Stærra eldgos væntanlegt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 11:36 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. vísir/arnar Búast má við stærra eldgosi á Reykjanesi á næstu dögum miðað við kvikusöfnun, að sögn eldfjallafræðings. Mjög ólíklegt er að kvika komi upp innan bæjarmarka. Á fimmta hundrað smærri skjálftar hafa mælst síðastliðna viku. Sérfræðingar búast við gosi á næstu klukkutímum eða dögum, frekar en vikum. Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur er á því máli sömuleiðis. „Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru en fyrir síðasta gos. Eitthvað hafa þolmörkin breyst, kannski er það bara eitthvað smotterí og gosið þá væntanlegt á næstu klukktímum eða dögum ef það fylgir þessu fyrra ferli,“ segir Þorvaldur við fréttastofu. Að öðru leyti megi búast við svipuðu gosi og áður. „Sennilega eitthvað heldur stærra, þar sem það er meira kvikumagn til staðar í geymsluhólfinu. Þar af leiðandi endar hraunið á því vera stærra en fyrri hraun“ Það sé hins vegar ekki óeðlilegt hversu lengi kvika hafi safnast í geymsluhólfi. „Miðað við fyrri reynslu myndi ég halda að gosið kæmi upp á svipuðum slóðum, eða í sprungubútnum sem er rétt suðaustan við Stóra Skógfell. Síðan opnast sprunga bara eins og blævængur út frá því til norðurs og suðurs.“ „Í upphafi verðum við með öflugt gos, tiltölulega háa kvikustróka í kannski klukkutíma tvo. Svo fer að draga úr þessu og þá spurning hvar virknin sest til á sprungunni.“ Að hans mati eru mjög litlar líkur á því að gos komi upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Það er ákveðin lína á sunnanverðu Reykjanesinu, þar sem við höfum enga gíga og engar sprungur. Á síðustu 14-15 þúsund árum hefur aldrei gosið sunnan við þessa línu. Við vitum ekki um neina gíga sem eru innan bæjarmarkanna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Á fimmta hundrað smærri skjálftar hafa mælst síðastliðna viku. Sérfræðingar búast við gosi á næstu klukkutímum eða dögum, frekar en vikum. Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur er á því máli sömuleiðis. „Þessi kvikugeymsla er allavega búin að safna meiru en fyrir síðasta gos. Eitthvað hafa þolmörkin breyst, kannski er það bara eitthvað smotterí og gosið þá væntanlegt á næstu klukktímum eða dögum ef það fylgir þessu fyrra ferli,“ segir Þorvaldur við fréttastofu. Að öðru leyti megi búast við svipuðu gosi og áður. „Sennilega eitthvað heldur stærra, þar sem það er meira kvikumagn til staðar í geymsluhólfinu. Þar af leiðandi endar hraunið á því vera stærra en fyrri hraun“ Það sé hins vegar ekki óeðlilegt hversu lengi kvika hafi safnast í geymsluhólfi. „Miðað við fyrri reynslu myndi ég halda að gosið kæmi upp á svipuðum slóðum, eða í sprungubútnum sem er rétt suðaustan við Stóra Skógfell. Síðan opnast sprunga bara eins og blævængur út frá því til norðurs og suðurs.“ „Í upphafi verðum við með öflugt gos, tiltölulega háa kvikustróka í kannski klukkutíma tvo. Svo fer að draga úr þessu og þá spurning hvar virknin sest til á sprungunni.“ Að hans mati eru mjög litlar líkur á því að gos komi upp innan bæjarmarka Grindavíkur. „Það er ákveðin lína á sunnanverðu Reykjanesinu, þar sem við höfum enga gíga og engar sprungur. Á síðustu 14-15 þúsund árum hefur aldrei gosið sunnan við þessa línu. Við vitum ekki um neina gíga sem eru innan bæjarmarkanna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira