Íhugar að leggja rauða nefinu eftir fimmtíu ára glens og grín Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2024 09:36 Skralli trúður neitar að hætta þó Aðalsteinn sé klár í það. Aðalsteinn Bergdal leikari, sem betur er þekktur sem Skralli trúður og búsettur er í Hrísey, íhugar að leggja rauða nefið á hilluna. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þetta eru svolítil snúin augnablik. Ég ætlaði að hætta þegar hann yrði 45 ára, trúðurinn. Svo var ég plataður árið eftir og svo aftur árið eftir. Nú er ég búinn að vera í fjögur skipti og nú er að falla í garð afmælisdagurinn hans, fimmtíu ára afmæli trúðsins,“ segir Aðalsteinn. Afmælið ber upp þann 4. ágúst. „Hann er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun,“ segir Aðalsteinn hlæjandi um starfslokin og vísar til Skralla. „Ég er náttúrulega búinn að því fyrir löngu. Líkast til. En þetta er bara gaman og maður finnur hvað maður gleður marga í kringum sig og það er stór hluti af þessu. Það er voða erfitt að stoppa hann ef maður hefur heilsu í þetta. Þetta er svona stopp með gæsalöppum held ég.“ Skralli varð til fyrir slysni Í Bítinu útskýrir Aðalsteinn að Skralli trúður hafi orðið til fyrir hálfgerða slysni fyrir hálfri öld síðan. Um var að ræða fyrstu edrú hátíðina á verslunarmannahelginni í Hrafnagili í Eyjafirði. „Það var búið að fá tvo menn, annan til að skemmta fullorðnu fólki og hinn til að skemmta börnum, en svo viku fyrir tímann, þá kemur í ljós að þessi sem átti að vera með börnunum hann hafði verið kominn í glasið og menn voru eitthvað hræddir við að það gæti tekið alveg tvær, þrjár vikur, svoleiðis að þeir þorðu ekki öðru en að bregðast við og það var hringt í mig, hvort ég væri ekki til í að gera eitthvað fyrir börnin þarna.“ Aðalsteinn hafði þá verið um nokkurra ára bil í leikhúsinu en var samt efins. Hann sagðist hafa hugsað sig vel um, hann var alveg til í að vera með krökkunum og leika en átti erfiðara með tilhugsunina um að vera uppi á sviði. Stóra spurningin hafi verið hvað hann ætti að gera og hver hann ætti að vera. „Á endanum þá man ég eftir því innan úr leikhúsi að einhverstaðar hafði ég munað eftir einhverjum galla sem gæti alveg verið svona trúðagalli og svo svona lítill hattur,“ útskýrir Aðalsteinn. Hann lýsir því hvernig hann hafi fengið tveggja manna hjól að láni frá vélstjóra í bænum og aðstoð frá Dóra skósmið til að smíða stærðarinnar trúðaskó. Hjólaði í trúðabúningnum á fyrsta giggið „Ég mála mig í leikhúsinu, hjóla frameftir, og hafði ekki alveg hugsað út í skóna. Þetta var ekki það besta á pedalana. En ég fór frameftir og það var nú ekki malbikað eins og núna, heldur bara rykugur vegur og holóttur og bílar endalaust, þannig ég var bara í rykmekkinum á leiðinni suður í Hrafnagil og sítalandi náttúrulega við þennan sem var með mér aftan á hinu sætinu. Þannig þegar ég kem í Hrafnagil þá var ég bara gjörsamlega búinn, stóð varla á fótunum.“ Þrátt fyrir þetta fór Aðalsteinn upp á svið. Það hafi gengið ágætlega. Úti á túni hafi hann þar verið með 113 krökkum í allskyns leikjum og trúðnum gert allt til miska. „Það var kastað heyi í mig og mold, troðið inn á mig og sparkað í mig og ég veit ekki hvað var ekki gert. Þannig ég ákvað í mínum huga, ég var ráðinn þarna í tvo daga, laugardag og sunnudag, ég var ákveðinn í því að ég skildi klára þennan hávítis morgundag en síðan skildi ég ekki fara í svona neitt meir. Síðan er liðin bara hálf öld,“ segir Aðalsteinn hlæjandi. Grín og gaman Hrísey Akureyri Bítið Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
„Þetta eru svolítil snúin augnablik. Ég ætlaði að hætta þegar hann yrði 45 ára, trúðurinn. Svo var ég plataður árið eftir og svo aftur árið eftir. Nú er ég búinn að vera í fjögur skipti og nú er að falla í garð afmælisdagurinn hans, fimmtíu ára afmæli trúðsins,“ segir Aðalsteinn. Afmælið ber upp þann 4. ágúst. „Hann er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun,“ segir Aðalsteinn hlæjandi um starfslokin og vísar til Skralla. „Ég er náttúrulega búinn að því fyrir löngu. Líkast til. En þetta er bara gaman og maður finnur hvað maður gleður marga í kringum sig og það er stór hluti af þessu. Það er voða erfitt að stoppa hann ef maður hefur heilsu í þetta. Þetta er svona stopp með gæsalöppum held ég.“ Skralli varð til fyrir slysni Í Bítinu útskýrir Aðalsteinn að Skralli trúður hafi orðið til fyrir hálfgerða slysni fyrir hálfri öld síðan. Um var að ræða fyrstu edrú hátíðina á verslunarmannahelginni í Hrafnagili í Eyjafirði. „Það var búið að fá tvo menn, annan til að skemmta fullorðnu fólki og hinn til að skemmta börnum, en svo viku fyrir tímann, þá kemur í ljós að þessi sem átti að vera með börnunum hann hafði verið kominn í glasið og menn voru eitthvað hræddir við að það gæti tekið alveg tvær, þrjár vikur, svoleiðis að þeir þorðu ekki öðru en að bregðast við og það var hringt í mig, hvort ég væri ekki til í að gera eitthvað fyrir börnin þarna.“ Aðalsteinn hafði þá verið um nokkurra ára bil í leikhúsinu en var samt efins. Hann sagðist hafa hugsað sig vel um, hann var alveg til í að vera með krökkunum og leika en átti erfiðara með tilhugsunina um að vera uppi á sviði. Stóra spurningin hafi verið hvað hann ætti að gera og hver hann ætti að vera. „Á endanum þá man ég eftir því innan úr leikhúsi að einhverstaðar hafði ég munað eftir einhverjum galla sem gæti alveg verið svona trúðagalli og svo svona lítill hattur,“ útskýrir Aðalsteinn. Hann lýsir því hvernig hann hafi fengið tveggja manna hjól að láni frá vélstjóra í bænum og aðstoð frá Dóra skósmið til að smíða stærðarinnar trúðaskó. Hjólaði í trúðabúningnum á fyrsta giggið „Ég mála mig í leikhúsinu, hjóla frameftir, og hafði ekki alveg hugsað út í skóna. Þetta var ekki það besta á pedalana. En ég fór frameftir og það var nú ekki malbikað eins og núna, heldur bara rykugur vegur og holóttur og bílar endalaust, þannig ég var bara í rykmekkinum á leiðinni suður í Hrafnagil og sítalandi náttúrulega við þennan sem var með mér aftan á hinu sætinu. Þannig þegar ég kem í Hrafnagil þá var ég bara gjörsamlega búinn, stóð varla á fótunum.“ Þrátt fyrir þetta fór Aðalsteinn upp á svið. Það hafi gengið ágætlega. Úti á túni hafi hann þar verið með 113 krökkum í allskyns leikjum og trúðnum gert allt til miska. „Það var kastað heyi í mig og mold, troðið inn á mig og sparkað í mig og ég veit ekki hvað var ekki gert. Þannig ég ákvað í mínum huga, ég var ráðinn þarna í tvo daga, laugardag og sunnudag, ég var ákveðinn í því að ég skildi klára þennan hávítis morgundag en síðan skildi ég ekki fara í svona neitt meir. Síðan er liðin bara hálf öld,“ segir Aðalsteinn hlæjandi.
Grín og gaman Hrísey Akureyri Bítið Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira