Linda segir réttinn geymast vel í lokuðu íláti í kæli og því upplagt að gera stóran skammt og eiga fyrir nokkra daga.
Litríkt og bragðgott risarækju hrásalat með mexíkósku ívafi
Hráefni
1/4 rauðkálshaus
1/4 hvítkálshaus
4 stk gulrætur
10-20 g ferskt kóríander
200 grifinn mozzarella
400 g gular maís baunir
Niðursoðnar jalapenó sneiðar (má sleppa)
500 g risarækjur
1-2 msk mexíkósk kryddblanda
Salat dressing
Hráefni
1 dl mæjónes
1 dl grískt jógúrt
1 stk hvítlauksrif
1 tsk mexíkósk kryddblanda
1/8 tsk chillí krydd
Salt og pipar
Safi úr 1/2 límónu
Aðferð
Skerið rauðkálið, hvítkálið og gulræturnar smátt niður.
Setjið í stóra skál, bætið gulu baununum í skálina ásamt söxuðu kóríander (gott að skilja smá eftir af kóríandernum til að skreyta með), rifnum mozzarella og söxuðu jalapenó.
Útbúið dressinguna með því að setja mæjónes og gríska jógúrt í skál.
Rífið næst hvítlauksrifið ofan í skálina og bætið kryddi út í.
Kreistið límónusafa út í og hrærið saman.
Hjúpið risarækjurnar með kryddi og steikið á pönnu upp úr olíu þar til þær eru orðnar bleikar í gegn.
Bætið dressingunni út á salatið og blandið öllu vel saman.
Setjið salatið á fallegan disk, bætið risarækjurnar ofan á og skreytið með kóríander.