Sport

Heims­met­hafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harka­lega

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lamecha Girma var settur í hálskraga og borinn af velli. 
Lamecha Girma var settur í hálskraga og borinn af velli. 

Heimsmetshafinn í þrjú þúsund metra hindrunarhlaupi, Lamecha Girma frá Eþíópíu, hrasaði harkalega í keppni kvöldsins og var borinn af brautinni af sjúkraliðum.

Lameca reyndi að hoppa yfir grind en fóturinn flæktist, hann snerist í loftinu og skellti hausnum í gólfið. Sjúkraliðar settu á hann hálskraga áður en hann var borinn af velli. Óvíst er um ástand hans eins og er.

Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Lameca sem stefndi á að vinna keppnina og sigra silfurdrauginn. Hann vann silfurverðlaun á HM 2019, 2021 og 2023 og á síðustu Ólympíuleikum.

Síðan þá hefur hann æft stíft, setti heimsmet í greininni á síðasta ári og stefndi á sigur í París.

Soufiane El Bakkali stóð hins vegar upp sem sigurvegari og varði Ólympíugullið sem hann vann í Tókýó 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×