Innlent

Bruni í mið­bænum og Land­vernd slæst við vind­myllur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um bruna sem kom upp á Amtmannsstíg í morgun þar sem einn var fluttur á slysadeild. 

Við fylgjumst áfram með framgangi mála í héraðsdómi þar sem aðalmeðferð fer fram í stóra kókaínmálinu svokallaða. Fleiri vitni voru kölluð fyrir í morgun. 

Að auki verður rætt við framkvæmdastjóra Landverndar sem er ósátt við áform Landsvirkjunar í Búrfellslundi þar sem á að reisa vindmyllur. 

Í íþróttapakka dagsins verður svo fjallað um yngri landsliðin okkar í handbolta sem hafa verið að gera góða hluti og farið yfir leikina í Bestu deild karla í gær.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 13. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×