Maður grunaður um tilefnislausa stunguárás í varðhaldi síðan í janúar Jón Þór Stefánsson skrifar 6. ágúst 2024 17:26 Atvikið sem málið varðar átti sér stað á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur á hendur karlmanni á fimmtugsaldri sem er grunaður um tilraun til manndráps í janúar á þessu ári. Hann hefur verið ákærður fyrir að stinga annan mann af tilefnislausu á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar í Reykjavík. Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn 20. janúar, strax í kjölfar atviksins sem málið varðar. Hann hefur því sætt varðhaldi í rúma sex mánuði, sem munu verða orðnir sjö talsins þegar núgildandi úrskurður rennur úr gildi þann 27. ágúst næstkomandi. Aðalmeðferð í máli mannsins mun fara fram í byrjun september mánaðar. Atlaga sem hefði getað verið lífshættuleg Að mati dómskvaddra matsmanna er maðurinn talinn sakhæfur, en hann neitar sök í málinu. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist í læknishendur. Sá sem varð fyrir árásinni krefst tæplega 5,2 milljóna í skaða- og miskabætur. Var að hlaupa undan þegar hann áttaði sig á stungunni Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinkona hans segjast hafa verið á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli, en hann hafi verið að ganga á miðri götu og að þeirra mati að stefna sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við árásarmanninn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Brotaþolinn og vinkonan hafi í kjölfarið hlaupið undan árásarmanninum, en stoppað þegar þau áttuðu sig á því að hann, sá sem varð fyrir árásinni, væri með stungusár á öxlinni og síðunni. Blóðugur hnífur á heimili árásarmannsins Árásarmaðurinn hins vegar kannast óljóst við að hafa hitt einstaklinga og lent í útistöðum við þá, en hann taldi þá hafa ráðist á sig og stungið sig í höndina, en þar var hann með nýlegan skurð. Hann kannaðist þó ekki við að hafa hitt parið, eða hafa verið á vettvanginum þar sem honum er gefið að sök að fremja árásina. Blóðugur hnífur fannst á heimili árásarmannsins, sem er skammt frá vettvangi málsins, sem hann kannast við að hafa haft meðferðis umrædda nótt. Þá fannst blóð úr honum á vettvangi málsins, skófar sem samsvarar skónum sem hann var í þegar hann var handtekinn, og jafnframt fannst síminn hans á vettvangi. Í fötum hans fannst blóð úr bæði honum sjálfum og manninum sem varð fyrir árásinni. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn 20. janúar, strax í kjölfar atviksins sem málið varðar. Hann hefur því sætt varðhaldi í rúma sex mánuði, sem munu verða orðnir sjö talsins þegar núgildandi úrskurður rennur úr gildi þann 27. ágúst næstkomandi. Aðalmeðferð í máli mannsins mun fara fram í byrjun september mánaðar. Atlaga sem hefði getað verið lífshættuleg Að mati dómskvaddra matsmanna er maðurinn talinn sakhæfur, en hann neitar sök í málinu. Manninum er gefið að sök að stinga annan mann tvisvar, annars vegar í öxl og hins vegar í hægri síðu, en fyrir vikið hlaut sá sem varð fyrir árásinni opið sár á öxl, opið sár á brjóstkassa og svokallað loft- og blóðbrjóst. Að mati læknis var atlagan sem hann varð fyrir mjög hættuleg, og hefði verið lífshættuleg hefði hann ekki komist í læknishendur. Sá sem varð fyrir árásinni krefst tæplega 5,2 milljóna í skaða- og miskabætur. Var að hlaupa undan þegar hann áttaði sig á stungunni Maðurinn sem varð fyrir árásinni og vinkona hans segjast hafa verið á leið heim úr miðbænum þegar þau veittu árásarmanninum athygli, en hann hafi verið að ganga á miðri götu og að þeirra mati að stefna sjálfum sér í hættu. Sá sem varð fyrir árásinni hafi reynt að ná sambandi við árásarmanninn sem hafi slegið hann í öxl og síðuna. Brotaþolinn og vinkonan hafi í kjölfarið hlaupið undan árásarmanninum, en stoppað þegar þau áttuðu sig á því að hann, sá sem varð fyrir árásinni, væri með stungusár á öxlinni og síðunni. Blóðugur hnífur á heimili árásarmannsins Árásarmaðurinn hins vegar kannast óljóst við að hafa hitt einstaklinga og lent í útistöðum við þá, en hann taldi þá hafa ráðist á sig og stungið sig í höndina, en þar var hann með nýlegan skurð. Hann kannaðist þó ekki við að hafa hitt parið, eða hafa verið á vettvanginum þar sem honum er gefið að sök að fremja árásina. Blóðugur hnífur fannst á heimili árásarmannsins, sem er skammt frá vettvangi málsins, sem hann kannast við að hafa haft meðferðis umrædda nótt. Þá fannst blóð úr honum á vettvangi málsins, skófar sem samsvarar skónum sem hann var í þegar hann var handtekinn, og jafnframt fannst síminn hans á vettvangi. Í fötum hans fannst blóð úr bæði honum sjálfum og manninum sem varð fyrir árásinni.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Hnífaárás við Hofsvallagötu Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira