Viðbúnaður aukinn vegna mögulegra átaka milli Íran og Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2024 07:23 Menn bíða nú boðaðra hefndaraðgerða Íran og Hamas vegna drápsins á Haniyeh. AP/Vahid Salemi Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með þjóðaröryggisráði landsins í gær vegna mögulegra hefndaraðgerða Íran gegn Ísrael. Viðbúnaður Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum hefur verið aukinn. Á fundinum var forsetinn meðal annars upplýstur um þau skref sem tekin hafa verið til stuðnings við Ísrael ef til árásar kemur en varnarmálaráðherrann Lloyd J. Austin sendi viðbótar herþotur og herskip á vettvang á föstudag. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, heimsótti eina af stjórnstöðum Ísraelshers í gær og fékk nýjustu upplýsingar um loftvarnir landsins. Hann sagði Ísraelsmenn þurfa að vera við öllu viðbúnir. Þá átti hann samtal við Austin um viðbrögð við mögulegri árás. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hefndum eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. Bæði þau og aðrir leiðtogar Hamas telja Ísraela hafa staðið að baki drápinu en stjórnvöld í Ísrael hafa ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld í Bandaríkjunum komist að sömu niðurstöðu og Íran og Hamas. Stuðningsmenn Hezbollah hrópa slagorð og halda á myndum af Fouad Shukr.AP/Hussein Malla Ísraelar eiga einnig yfir höfði sér hefndarárás frá Líbanon, eftir að Fuad Shukr, einn af æðstu leiðtogum Hezbollah, var drepinn í árá Ísraels á dvalarstað hans í Beirút. Sú árás var hefnd fyrir dauða tólf barna sem létust í árás Hezbollah á þorp á Gólan-hæðum. Biden ræddi einnig við Abdullah Jórdaníukonung en Ayman Safadi, utanríkisráðherra Jórdaníu, ferðaðist til Tehran á sunnudag til að ræða við þarlenda kollega sína. Utanríkisráðherrar nokkurra Arabaríkja hyggjast funda í Sádi Arabíu á morgun, um aðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu. Það voru stjórnvöld í Íran sem óskuðu eftir fundinum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandaríska embættismenn vinna að því nótt og dag að draga úr spennu á svæðinu og líkum á stigmögnun átaka. „Stigmögnun er engum til hagsbóta,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. Sergei K. Shoigu, ritari þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi varnarmálaráðherra, fundaði með forseta Íran í Tehran í gær og yfirmanni hersins sem undirbýr viðbragð Íran vegna aðgerða Ísrael. Samkvæmt írönskum miðlum sagði Shoigu Rússa reiðubúna til samstarfs. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Líbanon Jórdanía Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Á fundinum var forsetinn meðal annars upplýstur um þau skref sem tekin hafa verið til stuðnings við Ísrael ef til árásar kemur en varnarmálaráðherrann Lloyd J. Austin sendi viðbótar herþotur og herskip á vettvang á föstudag. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, heimsótti eina af stjórnstöðum Ísraelshers í gær og fékk nýjustu upplýsingar um loftvarnir landsins. Hann sagði Ísraelsmenn þurfa að vera við öllu viðbúnir. Þá átti hann samtal við Austin um viðbrögð við mögulegri árás. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hefndum eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. Bæði þau og aðrir leiðtogar Hamas telja Ísraela hafa staðið að baki drápinu en stjórnvöld í Ísrael hafa ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld í Bandaríkjunum komist að sömu niðurstöðu og Íran og Hamas. Stuðningsmenn Hezbollah hrópa slagorð og halda á myndum af Fouad Shukr.AP/Hussein Malla Ísraelar eiga einnig yfir höfði sér hefndarárás frá Líbanon, eftir að Fuad Shukr, einn af æðstu leiðtogum Hezbollah, var drepinn í árá Ísraels á dvalarstað hans í Beirút. Sú árás var hefnd fyrir dauða tólf barna sem létust í árás Hezbollah á þorp á Gólan-hæðum. Biden ræddi einnig við Abdullah Jórdaníukonung en Ayman Safadi, utanríkisráðherra Jórdaníu, ferðaðist til Tehran á sunnudag til að ræða við þarlenda kollega sína. Utanríkisráðherrar nokkurra Arabaríkja hyggjast funda í Sádi Arabíu á morgun, um aðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu. Það voru stjórnvöld í Íran sem óskuðu eftir fundinum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandaríska embættismenn vinna að því nótt og dag að draga úr spennu á svæðinu og líkum á stigmögnun átaka. „Stigmögnun er engum til hagsbóta,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. Sergei K. Shoigu, ritari þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi varnarmálaráðherra, fundaði með forseta Íran í Tehran í gær og yfirmanni hersins sem undirbýr viðbragð Íran vegna aðgerða Ísrael. Samkvæmt írönskum miðlum sagði Shoigu Rússa reiðubúna til samstarfs.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Líbanon Jórdanía Bandaríkin Hernaður Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira