Þetta kemur fram í tilkynningu á vef lögreglunnar, en þar segir að tollverðir hafi haft afskipti af konunni og reynst vera með 160 pakkningar af eiturlyfjum í meltingarvegi. Á meðal fíkniefna hafi verið kókaín.
„Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar en drengurinn er í öruggum höndum barnaverndaryfirvalda á Suðurnesjum,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að rannsókn málsins gangi vel
Þá kemur fram að drengurinn sé ekki talinn tengjast innflutningi fíkniefnanna. Þó þyki ekki ólíklegt að hann hafi verið með í för til þess að villa um fyrir tollgæslu og lögreglu.
Lögreglan segist ekki ætla að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Hún tekur þó fram að ýmislegt sé reynt til að koma ólöglegum fíkniefnum inn í landið.