Milli vonar og ótta Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. ágúst 2024 09:01 „Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“ Talsvert hefur verið rætt um stöðuna í efnahagslífi Bretlands af hérlendum Evrópusambandssinnum, og verið dregin upp dökk mynd í þeim efnum og það skrifað alfarið á reikning útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Hafa þá iðulega fylgt talsvert digurbarkalegar yfirlýsingar um það að Bretar hefðu betur haft vit á því að vera áfram í sambandinu. Þar væri staðan sem sagt miklu betri en hjá Bretunum. Til dæmis stökk Evrópuhreyfingin á dögunum á fréttir um skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þar sem fjallað var um lítinn hagvöxt í Bretlandi og sló því upp á Facebook með dramatískri tilvitnun í formann systursamtaka þeirra þar í landi. Hins vegar láðist þeim alveg að kanna hvernig staðan væri innan Evrópusambandsins til samanburðar. Þá einkum og sér í lagi í Þýzkalandi, öflugasta hagkerfi þess. Fast í langvarandi stöðnun „Horft á heildina staðfesta fyrirliggjandi gögn enn og aftur að Þýskaland er eftirbátur annarra þegar kemur að hagvexti á evrusvæðinu,“ segir enn fremur í greiningu ING. Ekki verði auðvelt fyrir landið að komast út úr þeirri langvarandi stöðnun sem það hafi verið í. Vonir hefðu staðið til þess að viðsnúningur væri að eiga sér stað síðasta vetur og að svartsýni undanfarinna ára væri að baki en sú hefði ekki orðið raunin. Hagvöxtur í Þýzkalandi var neikvæður um 0,3% á síðasta ári og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,1% í ár samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hliðstæða sögu er að segja af ófáum öðrum evruríkjum. Til að mynda var hagvöxtur í Finnlandi neikvæður um 1% á síðasta ári og er spáð engum vexti á þessu ári. Þá var hagvöxtur í Austurríki neikvæður um 0,8% á síðasta ári og spáð 0,3% vexti í ár. Hvað Holland varðar var hagvöxtur þar á síðasta ári 0,1% og spáð 0,8% vexti í ár. Varðandi Eistland var hagvöxtur þar í landi á síðasta ári neikvæður um 3% og er gert ráð fyrir því að hann verði neikvæður á þessu ári um 0,5%. Þá er spáð 0,9% hagvexti á Ítalíu á þessu ári og 0,7% í Frakklandi. Til samanburðar var hagvöxtur í Bretlandi á síðasta ári 0,1% og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,7% á þessu ári. Horfur í Bretlandi jákvæðar Horfur í brezkum efnahagsmálum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru annars mjög langt frá því að vera eins neikvæðar og haldið hefur verið fram í röðum Evrópusambandssinna. Í það minnsta ekki verri en í tilfelli helztu ríkja evrusvæðisins. Í reynd eru þær ágætlega jákvæðar eins og fram kemur til að mynda í fréttatilkynningu vegna nýjustu skýrslu sjóðsins um stöðu efnahagsmála í Bretlandi 8. júlí í sumar. „Hagkerfið nálgast mjúka lendingu samhliða meiri hagvaxtaraukningu en gert hafði verið ráð fyrir í kjölfar vægs tæknilegs samdráttar á árinu 2023. Verðbólga hefur farið ört lækkandi og nánast náð verðbólgumarkmiði eftir að hafa verið í tveggja stafa tölu á síðasta ári þar sem miklar hækkanir á orkuverði hafa gengið til baka og áhrif frá aðhaldssamari peningastefnu á eftirspurn hafa skilað sér,“ segir þannig í henni. Hóflegum hagvexti sé spáð í ár og 1,5% á því næsta samhliða hagstæðari efnahagsaðstæðum. Óvissa í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari áfram minnkandi samhliða bættu fyrirkomulagi á landamærunum að Írlandi, endurskoðun á regluverki sem Bretar hafi erft frá Brussel og harðfylgi brezks útflutningsiðnaðar. Útflutningur til sambandsins sé hins vegar enn að aðlagast nýjum aðstæðum. Miður æskilegur stöðugleiki Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en ekki sérlega æskilegan. Tal um vaxtamun á milli Íslands og evrusvæðisins felur þannig ekki í sér samanburð á hérlendum vöxtum við vaxtastig sem er til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti. Meðal þess sem efnahagsleg stöðnun felur í sér er lítill eða enginn hagvöxtur, minni framleiðni og verðmætasköpun, minni fjárfesting og mikið og viðvarandi atvinnuleysi. Einkenni sem verið hafa áberandi víðar á svæðinu en í Þýzkalandi. Málflutningur í röðum Evrópusambandssinna um stöðu efnahagsmála í Bretlandi er afar lýsandi fyrir framgöngu þeirra almennt. Reynt er að draga upp sem allra dekksta mynd af bæði brezku og íslenzku efnahagslífi á sama tíma og gert að því skóna að smjör drjúpi af hverju strái á evrusvæðinu en forðast að nefna óþægilegar tölur í því sambandi enda mjög langur vegur frá því að það samrýmist raunveruleikanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
„Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“ Talsvert hefur verið rætt um stöðuna í efnahagslífi Bretlands af hérlendum Evrópusambandssinnum, og verið dregin upp dökk mynd í þeim efnum og það skrifað alfarið á reikning útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Hafa þá iðulega fylgt talsvert digurbarkalegar yfirlýsingar um það að Bretar hefðu betur haft vit á því að vera áfram í sambandinu. Þar væri staðan sem sagt miklu betri en hjá Bretunum. Til dæmis stökk Evrópuhreyfingin á dögunum á fréttir um skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þar sem fjallað var um lítinn hagvöxt í Bretlandi og sló því upp á Facebook með dramatískri tilvitnun í formann systursamtaka þeirra þar í landi. Hins vegar láðist þeim alveg að kanna hvernig staðan væri innan Evrópusambandsins til samanburðar. Þá einkum og sér í lagi í Þýzkalandi, öflugasta hagkerfi þess. Fast í langvarandi stöðnun „Horft á heildina staðfesta fyrirliggjandi gögn enn og aftur að Þýskaland er eftirbátur annarra þegar kemur að hagvexti á evrusvæðinu,“ segir enn fremur í greiningu ING. Ekki verði auðvelt fyrir landið að komast út úr þeirri langvarandi stöðnun sem það hafi verið í. Vonir hefðu staðið til þess að viðsnúningur væri að eiga sér stað síðasta vetur og að svartsýni undanfarinna ára væri að baki en sú hefði ekki orðið raunin. Hagvöxtur í Þýzkalandi var neikvæður um 0,3% á síðasta ári og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,1% í ár samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hliðstæða sögu er að segja af ófáum öðrum evruríkjum. Til að mynda var hagvöxtur í Finnlandi neikvæður um 1% á síðasta ári og er spáð engum vexti á þessu ári. Þá var hagvöxtur í Austurríki neikvæður um 0,8% á síðasta ári og spáð 0,3% vexti í ár. Hvað Holland varðar var hagvöxtur þar á síðasta ári 0,1% og spáð 0,8% vexti í ár. Varðandi Eistland var hagvöxtur þar í landi á síðasta ári neikvæður um 3% og er gert ráð fyrir því að hann verði neikvæður á þessu ári um 0,5%. Þá er spáð 0,9% hagvexti á Ítalíu á þessu ári og 0,7% í Frakklandi. Til samanburðar var hagvöxtur í Bretlandi á síðasta ári 0,1% og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,7% á þessu ári. Horfur í Bretlandi jákvæðar Horfur í brezkum efnahagsmálum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru annars mjög langt frá því að vera eins neikvæðar og haldið hefur verið fram í röðum Evrópusambandssinna. Í það minnsta ekki verri en í tilfelli helztu ríkja evrusvæðisins. Í reynd eru þær ágætlega jákvæðar eins og fram kemur til að mynda í fréttatilkynningu vegna nýjustu skýrslu sjóðsins um stöðu efnahagsmála í Bretlandi 8. júlí í sumar. „Hagkerfið nálgast mjúka lendingu samhliða meiri hagvaxtaraukningu en gert hafði verið ráð fyrir í kjölfar vægs tæknilegs samdráttar á árinu 2023. Verðbólga hefur farið ört lækkandi og nánast náð verðbólgumarkmiði eftir að hafa verið í tveggja stafa tölu á síðasta ári þar sem miklar hækkanir á orkuverði hafa gengið til baka og áhrif frá aðhaldssamari peningastefnu á eftirspurn hafa skilað sér,“ segir þannig í henni. Hóflegum hagvexti sé spáð í ár og 1,5% á því næsta samhliða hagstæðari efnahagsaðstæðum. Óvissa í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari áfram minnkandi samhliða bættu fyrirkomulagi á landamærunum að Írlandi, endurskoðun á regluverki sem Bretar hafi erft frá Brussel og harðfylgi brezks útflutningsiðnaðar. Útflutningur til sambandsins sé hins vegar enn að aðlagast nýjum aðstæðum. Miður æskilegur stöðugleiki Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en ekki sérlega æskilegan. Tal um vaxtamun á milli Íslands og evrusvæðisins felur þannig ekki í sér samanburð á hérlendum vöxtum við vaxtastig sem er til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti. Meðal þess sem efnahagsleg stöðnun felur í sér er lítill eða enginn hagvöxtur, minni framleiðni og verðmætasköpun, minni fjárfesting og mikið og viðvarandi atvinnuleysi. Einkenni sem verið hafa áberandi víðar á svæðinu en í Þýzkalandi. Málflutningur í röðum Evrópusambandssinna um stöðu efnahagsmála í Bretlandi er afar lýsandi fyrir framgöngu þeirra almennt. Reynt er að draga upp sem allra dekksta mynd af bæði brezku og íslenzku efnahagslífi á sama tíma og gert að því skóna að smjör drjúpi af hverju strái á evrusvæðinu en forðast að nefna óþægilegar tölur í því sambandi enda mjög langur vegur frá því að það samrýmist raunveruleikanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun