Drykkjufólk er ekki bara leiðinlegt Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 6. ágúst 2024 13:00 Í eina tíð var í tísku að reykja. Alls staðar var reykt, inni á skemmtistöðum, í flugvélum, kvikmyndahúsum, á skrifstofum og í kringum börn svo að fátt eitt sé nefnt. Það þótti eðlilegt að bjóða upp á sígarettur í veislum í heimahúsum og búa um þær i staukum, líkt og þær væru saltstangir. Í dag er öldin önnur, blessunarlega, enda erum við mun fróðari um skaðsemi reykinga. Búið er að úthýsa reykingum á flestum stöðum, fjarlægja sígarettupakkana úr augsýn almennings og merkja þá með varnaðarorðum. Flest getum við dregið að okkur hreinna lofti og þarf ekki að tíunda mikilvægi þess. Samt er það nú svo að sumt fólk getur reykt sér að skaðlausu. Það má vel finna dæmi þess að einhver hafi reykt alla sína tíð en hafi aldrei kennt sér meins og náð háum aldri. Þá eru dæmin enn fleiri um manneskjur sem reykir aðeins við tilteknar aðstæður, t.d. þegar fólk kemur saman, og getur látið það vera þess á milli. Það virðist ekki vera háð nikótíninu. Þrátt fyrir þau sem virðast þola tóbakið vel hefur verið brugðist við reykingafaraldrinum með fyrrnefndum hætti og hefur það gefið góða raun. Dregið hefur mjög úr reykingum og heilsa fólks eflst að sama skapi. Það er því óhætt að fagna þessum aðgerðum. Þau eru líklega fá sem vilja hverfa aftur til reykjarsvælunnar. Í ljósi þess hversu margt hefur verið gert til að sporna gegn reykingum og hefur gefið góða raun er mjög undarlegt að það komi allt annað hljóð í strokkinn þegar litið er til annars og mun verri skaðvalds sem er vímuefnið áfengi. Í því efni vill meira að segja hópur fólks að það fáist sem víðast og sé sem aðgengilegast. Flest vitum við hvað áfengisneysla getur gert mikinn skaða. Þá svara vímuefnaneytendur því hins vegar til að þarna fari einhver takmarkaður hópur alkóhólista sem kunni ekkert með vín að fara. Það má vel til sanns vegar færa að ekki er allt fólk alkóhólistar en þá má minna á að ekki er allt reykingafólk nikótínistar en samt hefur verið brugðist við með áhrifaríkum hætti og með velferð allra í huga. Einnig er gjarnan bent á óbeinar reykingar og þá staðreynd að reykingafólkið sé að eitra loftið fyrir öðrum. Það er vissulega rétt en það á einnig við um drykkjufólkið þar sem drykkjan er sjaldnast einkamál þess. Fyrir utan hvað drykkjufólk er jafnan leiðinlegt má rekja allt of mikið, hvers kyns ofbeldi og vanrækslu til drykkjuskaparins og meira en svo að hægt sé að réttlæta það að ekkert sé að gert, einkum þegar horft er til barna. Þessi lög og reglugerðir sem snúa að tóbaki eru mjög til bóta og ekki hvað síst fyrir börnin sem þurftu hér áður fyrr að þola við í reykjarmekkinum. Það er þó ekki síður mikilvægt að verja börnin fyrir drykkjuskapnum. Við erum mun upplýstari en áður um skaðann sem hlýst af drykkjunni og vitum að það er öllum til heilla að temja sér áfengislausan lífsstíl. Í það minnsta er þarft að umgangast áfengið líkt og það fíkni- og vímuefni sem það er. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í eina tíð var í tísku að reykja. Alls staðar var reykt, inni á skemmtistöðum, í flugvélum, kvikmyndahúsum, á skrifstofum og í kringum börn svo að fátt eitt sé nefnt. Það þótti eðlilegt að bjóða upp á sígarettur í veislum í heimahúsum og búa um þær i staukum, líkt og þær væru saltstangir. Í dag er öldin önnur, blessunarlega, enda erum við mun fróðari um skaðsemi reykinga. Búið er að úthýsa reykingum á flestum stöðum, fjarlægja sígarettupakkana úr augsýn almennings og merkja þá með varnaðarorðum. Flest getum við dregið að okkur hreinna lofti og þarf ekki að tíunda mikilvægi þess. Samt er það nú svo að sumt fólk getur reykt sér að skaðlausu. Það má vel finna dæmi þess að einhver hafi reykt alla sína tíð en hafi aldrei kennt sér meins og náð háum aldri. Þá eru dæmin enn fleiri um manneskjur sem reykir aðeins við tilteknar aðstæður, t.d. þegar fólk kemur saman, og getur látið það vera þess á milli. Það virðist ekki vera háð nikótíninu. Þrátt fyrir þau sem virðast þola tóbakið vel hefur verið brugðist við reykingafaraldrinum með fyrrnefndum hætti og hefur það gefið góða raun. Dregið hefur mjög úr reykingum og heilsa fólks eflst að sama skapi. Það er því óhætt að fagna þessum aðgerðum. Þau eru líklega fá sem vilja hverfa aftur til reykjarsvælunnar. Í ljósi þess hversu margt hefur verið gert til að sporna gegn reykingum og hefur gefið góða raun er mjög undarlegt að það komi allt annað hljóð í strokkinn þegar litið er til annars og mun verri skaðvalds sem er vímuefnið áfengi. Í því efni vill meira að segja hópur fólks að það fáist sem víðast og sé sem aðgengilegast. Flest vitum við hvað áfengisneysla getur gert mikinn skaða. Þá svara vímuefnaneytendur því hins vegar til að þarna fari einhver takmarkaður hópur alkóhólista sem kunni ekkert með vín að fara. Það má vel til sanns vegar færa að ekki er allt fólk alkóhólistar en þá má minna á að ekki er allt reykingafólk nikótínistar en samt hefur verið brugðist við með áhrifaríkum hætti og með velferð allra í huga. Einnig er gjarnan bent á óbeinar reykingar og þá staðreynd að reykingafólkið sé að eitra loftið fyrir öðrum. Það er vissulega rétt en það á einnig við um drykkjufólkið þar sem drykkjan er sjaldnast einkamál þess. Fyrir utan hvað drykkjufólk er jafnan leiðinlegt má rekja allt of mikið, hvers kyns ofbeldi og vanrækslu til drykkjuskaparins og meira en svo að hægt sé að réttlæta það að ekkert sé að gert, einkum þegar horft er til barna. Þessi lög og reglugerðir sem snúa að tóbaki eru mjög til bóta og ekki hvað síst fyrir börnin sem þurftu hér áður fyrr að þola við í reykjarmekkinum. Það er þó ekki síður mikilvægt að verja börnin fyrir drykkjuskapnum. Við erum mun upplýstari en áður um skaðann sem hlýst af drykkjunni og vitum að það er öllum til heilla að temja sér áfengislausan lífsstíl. Í það minnsta er þarft að umgangast áfengið líkt og það fíkni- og vímuefni sem það er. Höfundur er áhugamanneskja um áfengisvandann.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun