Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. ágúst 2024 19:37 Karl Gauti lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. vísir/viktor freyr Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Karl Gauta í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum þar sem margir dvelja sem hafa flúið hvassvirði og rigninu. Karl Gauti segir helgina hafa gengið afskaplega vel frá sjónarhóli löggæslunnar. „Það hefur ekkert stórkostlegt komið upp varðandi afbrot. Þá er ég að tala um líkamsárásir, fíkniefnabrot, kynferðisbrot, þetta hefur allt verið í lágmarki. Við erum til dæmis að finna mun minna af fíkniefnum en vanalega. Engin alvarleg líkamsárás og ekkert tilkynnt kynferðisbrot. Þegar þetta er raunin þá erum við sáttir.“ Staðan í Herjólfshöllinni.vísir/viktor freyr Veðrið hafi hins vegar sett strik í reikninginn. „Það hefur rignt og verið hvasst. Við höfum þurft að bjóða sumum þjóðhátíðargestum hingað inn í þessa höll, sem er í sjálfu sér frábært. Að hafa aðstöðu til að bjóða fólki að vera inni fyrir veðrinu, þeim sem hafa lent í hrakningum,“ segir Karl Gauti. Hann bætir við að hann gruni að fólk skemmti sér jafn vel og vanalega þrátt fyrir veðrið. Varðandi leitina sem fór fram að ungum manni í dag segir Karl Gauti að veðrið hafi ekki haft áhrif á leitina. „Við vorum með dróna og þyrlan á leiðinni. En sem betur fer kom hann í leitirnar og er bara sprækur. Fyrir það þökkum við.“ Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. 4. ágúst 2024 10:59 Aurskriðuhætta og allt að fjörutíu metrar á sekúndu í hviðum Gular veðurviðvaranir ganga í gildi víða á Suður- og Austurlandi síðdegis í dag og í kvöld. Búist er við norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu síðdegis með snörpum vindhviðum við fjöll. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum áður en lagt er af stað. Þá er búist er við úrhellis rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun með tilheyrandi skriðuhættu. Sumarið hefur verið mjög blautt og jarðvegur víða mettaður sem eykur lýkur á skriðuföllum að sögn sérfræðings. 4. ágúst 2024 13:56 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við Karl Gauta í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum þar sem margir dvelja sem hafa flúið hvassvirði og rigninu. Karl Gauti segir helgina hafa gengið afskaplega vel frá sjónarhóli löggæslunnar. „Það hefur ekkert stórkostlegt komið upp varðandi afbrot. Þá er ég að tala um líkamsárásir, fíkniefnabrot, kynferðisbrot, þetta hefur allt verið í lágmarki. Við erum til dæmis að finna mun minna af fíkniefnum en vanalega. Engin alvarleg líkamsárás og ekkert tilkynnt kynferðisbrot. Þegar þetta er raunin þá erum við sáttir.“ Staðan í Herjólfshöllinni.vísir/viktor freyr Veðrið hafi hins vegar sett strik í reikninginn. „Það hefur rignt og verið hvasst. Við höfum þurft að bjóða sumum þjóðhátíðargestum hingað inn í þessa höll, sem er í sjálfu sér frábært. Að hafa aðstöðu til að bjóða fólki að vera inni fyrir veðrinu, þeim sem hafa lent í hrakningum,“ segir Karl Gauti. Hann bætir við að hann gruni að fólk skemmti sér jafn vel og vanalega þrátt fyrir veðrið. Varðandi leitina sem fór fram að ungum manni í dag segir Karl Gauti að veðrið hafi ekki haft áhrif á leitina. „Við vorum með dróna og þyrlan á leiðinni. En sem betur fer kom hann í leitirnar og er bara sprækur. Fyrir það þökkum við.“
Vestmannaeyjar Lögreglumál Tengdar fréttir Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. 4. ágúst 2024 10:59 Aurskriðuhætta og allt að fjörutíu metrar á sekúndu í hviðum Gular veðurviðvaranir ganga í gildi víða á Suður- og Austurlandi síðdegis í dag og í kvöld. Búist er við norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu síðdegis með snörpum vindhviðum við fjöll. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum áður en lagt er af stað. Þá er búist er við úrhellis rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun með tilheyrandi skriðuhættu. Sumarið hefur verið mjög blautt og jarðvegur víða mettaður sem eykur lýkur á skriðuföllum að sögn sérfræðings. 4. ágúst 2024 13:56 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Halda sínu striki þrátt fyrir veðrið Töluverður fjöldi þjóðhátíðargesta fékk inn í Herjólfshöllinni í Vestmannaeyjum í nótt vegna hvassviðrisins þar. Formaður þjóðhátíðarnefndar segist ekki eiga von á að veðrið riðli dagskránni á stærsta degi þjóðhátíðar þrátt fyrir að gul viðvörun taki gildi undir kvöld. 4. ágúst 2024 10:59
Aurskriðuhætta og allt að fjörutíu metrar á sekúndu í hviðum Gular veðurviðvaranir ganga í gildi víða á Suður- og Austurlandi síðdegis í dag og í kvöld. Búist er við norðaustan hvassviðri eða storm syðst á landinu síðdegis með snörpum vindhviðum við fjöll. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur ferðalanga til að fylgjast vel með veðri og aðstæðum áður en lagt er af stað. Þá er búist er við úrhellis rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun með tilheyrandi skriðuhættu. Sumarið hefur verið mjög blautt og jarðvegur víða mettaður sem eykur lýkur á skriðuföllum að sögn sérfræðings. 4. ágúst 2024 13:56