„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Jón Þór Stefánsson skrifar 10. ágúst 2024 10:52 Hildur Björnsdóttir og Dagur B. Eggertsson eru ekki á sama máli um skólamáltíðir. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hildar sem er svar við færslu Dags á sama miðli. Málið varðar í grunninn ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjallaði um þetta í vikunni og sagði skóla safna of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun. Hún sagði fæsta foreldra þurfa á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Í færslu sinni minntist Dagur á að Reykjavíkurborg hefði komið ókeypis námsgögnum í skóla borgarinnar árið 2018. Að hans mati hefði breytingin verið góð í alla staði og orsakað aukinn jöfnuð meðal barna, og þá hefði hún líka sparað mikla fjármuni. Í haust munu skólamáltíðirnar bætast við, sem Dagur telur að verði einnig mikil kjarabót fyrir barnafólk. Hildur er á öðru máli, en hún tekur undir ummæli Áslaugar Örnu um að það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. „Enda þurfi fæstir foreldrar á slíkri meðgjöf að halda. Ég tel eðlilegt að beina slíkum stuðningi til þeirra sem mest þurfa á að halda,“ segir Hildur. Dagur fullyrti í færslu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn væri komin algjörlega úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi,” segir Hildur um þau orð Dags. Líkt og áður segir heldur hún því fram að hann sé sá stjórnmálamaður samtímans sem hafi komið fjölskyldufólki í mest vandræði. „Enginn stjórnmálamaður samtímans hefur komið fjölskyldufólki í önnur eins vandræði og Dagur B. Eggertsson. Í hans borgarstjóratíð hefur biðlistavandi leikskólanna vaxið, meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla hækkað og leikskóla- og daggæslurýmum fækkað um 940! Hann hefur leitt þjónustuskerðingar innan leikskólanna sem mælast óhagfelldar vinnandi mæðrum, láglaunafólki og foreldrum með lítið bakland. Í hans borgarstjóratíð hefur tíminn sem fjölskyldur sóa í umferðinni jafnframt aukist verulega, möguleikar fjölskyldna á að koma sér þaki yfir höfuðið farið versnandi og skattbyrði á hverja vísitölufjölskyldu á meðallaunum aukist um 627 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi.“ Í lok færslu sinnar segir hún að Dagur hefði gott af „kennslustund í ábyrgri meðför okkar sameiginlegu sjóða - og innsýn í líf venjulegra fjölskyldna sem eru að reyna að láta hversdaginn ganga upp í Reykjavík.” Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Hildar sem er svar við færslu Dags á sama miðli. Málið varðar í grunninn ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjallaði um þetta í vikunni og sagði skóla safna of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun. Hún sagði fæsta foreldra þurfa á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Í færslu sinni minntist Dagur á að Reykjavíkurborg hefði komið ókeypis námsgögnum í skóla borgarinnar árið 2018. Að hans mati hefði breytingin verið góð í alla staði og orsakað aukinn jöfnuð meðal barna, og þá hefði hún líka sparað mikla fjármuni. Í haust munu skólamáltíðirnar bætast við, sem Dagur telur að verði einnig mikil kjarabót fyrir barnafólk. Hildur er á öðru máli, en hún tekur undir ummæli Áslaugar Örnu um að það sé ekki góð forgangsröðun að verja fjármunum til efnameiri foreldra. „Enda þurfi fæstir foreldrar á slíkri meðgjöf að halda. Ég tel eðlilegt að beina slíkum stuðningi til þeirra sem mest þurfa á að halda,“ segir Hildur. Dagur fullyrti í færslu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn væri komin algjörlega úr tengslum við venjulegar fjölskyldur. „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi,” segir Hildur um þau orð Dags. Líkt og áður segir heldur hún því fram að hann sé sá stjórnmálamaður samtímans sem hafi komið fjölskyldufólki í mest vandræði. „Enginn stjórnmálamaður samtímans hefur komið fjölskyldufólki í önnur eins vandræði og Dagur B. Eggertsson. Í hans borgarstjóratíð hefur biðlistavandi leikskólanna vaxið, meðalaldur barna við inngöngu á leikskóla hækkað og leikskóla- og daggæslurýmum fækkað um 940! Hann hefur leitt þjónustuskerðingar innan leikskólanna sem mælast óhagfelldar vinnandi mæðrum, láglaunafólki og foreldrum með lítið bakland. Í hans borgarstjóratíð hefur tíminn sem fjölskyldur sóa í umferðinni jafnframt aukist verulega, möguleikar fjölskyldna á að koma sér þaki yfir höfuðið farið versnandi og skattbyrði á hverja vísitölufjölskyldu á meðallaunum aukist um 627 þúsund krónur árlega á föstu verðlagi.“ Í lok færslu sinnar segir hún að Dagur hefði gott af „kennslustund í ábyrgri meðför okkar sameiginlegu sjóða - og innsýn í líf venjulegra fjölskyldna sem eru að reyna að láta hversdaginn ganga upp í Reykjavík.”
Borgarstjórn Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira