Segjast hafa lagt undir sig um það bil þúsund ferkílómetra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2024 06:28 Tugþúsundir íbúa Kursk hafa neyðst til að flýja heimili sín eftir innrás Úkraínumanna. AP Hershöfðinginn Oleksandr Syrski greindi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta frá því í gær að hersveitir landsins hefðu lagt um það bil þúsund ferkílómetra undir sig í Kursk í Rússlandi. Aðgerðin stæði enn yfir. Nokkrum klukkustundum áður en Syrski og Selenskí ræddu saman hafði Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóri Kursk, áætlað að Úkraínumenn hefðu náð um það bil 28 þéttbýliskjörnum á sitt vald, á svæði sem væri um það bil 40 km breitt og næði um 12 km inn í landið. Úkraínumenn hafa gefið lítið upp um innrás sína inn í Rússland, sem virðist hafa komið yfirvöldum í Rússlandi verulega á óvart. Um það bil 121 þúsund íbúar Kursk hafa flúið heimili sín að sögn Smirnov, tólf almennir borgarar látist og 121 særst. Yfirvöld í Kursk greindu frá því í gær að þau hefðu ákveðið að rýma Belovsky, þar sem íbúar telja um 14 þúsund, og þá ákváðu yfirvöld í Belgorod að rýma Krasnoyaruzhky. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að aðgerðin varðaði öryggismál en Rússar hefðu gert ófáar árásir á Úkraínu frá Kursk. Sumy-hérað hefði tli að mynda orðið fyrir 2.100 árásum frá Kursk frá byrjun sumars. „Fyrst Pútín er svona staðráðinn í því að berjast verður að neyða Rússland til að semja um frið,“ sagði Selenskí. „Rússar færðu öðrum stríð og nú sækir það þá heim.“ Andriy Zagorodnyuk, fyrrverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í samtali við Reuters að svo virtist sem aðgerð Úkraínumanna í Kursk virtist ætlað að dreifa athygli Rússa frá aðgerðum í Úkraínu. Þá hefur AFP eftir úkraínskum embættismanni að hann geri ráð fyrir að Rússar muni að lokum hrinda sókninni inn í Kursk. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Aðgerðin stæði enn yfir. Nokkrum klukkustundum áður en Syrski og Selenskí ræddu saman hafði Alexei Smirnov, starfandi héraðsstjóri Kursk, áætlað að Úkraínumenn hefðu náð um það bil 28 þéttbýliskjörnum á sitt vald, á svæði sem væri um það bil 40 km breitt og næði um 12 km inn í landið. Úkraínumenn hafa gefið lítið upp um innrás sína inn í Rússland, sem virðist hafa komið yfirvöldum í Rússlandi verulega á óvart. Um það bil 121 þúsund íbúar Kursk hafa flúið heimili sín að sögn Smirnov, tólf almennir borgarar látist og 121 særst. Yfirvöld í Kursk greindu frá því í gær að þau hefðu ákveðið að rýma Belovsky, þar sem íbúar telja um 14 þúsund, og þá ákváðu yfirvöld í Belgorod að rýma Krasnoyaruzhky. Selenskí sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að aðgerðin varðaði öryggismál en Rússar hefðu gert ófáar árásir á Úkraínu frá Kursk. Sumy-hérað hefði tli að mynda orðið fyrir 2.100 árásum frá Kursk frá byrjun sumars. „Fyrst Pútín er svona staðráðinn í því að berjast verður að neyða Rússland til að semja um frið,“ sagði Selenskí. „Rússar færðu öðrum stríð og nú sækir það þá heim.“ Andriy Zagorodnyuk, fyrrverandi varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í samtali við Reuters að svo virtist sem aðgerð Úkraínumanna í Kursk virtist ætlað að dreifa athygli Rússa frá aðgerðum í Úkraínu. Þá hefur AFP eftir úkraínskum embættismanni að hann geri ráð fyrir að Rússar muni að lokum hrinda sókninni inn í Kursk.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira