Innlent

Kókaín í héraðs­dómi og þreyta á stjórnarheimilinu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um aðalmeðerð í Héraðsdómi Reykjavíkur sem hófst í morgun þar sem maður er ákærður fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða.

Þá heyrum við í þingflokksformönnum VG og Framsóknarflokks en viðtal við kollega þeirra úr Sjálfstæðisflokknum sem birtist um helgina hefur vakið athygli þar sem hún útilokar frekara samstarf flokkanna þriggja að loknum næstu kosningum.

Þá heyrum við í eldfjallafræðingi og spyrjum út í ástandið á gosstöðvunum á Reykjanesi en þar hafa sérfræðingar sagst búast við gosi á hverri stundu.

Í íþróttapakka dagsins verður fjallað um heimsleikana í Crossfit sem fram fóru um helgina og fjóra leiki í Bestu deild karla sem fram fóru í gær.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 12. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×