Netanyahu og Gallant í hár saman undir hótunum frá Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2024 08:32 Netanyahu og Gallant hefur áður lent saman en starf Gallant er þó ekki sagt í hættu. Getty/Anadolu Agency/Amos Ben-Gershom Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sendi frá sér yfirlýsingu í gær eftir að fregnir bárust af því að varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefði kallað yfirlýst markmið Netanyahu um að tortíma Hamas „vitleysu“. Ummælin á Gallant að hafa látið falla á fundi um öryggismál. „Þegar Gallant tekur undir með orðræðunni gegn Ísrael dregur hann úr möguleikanum á að ná samningum um lausn gíslanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Sigur gegn Hamas væru skýrt markmið forsætisráðherrans og ríkisstjórnarinnar og Gallant væri skuldbundinn til að vinna að því. Gallant hefur ekki staðfest að hafa lýst markmiðinu um tortímingu Hamas sem „vitleysu“ en sagði í eigin yfirlýsingu í gær að hann væri staðráðin í að ná markmiðum stríðsins og halda áfram að berjast þar til Hamas-samtökin hefðu verið leyst upp og gíslarnir frelsaðir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Netanyahu og Gallant deila en verulegur ágreiningur er uppi innan ríkisstjórnarinnar um stríðið og framtíð Gasa. Ísraelsmenn búa sig nú undir hefndaraðgerðir af hálfu Íran, Hamas og Hezbollah eftir drápin á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas, í Tehran og Fuad Shukr, einum leiðtoga Hezbollah, í Beirút. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru sammála því mati Ísraelsmanna að árás af hálfu Íran gæti átt sér stað í þessari viku. Hann sagðist engu að síður gera ráð fyrir því, að óbreyttu, að vopnahlésviðræður hæfust á ný á fimmtudag. Joe Biden Bandaríkjaforseti og leiðtogar í Egyptalandi og Katar hafa sagst munu leggja fram lokatillögu að vopnahléi á fundinum á fimmtudag. Þá sendu Biden og leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu brýnt að ljúka málinu. Þeir hvöttu einnig Íran til að láta af hótunum sínum um hernaðarlega árás á Ísrael. Ísrael Íran Palestína Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Ummælin á Gallant að hafa látið falla á fundi um öryggismál. „Þegar Gallant tekur undir með orðræðunni gegn Ísrael dregur hann úr möguleikanum á að ná samningum um lausn gíslanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Sigur gegn Hamas væru skýrt markmið forsætisráðherrans og ríkisstjórnarinnar og Gallant væri skuldbundinn til að vinna að því. Gallant hefur ekki staðfest að hafa lýst markmiðinu um tortímingu Hamas sem „vitleysu“ en sagði í eigin yfirlýsingu í gær að hann væri staðráðin í að ná markmiðum stríðsins og halda áfram að berjast þar til Hamas-samtökin hefðu verið leyst upp og gíslarnir frelsaðir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Netanyahu og Gallant deila en verulegur ágreiningur er uppi innan ríkisstjórnarinnar um stríðið og framtíð Gasa. Ísraelsmenn búa sig nú undir hefndaraðgerðir af hálfu Íran, Hamas og Hezbollah eftir drápin á Ismail Haniyeh, pólitískum leiðtoga Hamas, í Tehran og Fuad Shukr, einum leiðtoga Hezbollah, í Beirút. John F. Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru sammála því mati Ísraelsmanna að árás af hálfu Íran gæti átt sér stað í þessari viku. Hann sagðist engu að síður gera ráð fyrir því, að óbreyttu, að vopnahlésviðræður hæfust á ný á fimmtudag. Joe Biden Bandaríkjaforseti og leiðtogar í Egyptalandi og Katar hafa sagst munu leggja fram lokatillögu að vopnahléi á fundinum á fimmtudag. Þá sendu Biden og leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu brýnt að ljúka málinu. Þeir hvöttu einnig Íran til að láta af hótunum sínum um hernaðarlega árás á Ísrael.
Ísrael Íran Palestína Líbanon Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira