Sport

Franskar kar­töflur og avókadó á bann­lista í Ólympíu­þorpinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snoop Dogg er örugglega hissa á því eins og aðrir að franskar og avókadó eru á bannlista í Ólympíuþorpinu.
Snoop Dogg er örugglega hissa á því eins og aðrir að franskar og avókadó eru á bannlista í Ólympíuþorpinu. Getty/Arturo Holmes

Íþróttafólkið borðar í risastórum matsal í Ólympíuþorpinu í París og eftir brösuga byrjun virðist nú vera nóg af próteini fyrir alla eftir smá skort fyrstu dagana. Það er aftur á móti ekki von á ákveðnum afurðum á borð íþróttafólksins.

Frakkar hafa lagt mikla áherslu um að þessir Ólympíuleikar snúist um sjálfbærni og að það sé lögð áhersla á það að passa upp á náttúruna.

Þessi stefna hefur áhrif á það sem íþróttafólkið fær að borða í matsalnum. Það er samt von að sumir spyrji sig þessarar spurningar.

Af hverju eru franskar kartöflur og avókadó á bannlista í Ólympíuþorpinu. NBC hafði svarið.

Franskarnar eru bannaðar af því að það er svo mikil eldhætta að djúpsteikja þær í svo miklum mæli í Ólympíuþorpinu en avókadó er bannað af umhverfisástæðum. Ávöxturinn er bæði fluttur langar vegalengdir sem og það er notað mikið vatn við framleiðslu þeirra.

Annað á bannlista eru gæsalifur eða andalifur [foie gras] en það kemur til af því að mótshöldurum er umhugað um velferð dýra. Frönsku samtök um velferð dýra, sýndu fram á það að fuglum sé misþyrmt í ferlinu til að fá lifrina sem stærsta.

Verði íþróttafólkið endilega að borða þessa fyrrnefndu afurðir þá verða þau örugglega ekki í mikum vandræðum með því að finna þær á götum Parísar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×