Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2024 14:44 Mikill fjöldi fólks er á Einni með öllu á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hilmar Friðjónsson Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. Í gær var heilmikil dagskrá á Ráðhústorginu, sem ekki var í fyrra og hittiðfyrra. „Við ákváðum að breyta aðeins til og byrja með það aftur og það var sett upp lítið svið og það var mörg þúsund manns. Ég hef sjaldan séð jafn mikinn fjölda hérna í bænum,“ segir Davíð. Dagskráin hélt áfram langt fram eftir kvöldi í gær og ekki minna um að vera í dag. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá svipmyndir frá Akureyri um helgina. Klippa: Stemning á Einni með öllu „Aðal dæmið okkar í dag er kannski Kjarnaskógur, það er skógardagurinn. Þarna er rosalega margt í gangi fyrir alla fjölskylduna. Þetta gæti ekki orðið meira fjölskyldu eins og Kjarnaskógsdagurinn er,“ segir Davíð Þá nær hátíðin hápunkti á Sparitónleikum Einnar með öllu á Leikhúsflötinni í kvöld þar sem fram koma Herra Hnetusmjör, Prettyboitjokko, Kristmundur Axel, Birna Karen, Stjórnin, Páll Óskar, Saint Pete, Drottningar og hljómsveitin 7.9.13. „Miðað við stöðuna hérna núna þá getur veðrið ekkert versnað. Það getur bara ekki gert það, það er bannað,“ segir Davíð, sem er bjartsýnn á áframhaldandi gleði og glaum á Akureyri. „Sólin á heima á Akureyri.“ Akureyri Tónlist Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Sjá meira
Í gær var heilmikil dagskrá á Ráðhústorginu, sem ekki var í fyrra og hittiðfyrra. „Við ákváðum að breyta aðeins til og byrja með það aftur og það var sett upp lítið svið og það var mörg þúsund manns. Ég hef sjaldan séð jafn mikinn fjölda hérna í bænum,“ segir Davíð. Dagskráin hélt áfram langt fram eftir kvöldi í gær og ekki minna um að vera í dag. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá svipmyndir frá Akureyri um helgina. Klippa: Stemning á Einni með öllu „Aðal dæmið okkar í dag er kannski Kjarnaskógur, það er skógardagurinn. Þarna er rosalega margt í gangi fyrir alla fjölskylduna. Þetta gæti ekki orðið meira fjölskyldu eins og Kjarnaskógsdagurinn er,“ segir Davíð Þá nær hátíðin hápunkti á Sparitónleikum Einnar með öllu á Leikhúsflötinni í kvöld þar sem fram koma Herra Hnetusmjör, Prettyboitjokko, Kristmundur Axel, Birna Karen, Stjórnin, Páll Óskar, Saint Pete, Drottningar og hljómsveitin 7.9.13. „Miðað við stöðuna hérna núna þá getur veðrið ekkert versnað. Það getur bara ekki gert það, það er bannað,“ segir Davíð, sem er bjartsýnn á áframhaldandi gleði og glaum á Akureyri. „Sólin á heima á Akureyri.“
Akureyri Tónlist Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Fleiri fréttir Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Sjá meira