lentu saman við gatnamótin. Eftir því sem ég kemst næst voru þau ekki alvarlega slösuð en ástæða til að kanna það nánar. Þau eru sennilega bara enn þá á leiðinni.“