Gabbútköll skapi mjög alvarlega stöðu fyrir þyrlusveitina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. ágúst 2024 12:02 Ásgeir er upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan lítur það mjög alvarlegum augum ef útkall í Kerlingarfjöllum á mánudag reynist gabb. Vegna reglna um hvíldartíma geti gæslan ekki alltaf viðhaft fulla þjónustu úti á sjó þegar fara þurfi í útkall, og blóðugt að slík staða komi upp vegna útkalla sem reynist ekki á rökum reist. Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning til lögreglu á mánudag, um að tveir ferðamenn hafi setið fastir í helli, hafi verið gabb. Leit var frestað vegna þess, þar til frekari vísbendingar kæmu fram. Samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga geta viðurlög við því að gabba lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir eða aðra viðbragðsaðila verið sektir og fangelsi upp að þremur mánuðum. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt þegar þyrlusveit gæslunnar er kölluð út að ósekju, en sveitin var kölluð út við leitina að mönnunum. „Og það hefur auðvitað mest áhrif á viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar. Þegar áhöfnin er kölluð út í verkefni sem þetta, þá hefur það áhrif á hvíldartíma þeirrar áhafnar sem sinnir þessu verkefni. Þetta getur þá leitt til þess að við erum, hluta af degi, eftir svona verkefni með skerta þjónustu úti á sjó. Það er mjög alvarlegt,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Tökum bara dæmi um að ef við hefðum lent í því síðdegis í gær að þurfa að sinna alvarlegu atviki úti á sjó, þar sem við hefðum þurft að ferðast langa vegalengd, þá vorum við bara með eina þyrlu en ekki tvær eins og við vorum með fyrr um daginn. Það er vegna þess að hin áhöfnin var í hvíld eftir að hafa unnið lengi í þessu verkefni,“ segir Ásgeir. Við slíkar aðstæður þurfi að treysta á að kalla fólk inn úr fríi. „Og það er ekki vitað mál á hverjum tíma hvort það tekst eða ekki. Það hefði verið mjög snúið og mjög alvarleg staða, ef við hefðum lent í því að þurfa að bregðast við slíku útkalli.“ Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að tilkynning til lögreglu á mánudag, um að tveir ferðamenn hafi setið fastir í helli, hafi verið gabb. Leit var frestað vegna þess, þar til frekari vísbendingar kæmu fram. Samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga geta viðurlög við því að gabba lögreglu, slökkvilið, björgunarsveitir eða aðra viðbragðsaðila verið sektir og fangelsi upp að þremur mánuðum. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir grafalvarlegt þegar þyrlusveit gæslunnar er kölluð út að ósekju, en sveitin var kölluð út við leitina að mönnunum. „Og það hefur auðvitað mest áhrif á viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar. Þegar áhöfnin er kölluð út í verkefni sem þetta, þá hefur það áhrif á hvíldartíma þeirrar áhafnar sem sinnir þessu verkefni. Þetta getur þá leitt til þess að við erum, hluta af degi, eftir svona verkefni með skerta þjónustu úti á sjó. Það er mjög alvarlegt,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Tökum bara dæmi um að ef við hefðum lent í því síðdegis í gær að þurfa að sinna alvarlegu atviki úti á sjó, þar sem við hefðum þurft að ferðast langa vegalengd, þá vorum við bara með eina þyrlu en ekki tvær eins og við vorum með fyrr um daginn. Það er vegna þess að hin áhöfnin var í hvíld eftir að hafa unnið lengi í þessu verkefni,“ segir Ásgeir. Við slíkar aðstæður þurfi að treysta á að kalla fólk inn úr fríi. „Og það er ekki vitað mál á hverjum tíma hvort það tekst eða ekki. Það hefði verið mjög snúið og mjög alvarleg staða, ef við hefðum lent í því að þurfa að bregðast við slíku útkalli.“
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira