Heimilið mitt var botnlausa tjaldið fyrir manninn sem nauðgaði mér Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 7. ágúst 2024 11:00 Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ Spurningin kom frá franskri vinkonu minni sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár og á þessum tíma hefur hún kynnt sér land og þjóð í gegn um bæði Íslendinga og útlendinga sem búa hér. „Þetta er ógeðslegt fyrirbæri og ég yrði bara hrædd um öryggi mitt að fara á svona hátíð,“ sagði hún. Ég skil hana svo vel. Við áttum þetta samtal árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum, eða tæpar nítján á hverja tíu þúsund íbúa. Þessa háu tölu yfir árið má rekja meðal annars til Þjóðhátíðar. Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar og Skaupið 2012 Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar er svo skýrt merki um það að enn eigum við langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Botnlausa tjaldið er frásögn af því hvernig vinir höfðu tekið sig saman eitt árið og skorið botn úr tjaldi til að geta sett yfir áfengisdauðar konur í þeim tilgangi að nauðga þeim. Þetta er greypt svo djúpt í menningu okkar að þetta rataði í Áramótaskaupið árið 2012. Í senu er ungur maður að leita sér að tjaldi og það þarf að vera botnlaust því hann er að sko að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og í bakgrunni ómar lagið „Lífið er yndislegt“. Öllu gamni fylgir einhver alvara. Á sama hátt með Patrik Atlason og Skaupið nær orðræðan til hlustenda á öllum aldri, hvort sem er í útvarpi, sjónvarpi eða lesnu efni. Það er mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem notuð hefur verið til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi. Nauðgarar bera einir ábyrgð á gjörðum sínum Nauðgarar finna sér oftast leiðir til að athafna sig óáreittir, til dæmis bak við lokaðar dyr á klósetti á skemmtistað, í bíl, á afskekktu svæði á vinnustað og svo mætti lengi telja. Eða eins og í mínu tilviki, á heimilinu mínu. Þetta er í raun ekkert nýtt, heldur raunveruleg ógn og staðreynd í lífi fjölda kvenna. Lögreglan, í samstarfi við 112.is og dómsmálaráðuneytið, fór aftur af stað með átak yfir Verslunarmannahelgina „Er allt í góðu?“ eða „Góða skemmtun“ eins og það heitir núna. Í spurningakönnun þeirra á netinu spyrja þau „Getur þú haft áhrif á hvort annað fólk beitir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni?“ Svarið mitt var að sjálfsögðu nei, en þá fékk ég þessa niðurstöðu: „Jú, þú getur haft áhrif! Í litlum samfélögum eins og vinahópum eða vinnustöðum eru áhrif hverrar manneskju töluverð. Þú getur kynnt frábært nýtt lag fyrir fólki eða hjálpað vinnufélaga að klára sín verkefni. Með því að taka virka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi getur þú líka haft áhrif á hvernig djamm-menningin í kringum þig er, hvernig þolendum ofbeldis eða áreitni líður í kringum þig og þú minnkar svigrúmið sem mögulegir gerendur hafa til að áreita aðra eða beita ofbeldi.“ Í gegnum þetta átak hamast embættin í að telja okkur trú um að meðal manneskjan geti með jafn einföldum hætti og að kynna samstarfsfélaga fyrir nýju lagi, haft áhrif á það hvort einstaklingur beiti aðra manneskju ofbeldi. Það væri óskandi að maður gæti stoppað slíkt af, en eins og venjulega er ábyrgðin alfarið á geranda. Ekki þolenda eða fólksins í kringum geranda, heldur geranda. Kerfið bregst þolendum ítrekað Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla. Tilkynningar hrúgast inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregst þolendum ofbeldis ítrekað með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn. Auðvitað er afstaða gegn ofbeldi það sem við viljum almennt í samfélaginu en það eina sem stoppar ofbeldismann er hann sjálfur. Það er ekki hægt að nauðga eða beita ofbeldi óvart. Þetta er ákvörðun þess sem tekur hana. Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja. Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga. Ef karlar ætla ekki að taka vandann, sem kynbundið ofbeldi er, alvarlega þá er lítil von fyrir okkur hin. Patrik hefði kannski betur reynt að hafa áhrif með því að kynna nýtt lag fyrir okkur frekar en að rifja upp ógeðfelldan nauðgunarbrandara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum síðan var ég spurð: „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ Spurningin kom frá franskri vinkonu minni sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár og á þessum tíma hefur hún kynnt sér land og þjóð í gegn um bæði Íslendinga og útlendinga sem búa hér. „Þetta er ógeðslegt fyrirbæri og ég yrði bara hrædd um öryggi mitt að fara á svona hátíð,“ sagði hún. Ég skil hana svo vel. Við áttum þetta samtal árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum, eða tæpar nítján á hverja tíu þúsund íbúa. Þessa háu tölu yfir árið má rekja meðal annars til Þjóðhátíðar. Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar og Skaupið 2012 Nauðgunarbrandari Patriks Atlasonar er svo skýrt merki um það að enn eigum við langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Botnlausa tjaldið er frásögn af því hvernig vinir höfðu tekið sig saman eitt árið og skorið botn úr tjaldi til að geta sett yfir áfengisdauðar konur í þeim tilgangi að nauðga þeim. Þetta er greypt svo djúpt í menningu okkar að þetta rataði í Áramótaskaupið árið 2012. Í senu er ungur maður að leita sér að tjaldi og það þarf að vera botnlaust því hann er að sko að fara á Þjóðhátíð í Eyjum og í bakgrunni ómar lagið „Lífið er yndislegt“. Öllu gamni fylgir einhver alvara. Á sama hátt með Patrik Atlason og Skaupið nær orðræðan til hlustenda á öllum aldri, hvort sem er í útvarpi, sjónvarpi eða lesnu efni. Það er mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem notuð hefur verið til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi. Nauðgarar bera einir ábyrgð á gjörðum sínum Nauðgarar finna sér oftast leiðir til að athafna sig óáreittir, til dæmis bak við lokaðar dyr á klósetti á skemmtistað, í bíl, á afskekktu svæði á vinnustað og svo mætti lengi telja. Eða eins og í mínu tilviki, á heimilinu mínu. Þetta er í raun ekkert nýtt, heldur raunveruleg ógn og staðreynd í lífi fjölda kvenna. Lögreglan, í samstarfi við 112.is og dómsmálaráðuneytið, fór aftur af stað með átak yfir Verslunarmannahelgina „Er allt í góðu?“ eða „Góða skemmtun“ eins og það heitir núna. Í spurningakönnun þeirra á netinu spyrja þau „Getur þú haft áhrif á hvort annað fólk beitir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni?“ Svarið mitt var að sjálfsögðu nei, en þá fékk ég þessa niðurstöðu: „Jú, þú getur haft áhrif! Í litlum samfélögum eins og vinahópum eða vinnustöðum eru áhrif hverrar manneskju töluverð. Þú getur kynnt frábært nýtt lag fyrir fólki eða hjálpað vinnufélaga að klára sín verkefni. Með því að taka virka afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi getur þú líka haft áhrif á hvernig djamm-menningin í kringum þig er, hvernig þolendum ofbeldis eða áreitni líður í kringum þig og þú minnkar svigrúmið sem mögulegir gerendur hafa til að áreita aðra eða beita ofbeldi.“ Í gegnum þetta átak hamast embættin í að telja okkur trú um að meðal manneskjan geti með jafn einföldum hætti og að kynna samstarfsfélaga fyrir nýju lagi, haft áhrif á það hvort einstaklingur beiti aðra manneskju ofbeldi. Það væri óskandi að maður gæti stoppað slíkt af, en eins og venjulega er ábyrgðin alfarið á geranda. Ekki þolenda eða fólksins í kringum geranda, heldur geranda. Kerfið bregst þolendum ítrekað Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla. Tilkynningar hrúgast inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregst þolendum ofbeldis ítrekað með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn. Auðvitað er afstaða gegn ofbeldi það sem við viljum almennt í samfélaginu en það eina sem stoppar ofbeldismann er hann sjálfur. Það er ekki hægt að nauðga eða beita ofbeldi óvart. Þetta er ákvörðun þess sem tekur hana. Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja. Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga. Ef karlar ætla ekki að taka vandann, sem kynbundið ofbeldi er, alvarlega þá er lítil von fyrir okkur hin. Patrik hefði kannski betur reynt að hafa áhrif með því að kynna nýtt lag fyrir okkur frekar en að rifja upp ógeðfelldan nauðgunarbrandara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun