Hvar er restin af könnuninni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2024 07:30 Munurinn á fjölda þeirra sem eru annað hvort andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða hlynntir henni er einungis 6,8 prósentustig stuðningsmönnum inngöngu í vil ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem birtar voru í byrjun júlí. Samkvæmt þeim eru 42,5% hlynnt inngöngu en 35,7% andvíg. Kjöraðstæður hafa þó verið fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Stríð í Evrópu, háir vextir hér á landi og há verðbólga sem er að vísu á niðurleið. Til að mynda hefur Evrópusambandið orðið að leggja traust sitt á Bandaríkin og NATO vegna stríðsins í Úkraínu. Þá hafa lægri vextir á evrusvæðinu ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar um langt árabil. Jafnvel á uppgangstímum. Markmiðið með þeim hefur verið að reyna að koma hjólum efnahagslífsins af stað. Fyrir vikið hefur svæðið meðal annars þurft að glíma við verðhjöðnun sem er erfiðari viðureignar en verðbólga og birtingarmynd verra efnahagsástands. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Hins vegar er talsvert áhugaverðara að fleiri séu mjög andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en mjög hlynntir henni samkvæmt könnuninni. Þannig eru 22,5% mjög andvíg því að gengið verði í sambandið en 19,5% mjög hlynnt því. Þetta eru þeir hópar sem eru líklegastir til þess að láta málið stýra atkvæði sínu í þingkosningum en forsenda þess að tekin verði skref í áttina að inngöngu er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Þá verður ekki síður að teljast áhugavert að einungis 50,4% telji að hagur heimilanna myndi verða betri með inngöngu í Evrópusambandið en 49,6% að svo yrði ekki. Þar af um 25% að hagur þeirra yrði verri og hliðstætt hlutfall að staðan yrði óbreytt. Þessar niðurstöður eru óneitanlega afar athyglisverðar í ljósi þess hvernig aðstæður hafa verið í þjóðfélaginu og linnulítils áróðurs Evrópusambandssinna þess efnis að allt yrði miklu betra ef gengið yrði í sambandið og evran tekin upp sem gjaldmiðill í stað krónunnar. Vantar hinn helminginn af könnuninni Hitt er svo annað mál að einungis helmingur niðurstaðna könnunarinnar hefur af einhverjum ástæðum verið birtur. Einnig var þannig spurt hvort afstaða fólks til sambands Íslands við Evrópusambandið hefði mikil, lítil eða engin áhrif á það hvaða flokk það hefði í hyggju að kjósa í næstu alþingiskosningum, hvort fólk hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur inngöngu Íslands í sambandið og hvort það hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í það. Könnunin var gerð 12.-20. júní og niðurstöðurnar birtar 4. júlí. Það er að segja fyrir utan niðurstöðurnar varðandi áðurnefndar þrjár spurningar. Þær hafa sem fyrr segir ekki enn verið birtar. Þó er rúmur mánuður liðinn frá því að fyrri niðurstöðurnar voru birtar og fyrir vikið ekki beinlínis nýjar upplýsingar lengur. Kostnaðurinn við þrjár spurningar getur hæglega verið nokkur hundruð þúsund krónur. Teldi Evrópuhreyfingin sig hafa pólitískan hag af því að birta niðurstöður þeirra má gera ráð fyrir að þær hefðu þegar verið birtar. Verður restin af könnuninni birt núna? Mögulega verða niðurstöðurnar birtar í kjölfar þessarar greinar þó seint og um síðir yrði. Vonandi. Hafa má í huga í því sambandi þá staðreynd sem áður hefur verið komið inn á að forsenda þess að tekin verði skref í áttina að Evrópusambandinu er þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um það. Einungis einn flokkur leggur áherzlu á málið, Viðreisn, sem hefur verið að mælast með á bilinu 7-10% fylgi sem aftur bendir ekki beinlínis til þess að málið sé mjög ofarlega á forgangslista kjósenda eða yfir höfuð að finna á honum. Hugsanlega er þar að finna ástæðuna fyrir því að afgangurinn af könnuninni hefur ekki enn verið birtur en þar var sem áður segir fjallað um það að hvaða marki afstaða fólks til inngöngu í Evrópusambandið hefði áhrif á það hvernig það gerði ráð fyrir að verja atkvæði sínu í næstu þingkosningum. Niðurstöðurnar hafi þannig mögulega sýnt að stuðningur við inngöngu í sambandið hefði mjög takmörkuð áhrif í þeim efnum ef einhver. Að minnsta kosti ekki þau áhrif sem forystumenn Evrópuhreyfingarinnar hafi vonazt eftir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu ekki svo mikill Rúmlega 55 prósent landsmanna vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. 5. júlí 2024 11:22 Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Munurinn á fjölda þeirra sem eru annað hvort andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða hlynntir henni er einungis 6,8 prósentustig stuðningsmönnum inngöngu í vil ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem birtar voru í byrjun júlí. Samkvæmt þeim eru 42,5% hlynnt inngöngu en 35,7% andvíg. Kjöraðstæður hafa þó verið fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Stríð í Evrópu, háir vextir hér á landi og há verðbólga sem er að vísu á niðurleið. Til að mynda hefur Evrópusambandið orðið að leggja traust sitt á Bandaríkin og NATO vegna stríðsins í Úkraínu. Þá hafa lægri vextir á evrusvæðinu ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar um langt árabil. Jafnvel á uppgangstímum. Markmiðið með þeim hefur verið að reyna að koma hjólum efnahagslífsins af stað. Fyrir vikið hefur svæðið meðal annars þurft að glíma við verðhjöðnun sem er erfiðari viðureignar en verðbólga og birtingarmynd verra efnahagsástands. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Hins vegar er talsvert áhugaverðara að fleiri séu mjög andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en mjög hlynntir henni samkvæmt könnuninni. Þannig eru 22,5% mjög andvíg því að gengið verði í sambandið en 19,5% mjög hlynnt því. Þetta eru þeir hópar sem eru líklegastir til þess að láta málið stýra atkvæði sínu í þingkosningum en forsenda þess að tekin verði skref í áttina að inngöngu er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Þá verður ekki síður að teljast áhugavert að einungis 50,4% telji að hagur heimilanna myndi verða betri með inngöngu í Evrópusambandið en 49,6% að svo yrði ekki. Þar af um 25% að hagur þeirra yrði verri og hliðstætt hlutfall að staðan yrði óbreytt. Þessar niðurstöður eru óneitanlega afar athyglisverðar í ljósi þess hvernig aðstæður hafa verið í þjóðfélaginu og linnulítils áróðurs Evrópusambandssinna þess efnis að allt yrði miklu betra ef gengið yrði í sambandið og evran tekin upp sem gjaldmiðill í stað krónunnar. Vantar hinn helminginn af könnuninni Hitt er svo annað mál að einungis helmingur niðurstaðna könnunarinnar hefur af einhverjum ástæðum verið birtur. Einnig var þannig spurt hvort afstaða fólks til sambands Íslands við Evrópusambandið hefði mikil, lítil eða engin áhrif á það hvaða flokk það hefði í hyggju að kjósa í næstu alþingiskosningum, hvort fólk hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur inngöngu Íslands í sambandið og hvort það hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í það. Könnunin var gerð 12.-20. júní og niðurstöðurnar birtar 4. júlí. Það er að segja fyrir utan niðurstöðurnar varðandi áðurnefndar þrjár spurningar. Þær hafa sem fyrr segir ekki enn verið birtar. Þó er rúmur mánuður liðinn frá því að fyrri niðurstöðurnar voru birtar og fyrir vikið ekki beinlínis nýjar upplýsingar lengur. Kostnaðurinn við þrjár spurningar getur hæglega verið nokkur hundruð þúsund krónur. Teldi Evrópuhreyfingin sig hafa pólitískan hag af því að birta niðurstöður þeirra má gera ráð fyrir að þær hefðu þegar verið birtar. Verður restin af könnuninni birt núna? Mögulega verða niðurstöðurnar birtar í kjölfar þessarar greinar þó seint og um síðir yrði. Vonandi. Hafa má í huga í því sambandi þá staðreynd sem áður hefur verið komið inn á að forsenda þess að tekin verði skref í áttina að Evrópusambandinu er þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um það. Einungis einn flokkur leggur áherzlu á málið, Viðreisn, sem hefur verið að mælast með á bilinu 7-10% fylgi sem aftur bendir ekki beinlínis til þess að málið sé mjög ofarlega á forgangslista kjósenda eða yfir höfuð að finna á honum. Hugsanlega er þar að finna ástæðuna fyrir því að afgangurinn af könnuninni hefur ekki enn verið birtur en þar var sem áður segir fjallað um það að hvaða marki afstaða fólks til inngöngu í Evrópusambandið hefði áhrif á það hvernig það gerði ráð fyrir að verja atkvæði sínu í næstu þingkosningum. Niðurstöðurnar hafi þannig mögulega sýnt að stuðningur við inngöngu í sambandið hefði mjög takmörkuð áhrif í þeim efnum ef einhver. Að minnsta kosti ekki þau áhrif sem forystumenn Evrópuhreyfingarinnar hafi vonazt eftir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Meirihluti sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu ekki svo mikill Rúmlega 55 prósent landsmanna vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. 5. júlí 2024 11:22
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun