Hundurinn í hættu eftir að súkkulaði var sett inn um lúguna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2024 10:01 Hundur Jóns Bergs, Berlín, komst í súkkulaði frá tryggingarfélaginu Verði Vísir Eigandi hunds sem veiktist alvarlega, eftir að hafa étið sendingu frá tryggingafélagi sem kom inn um bréfalúguna, bendir á að fólk viti aldrei hver sé hinu megin við dyrnar, hvort sem það er gæludýr eða barn með bráðaofnæmi. Því sé ekki ráðlegt að senda fólki mat í pósti. Berlín er sex ára labrador-tík sem komst á dögunum í sendingu sem var ekki ætluð henni, heldur eiganda hennar, og afleiðingarnar voru ansi alvarlegar. Berlín var ein heima síðastliðinn þriðjudag, þar sem eigandi hennar, Jón Bergur Helgason, brá sér af bæ með börnin. „Síðan kem ég heim og þá tek ég eftir að það er rifið súkkulaðistykki, umbúðir af súkkulaði á gólfinu,“ segir Jón. Hann hélt í fyrstu að Berlín hefði fundið tómt súkkulaðibréf og farið að leika sér með það. Fljótlega hafi þó farið að renna á hann tvær grímur. „Ég fór að skoða þetta betur og ég sá að það var borði utan um þetta, merktur Verði tryggingafélagi. Þá fattaði ég að þetta hafði verið einhvers konar þakkargjöf frá Verði, því ég var að tryggja mig hjá þeim.“ Hann hafi hringt strax á næsta dýraspítala og tjáð starfsfólki að Berlín hafi borðað um 150 grömm af súkkulaði. „Þau segja: Þetta er ekki spurning, komdu með hana núna að æla, og segja mér að ég hafi í raun bara tvo og hálfan tíma.“ Þrátt fyrir vandræði við að komast á staðinn hafi Berlín komist undir læknishendur á elleftu stundu. Í kjölfarið hafi Jón hringt í Vörð vegna málsins. „Maður veit aldrei hver er þarna hinu megin“ „Ég bara benti þeim á það að mér fyndist alls ekki eiga að setja mat inn um bréfalúgur hjá fólki, maður veit aldrei hver er þarna hinu megin,“ segir Jón. „Hver veit, það getur líka gerst að barn með bráðaofnæmi verði þarna hinumegin að taka við þessu.“ Vörður hafi tekið vel í athugasemdirnar, beðist afsökunar, borgað dýralækniskostnað og sagst ætla að hætta öllum súkkulaðisendingum. Þannig að þú ert ekkert að fara að skipta um tryggingafélag þrátt fyrir þetta? „Nei, ég held að þau hafi unnið mig til baka. Það geta allir gert mistök.“ Hundar Dýr Tryggingar Sælgæti Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Berlín er sex ára labrador-tík sem komst á dögunum í sendingu sem var ekki ætluð henni, heldur eiganda hennar, og afleiðingarnar voru ansi alvarlegar. Berlín var ein heima síðastliðinn þriðjudag, þar sem eigandi hennar, Jón Bergur Helgason, brá sér af bæ með börnin. „Síðan kem ég heim og þá tek ég eftir að það er rifið súkkulaðistykki, umbúðir af súkkulaði á gólfinu,“ segir Jón. Hann hélt í fyrstu að Berlín hefði fundið tómt súkkulaðibréf og farið að leika sér með það. Fljótlega hafi þó farið að renna á hann tvær grímur. „Ég fór að skoða þetta betur og ég sá að það var borði utan um þetta, merktur Verði tryggingafélagi. Þá fattaði ég að þetta hafði verið einhvers konar þakkargjöf frá Verði, því ég var að tryggja mig hjá þeim.“ Hann hafi hringt strax á næsta dýraspítala og tjáð starfsfólki að Berlín hafi borðað um 150 grömm af súkkulaði. „Þau segja: Þetta er ekki spurning, komdu með hana núna að æla, og segja mér að ég hafi í raun bara tvo og hálfan tíma.“ Þrátt fyrir vandræði við að komast á staðinn hafi Berlín komist undir læknishendur á elleftu stundu. Í kjölfarið hafi Jón hringt í Vörð vegna málsins. „Maður veit aldrei hver er þarna hinu megin“ „Ég bara benti þeim á það að mér fyndist alls ekki eiga að setja mat inn um bréfalúgur hjá fólki, maður veit aldrei hver er þarna hinu megin,“ segir Jón. „Hver veit, það getur líka gerst að barn með bráðaofnæmi verði þarna hinumegin að taka við þessu.“ Vörður hafi tekið vel í athugasemdirnar, beðist afsökunar, borgað dýralækniskostnað og sagst ætla að hætta öllum súkkulaðisendingum. Þannig að þú ert ekkert að fara að skipta um tryggingafélag þrátt fyrir þetta? „Nei, ég held að þau hafi unnið mig til baka. Það geta allir gert mistök.“
Hundar Dýr Tryggingar Sælgæti Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira