Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. ágúst 2024 14:19 Viðmælendur fréttastofu voru ánægðir með embættisverk Guðna undanfarin átta ár. Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. Halla verður sett í embætti í dag við hátíðlega athöfn á Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson stýrði sínum síðasta ríkisráðsfundi á Alþingi í gær og veitti fréttastofu viðtal í tilefni tímamótanna. Þar fór forseti um víðan völl og ræddi nýleg bílakaup verðandi forseta, dramað í kringum Eurovision og ýmsa hápunkta á átta ára tíð. Fréttastofa spurði landsmenn á förnum vegi hvernig þeim fyndist Guðni hafa staðið sig. „Mjög mjög vel. Ég er mjög ánægður með manninn. Bara tíu af tíu,“ segir Ingólfur Daði Guðvarðarson sem bætir við að honum lítist vel á Höllu. „Mér finnst hann hafa staðið sig vel í sambandi við samskipti við þennan almenna borgara, með börnin og tekið þátt í ýmsu,“ segir Sigvaldi Friðgeirsson. Hann vonar að Halla geri góða hluti í starfi. Aðalbjörg Helgadóttir er ánægð með Guðna. „Hans verður sárt saknað. Ég fékk tár í augun þegar hann tilkynnti að hann ætlaði ekki að vera áfram á nýársdag. Ég var pínu klökk,“ segir Aðalbjörg. Hún tekur nýjum forseta fagnandi. „Ég held að hún sé bara fín. Hún er auðvitað allt öðruvísi held ég en verður spennandi að fylgjast með hvernig hún mun tækla þetta embætti, hvaða stefnu hún tekur og áherslur.“ Guðmundur Eiríksson er yfirvegaður í svörum. „Það kemur maður í manns stað. En hann hefur staðið sig mjög vel,“ segir Guðmundur. Varðandi Höllu og hvernig honum líst á hana sagði Guðmundur: „Það verður að koma í ljós þegar tíminn líður aðeins.“ Salka Pálmadóttir er mjög ánægð með Guðna en horfir björtum augum á verðandi forsetatíð Höllu. „Ég er mjög spennt að sjá hvað hún mun gera.“ Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Halla verður sett í embætti í dag við hátíðlega athöfn á Alþingi. Guðni Th. Jóhannesson stýrði sínum síðasta ríkisráðsfundi á Alþingi í gær og veitti fréttastofu viðtal í tilefni tímamótanna. Þar fór forseti um víðan völl og ræddi nýleg bílakaup verðandi forseta, dramað í kringum Eurovision og ýmsa hápunkta á átta ára tíð. Fréttastofa spurði landsmenn á förnum vegi hvernig þeim fyndist Guðni hafa staðið sig. „Mjög mjög vel. Ég er mjög ánægður með manninn. Bara tíu af tíu,“ segir Ingólfur Daði Guðvarðarson sem bætir við að honum lítist vel á Höllu. „Mér finnst hann hafa staðið sig vel í sambandi við samskipti við þennan almenna borgara, með börnin og tekið þátt í ýmsu,“ segir Sigvaldi Friðgeirsson. Hann vonar að Halla geri góða hluti í starfi. Aðalbjörg Helgadóttir er ánægð með Guðna. „Hans verður sárt saknað. Ég fékk tár í augun þegar hann tilkynnti að hann ætlaði ekki að vera áfram á nýársdag. Ég var pínu klökk,“ segir Aðalbjörg. Hún tekur nýjum forseta fagnandi. „Ég held að hún sé bara fín. Hún er auðvitað allt öðruvísi held ég en verður spennandi að fylgjast með hvernig hún mun tækla þetta embætti, hvaða stefnu hún tekur og áherslur.“ Guðmundur Eiríksson er yfirvegaður í svörum. „Það kemur maður í manns stað. En hann hefur staðið sig mjög vel,“ segir Guðmundur. Varðandi Höllu og hvernig honum líst á hana sagði Guðmundur: „Það verður að koma í ljós þegar tíminn líður aðeins.“ Salka Pálmadóttir er mjög ánægð með Guðna en horfir björtum augum á verðandi forsetatíð Höllu. „Ég er mjög spennt að sjá hvað hún mun gera.“
Guðni Th. Jóhannesson Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira